Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 189
Skírnir
Hexametrum
183
Sjá má, að skáldið hefur rím í jöfnu braglínunum, og er
fyrirmynd hans því frekar leónínskur kveðskapur seinni tíma
en órímaður kveðskapur fornaldar.
Ekki kann ég að benda á tengsl milli þessa erfikvæðis og
kveðskapar Hallgríms Péturssonar. Ekki skal ég heldur um
það segja, hvort síra Hallgrímur veit um tilraunir manna
við hexametrið í Danmörku og Svíþjóðu, en óhugsandi er
það ekki, og þá helzt þannig, að Hallgrímur hafi heyrt um
það, heyrt menn dásama það. Hallgrimur les sjálfsagt eitt-
hvað undir hexametri eftir Virgil eða Óvíd á skólaárum sín-
um, svo að honum er vel kunnugt um þennan brag. Fyrir
löngu var rim orðið drottnandi í kveðskap Evrópu, þaðan
kemur rím í hexametri og elegiskum hætti á miðöldum,
þaðan kemur rímið í tilraun Arrebos til að innbyrða háttinn
í danskri Ijóðalist. Veldi rimsins er enn meira á Islandi en
annarstaðar; menn vita að vísu um hina fornu norrænu
háttu án ríms, en menn nota þá nú ekki mikið. Nokkru víð-
ar má sjá eins konar dróttkvætt eða hálfhneppt og aðra
slíka háttu, en þeir eru þá með hendingum, sem er innrím.
Sú tilfinning, að rím sé nauðsynlegt til að gera góðan hrag,
er því mjög sterk á íslandi. Þegar síra Stefán Ólafsson þýð-
ir kvæði Hórazar „Rectius vives“ (Odae II, 10), sem er með
sapfiskum hætti, þá rímar hann það, en fylgir annars hætt-
inum, eftir því sem við verður komið. Hjá Hallgrími er rím-
tilfinningin rótgróin frá barnæsku, og svo kynnist hann
kvæði Bemharðs af Morlas og öðrum kvæðum undir rím-
uðu hexametri. Hann þýðir glefsur úr þeim, auðvitað með
fullkomnu rími. En hann veit vel, að þetta er þó „hexa-
metrum“.
IV.
Þó að síra Hallgrímur hefði ekki ort meira undir hexa-
metri en þau brot, sem að framan vom til færð, væri það
að vísu næsta athyglisvert. En eins og áður var getið, standa
þessar vísur ekki einar meðal kveðskapar hans, því að undir
sama bragarhætti er eitt hið frægasta kvæði hans Aldar-
12*