Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 130
124
Stefán Einarsson
Skírnir
rímum. En í þessum tveim Sörla-kvæðum frá 14. öld virðast
þá hin fornu sagnakvæði taka höndum saman við rímurnar:
Ólafs ríma Haraldssonar er og mjög svipuð þessum eldri
sagnakvæðum, segir hún frá ævi Ólafs, dauða hans og jar-
teinum, en án þess að leggja mikla áherzlu á jarteinirnar.
Nú var það svo, að dróttkvæðin, er sungu lof konungum, dóu
út um 1300, en lifðu þó að formi til í hinum nýju helgi-
kvæðmn, en rímumar hafa á þeim tíma þótt of veraldleg-
ar til þess að dýrlingum væri sungið lof í þeim, og svo var
í kaþólsku. Sýnilega var það samhand rímna við dansa hina
fornu og sagnadansa á 15. öld, er gerðu þær ókirkjuhæfar,
sama mun vera um sagnadansana, þó em nokkur (5 eða 6)
helgikvæði í sagnadönsunum, og meðal íslenzkra miSalda-
kvœ'Sa Jóns Helgasonar er til eitt slíkt um Hallvarð hinn
norska dýrling, en skyldi það þá ekki lika vera norskt?
Ljóst er af framanskráðu, að rímumar áttu sér innlend
sögukvæði veraldleg að fyrirmyndum. En hvað var um dans-
ana, vom þeir líka söguljóð? Að vísu ekki, ef hægt er að
reiða sig á upplýsingar þær, sem hægt er að hafa úr Sturl-
ungu um þá. Þar virðast dansarnir vera spott og flimtan,
háð og glósur, níðkviðlingar, en engin sögukvæði. Eina und-
antekningin er dans Þórðar Andréssonar, í honum er þungur
harmur, hann er tilfinningaljóð, ef til vill mansöngur skálds,
er þreyr frú sína, en engvar traustar heimildir veitir hann
um sagnakvæði, þótt saga geti legið að baki. En þótt heim-
ildir vanti, þá benda 15. aldar sagnadansamir (í handritum
frá 16. og 17. öld) til þess, að verið muni hafa uppi á 13.
og 14. öld kvæði (dansar, ballads), sem líktust þeim mjög.
En 15. aldar sagnadansarnir em nú ávallt sögukvæði og hafa
þá líklega verið það á þeim tíma, sem rímurnar voru að fá
á sig snið, og gátu orðið þeim fyrirmynd — af útlendum
toga. Hve náið var upphaflega samband dansa og rímna, sést
nú eigi aðeins af þvi, að dansarnir léðu rímunum hætti og
lög, og að bæði rímur og sagnadansar em kallaðir dansar,
heldur koma líka fyrir kvæði, sem em eins konar millistig
milli rímna og sagnadansa.
Eftir er að tala um mansönginn, sem er eins föst einkunn