Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 197
Skírnir
Þá er vér erum á skipum staddir
189
nema þeir bœti í þessum heimi þat, er þeir hafa misgört, ok
iðrisk alhugat illra verka sinna ok afláti í góðum vilja í
skriftaboði síns kennimanns. Þá munu þeir fara með feðr
ok syni ok anda helgum í himinríkis fögnuð, ok þar vera
ei ok ei ón enda.
Amen.
n.
[1] regnboga eru þrír litir: vatns ok brennusteinsloga ok
elds. Þat minnir oss á at óttask þrefalda reiði Guðs, þá er
komr yfir heiminn. Vatn kom í Nóaflóði; brennusteinslogi
kom yfir Sódómam ok Gómorram; eldr mun ganga yfir all-
an heim fyrir dómsdag. Þessir enir sömu litir [í regnjboga
merkja þrefalda fyrgefning synða: Ein er skírn, önnur er
í iðrun synða, en þ [riðja] er í lífláti fyr Guðs sakar. Vatns
litr [merkir?] fyrgefning synða í skím; þvi fylgir blíðleikr
mikill ok engi torveldi. Brennusteinslogi merkir iðrun synða;
því fylgir beiskleikr mikill. E[n eldr] merkir fyrirgefning
synða í lífláti fyr Guðs sakar; því fylgir ógn mikil ok bjart-
leikr mikill. Þessa þrefalda ógn reiði Guðs táknar regnbogi.
Hann var eigi sénn fyrir Nóaflóð. Síðan er [hann] sýndr
........heits þess, er Guð hét Nóa, at eigi skyldi oftarr flóð
koma, þat er heiminn eyði svá sem á hans dögum hafði orðit.
Athugasemd. um orSiS „stœSingr“.
Orðið stœSingr kemur fyrir í þulum Snorra-Eddu meðal skipa heita,
en hver sé merking orðsins, kemur ekki fram. í fomnorskum lögum er
það nefnt í Frostaþingslögum (VII, 4) og Bæjarlögum Magnúsar laga-
hætis (IX, 18), og á báðum stöðum er það haft um reipi á skipi.
1 nýnorsku er orðið kunnugt. Það kemur fyrir í „Professor Knud
Leems Norske Maalsamlinger fraa 1740-aari“ (útg. í Ósló 1923) í mynd-
inni Ein Staning: „Saa kaldes i Augvoldsnæs Egn Brasen paa et Sprit-
seyl“, en bras táknar band það, sem liggur frá enda rárinnar niður á
borðstokk (aktaumar). Orðið er óþekkt í Karmoy á vorum dögum, en
er til á Hálogaalndi (Norland) í myndinni steding og í þessari sömu
merkigu, og í sömu merkingu var orðið til í gamalli dönsku. Hjalmar
Falk (Altnordisches Seewesen, 1912) hyggur, að stœSingr hafi hlotið að
vera hand, sem notað hafi verið til að styðja siglutréð ó kulborða, þegar
beitt var.