Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 34
32
Lárus Sigurbjörnsson
Skímir
haldið var honum um forngripasafnið. Hann vann allar
stundir að þessu hugðarefni. Samtímismenn kölluðu hann
grúskara og brugðu honum jafnvel um leti og ómennsku, er
þeir sáu, hve litlu hann afkastaði sem málari. Sjálfur gerði
hann sér tíðara um minningu hins óþekkta listamanns, sem
markaði „ágætligar sögur á þilviðinum ok svá á ræfrinu“
í eldaskála í Hjarðarholti, en um málara-orðstír sjálfs sín.
Olíumálverk Sigurðar Guðmundssonar eru fá, sex manna-
myndir, ein blómamynd og nokkrar altaristöflur, það er allt
og sumt, sem nærtækt er, en eitthvað kann að hafa glatazt
eða orðið eftir í Danmörku, því að hann fór „að mála myna-
ir með olíulitum af ýmsum íslendingum, er þá voru í Höfn“,
segir Páll Briem í Andvaragrein sinni 1889. Eitt þessara mál-
verka er af málaranum sjálfum, og hangir það nú í anddyri
Þjóðminjasafnsins, en komst á sínum tíma „á myndasýn-
ingu í Höfn, og þótti myndin prýðisgóð“, segir Páll Briem
enn. Birtan í myndinni er ekki ósvipuð og í sumum mynd-
um eftir Constantin Hansen, kennara Sigurðar í listaskól-
anum, en hann hafði dálæti á hinum gömlu, hollenzku meist-
urum, og er þá ekki leiðum að líkjast. Tvö önnur olíumál-
verk eru í Þjóðminjasafni, annað af Jóni Sveinssyni, bróður
Hallgríms biskups, en hitt af séra Arnljóti Ólafssyni á Bæg-
isá, en það var svo líkt fyrirmyndinni, að Bjarni rektor tók
ofan fyrir málverkinu, þar sem það stóð úti í glugga á gamla
spitalanum, hélt hann, að maðurinn sæti fyrir innan glugg-
ann. Blómamyndin er í Kaupmannahöfn, var þar síðast á
sýningu í Charlottenborg 1927. Altaristöflurnar eru dreifðar
víða um land og eru velflestar eftirmyndir altaristöflunnar í
Beykj avíkurdómkirkju.
Teikningar Sigurðar Guðmundssonar skipta hins vegar
hundruðmn, ef stórt og smátt er talið, og fjölmargir upp-
drættir fyrir leiksviðið í Reykjavík á árunum 1859—74 komu
upp úr hirzlu hans, litlu, rauðu kofforti, sem geymt er í
Þ jóðmin j asaf ninu.
Mannamyndir eru merkastar teikninganna. Þær, sem til
sýnis eru í mannamyndasafni Þjóðminjasafnsins, eru allar