Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 150
144
Skúli Skúlason
Skímir
gistihúsinu, sem hann hefur tryggt sér herbergi hjá. Hann
þarf ekki einu sinni að opna dyrnar á bifreiðinni eða loka
þeim.
En þegar út af ber, er hann eins og járnhrautarvagn, sem
hefur farið út af sporinu, eða hifreið, sem hefur oltið í Kömb-
um. Hann er strandaður. Línan, sem hann hefur fylgt eins-
og þræði um völundarhús, hefur slitnað, og nú fyrst tekur
maðurinn eftir því, að hann er blindur. Kannske mállaus
í framandi landi, vitlaus, en umfram allt ráðalaus. Hann
hefur vanizt því að borga öðrum fyrir að hugsa fyrir sig,
sjálfur hefur hann gert sér að lífsuppeldi einhæft starf, sem
hann kann vel — en svo ekkert annað.
Verkaskiptingin er orðin svo mikil og fjölþætt í veröld-
inni, að einhæfnin gerir manninn að vél. 1 iðnrekstri nú-
tímans er beinlínis keppt að þessu marki, ákveðinn maður
vinnur ákveðið verk, endurtekur sama handtakið mínútu
eftir mínútu, dag eftir dag og ár eftir ár. Hann fær leikn-
ina, og nýgræðingarnir eru ef til vill mörg ár að læra, þang-
að til þeir ná þeim árangri, að þeir komast í hæsta launa-
flokk. Þannig er hoðorð vinnuvísinda nútímans, og um leið
og vélarnar fullkomnast, er þess krafizt, að leikni mannsins
aukist að sama skapi og að starfsviðið þrengist inn leið.
Þetta er auðvitað gott og hlessað frá þeirra sjónarmiði,
sem reikna menningarástand þjóðanna í krónum og aurum
eins og það væri hver önnur kramvara. Hitt er annað mál,
hvort æðstu skepnu jarðarinnar er það holt. Það er kvartað
undan því, að verið sé að gera mennina að vélum eða rétt-
ara sagt að hjólum í stórri vél. Hugvitsmennirnir hafa líka
spreytt sig á að smíða eins konar vélamenn, sem þeir kalla
robota, — skrímsli úr járni, með heilli flækju af vír, loft-
skeytatækjum og „foto-elektriskum cellum“ innan í. En þeir
hafa ekki getað kennt þessum sjálfvirku spriklgosum að
hugsa og geta aldrei kennt þeim það, sem betur fer. Því að
lýsingin á komu mannanna frá Mars til jarðarinnar hjá
H. G. Wells mundi vissulega verða eins og ósaltaður vatns-
grautur á bragðið í samanburði við afrek „robotanna". En
þeir geta vitanlega verið góðir til síns brúks, meðan hugsað