Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 49
Skímir
Norðurlönd og norræn samvinna
47
að baki þessara hugsjóna, hvað sem á dynur. Eins og heims-
styrjöldinni fyrri lauk, var það einkum tvennt, er þegar lá
í augum uppi. Hver heilvita maður hlaut að skynja, að frið-
ur sá, er kenndur er við Versali, var aðeins vopnahlé. Þá
var og hitt eigi síður ljóst hverjum þeim, er sjá vildi, að
varnarleysið eitt saman var þegar orðin ónóg trygging gegn
ágengni berserkja, — enda hafði það aldrei til verið nema í
ímyndun manna, er áttu meira af velvilja en viti eða voru
nógu slungnir til að nota sér áróðurstöfra friðarins til augna-
bliksframdráttar á stjórnmálasviðinu.
Norðurlandabúar létu sér almennt hvorugt skiljast: vildu
ekki viðurkenna, að hlutleysis-möguleikinn væri úr sögunni
og um leið efnt til nýrra ógna. Þeir áttu það til að snúast
öfugir við, ef bent var á hættuna: „— os, som ingen fare
truer noen steder fra!“ sagði einn ágætur Norðmaður við
mig í styttingi eitt sinn í Niðarósi, í tilefni af að eg hafði
gerzt svo djarfur að reyna að leiða rök að því, að Norður-
landabúmn kynni að vera hollt að nota lognið milli ofviðr-
anna til að koma á hjá sér bandalagi til varna, og reyndar
helzt fullu ríkjasambandi. Enda dróst það úr hömlu, eins og
svo margt annað.
Síðan fór sem fór, og er óþarft að rekja þá atburði, ný-
afstaðna og í hvers manns vitund brennda. Og hvað svo —
þegar hertökunni lauk? Höfðu menn lært af því að lenda
undir jámhæl hlífðarlauss ógnarvalds? . . . Öjú — víst höfðu
menn lært. En líklega einkum skelfzt.
Víst höfðu menn lært, svo sem sjá má af því, að gerðar
vom veturinn 1948—49 ítrekaðar tilraunir, mjög alvarlegs
eðlis, til að koma á vamarbandalagi milli Dana, Norðmanna
og Svía. (Finnar höfðu sem sé helzt úr lestinni sem hugsan-
legur aðili í bandalagi af því tagi, að minnsta kosti í bráð,
og Islendingar eiginlega aldrei átt heima í þeirri lest.) Bjart-
sýmmx mönnum virtust lengi vel góðar horfur á, að þessar
tilraunir myndu bera árangur. Yfirgnæfandi meiri hluti þjóð-
anna þriggja var þeim vafalaust fylgjandi. Samt fór sem fór.
Og er nú framtíðin ein þess megnug að skera úr um það,
hvort leið til slíks bandalags opnast þjóðum þessum á ný,