Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 30
28
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
að flestum hafi þótt hv'in auvirðileg og varla umtalsverð. En
þrátt fyrir það sannaðist hér bezt máltæki hinna fornu ís-
lenzku myndasmiða: „Oft smíðast líkneski af ljótu efni“. Og
svo mikið er víst, að sá af okkar forfeðrum, sem fyrstur hefur
kveðið upp með þetta máltæki, hefur þekkt, hvað það er að
berjast undir íþróttarinnar merkjum, og það er næst mínu
skapi að segja, að það sé ómögulegt, að slíkt máltæki hafi
getað myndazt hjá þjóð, er af engri sannri íþrótt hafði að
segja og enga tilfinningu hafði fyrir þess konar.“
Um forn goðalíkneski er þetta, en annars er ritgerðin öll
merkileg og þyrfti að komast á prent, því að hér er slitið
úr samhengi: „Þó að goðalíkneskjur forfeðra vorra væru úr
tré, þá er margt, sem bendir á, að talsverður hagleikur hafi
verið á þeim og að hendur þeirra og höfuð hafi verið hag-
lega málað. Mér er nær að halda, að goð forfeðra vorra hafi
verið talsvert skrautleg, þegar búið var að klæða þau í allt
sitt skart. Þeir hafa heldur ekki sparað að prýða allan um-
búning goðanna og hofin. Þeir skreyttu með öllu móti sæti
þau, er goðin sátu í, eða fótstallinn, ef þau stóðu. Umbún-
ingur Þórs var ekki minna glæsilegur, kerra hans hefur auð-
sjáanlega verið öll gullbúin og eins hafrar hans og horn-
taugin úr silfri. Menn sjá, að fegurð goðanna og hofanna
í Noregi er svo mikil, að Ólafur Tryggvason, sem mest af
öllum hataði goð og hof, stendur agndofa og þykist ekki hafa
séð slíkt, og hafði hann þó víða farið. Og hér á Islandi var
skraut hofanna komið svo langt, að Islendingur vildi setja
silfurbita í hof sitt, en fékk það ekki fyrir ættingjum sínum.4
Jafnvel hurðarhringamir voru mestmegnis úr gulli. Allt þetta
er vottur um talsvert skraut.“
1 þessum kafla er gaman að veita því eftirtekt, að orðið
„auðsjáanlega“ hrekkur úr penna Sigurðar, þá hæst fer lýs-
ingin: Hann er sjálfur staddur í fornu hofi, og raunar sýndi
hann samtímismönnum myndir af þessum byggingum, skál-
um, skipum og vopnum fornmanna, eins og hann sá þetta
hið innra fyrir augum sér.4) I kynnisför sinni til Skaga-