Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 40
38
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
og vandað og sýnir eitt með öðru, hvílíka rækt Sigurður lagði
við mennnigarsöguleg verðmæti.
Lítil teiknibók er til frá orlofsferð Sigurðar til Skagafjarðar
sumarið 1856. Fremst eru myndir frá Eyrarsundi, þá af skip-
um, en síðan af hestum og hundum heiman úr Skagafirði.
Handbragðið á þessum myndum er eitt hið fegursta, þær eru
að vísu lauslegt riss, en mýktin og alúðin í blýantsfarinu
er hverjum manni auðsæ. — Hér er þá að lokum kominn
Skagfirðingurinn, sem gerður var út af sveitungum sínum
til málaranáms 16 vetra gamall, hertur í akademískum skóla,
en ekki búinn að tapa sjón smaladrengsins.
Eftir er þá að líta á myndir og teikningar, sem Sigurður
gerði fyrir leiksviðið í Reykjavík. Nokkuð mikið er varðveitt
af frummyndum hans, og er það allt mikilsverður stofn að
safni leikhúsminja, sem verður að komast á fót hið allra
fyrsta, því að megnasta hirðuleysi hefur ríkt um alla slíka
hluti, og óbætanleg verðmæti hafa farið forgörðum fyrir
skilningsleysi eða illan aðbúnað. Þannig hafa aðeins varð-
veitzt tvö „baktjöld“ Sigurðar, bæði upphaflega úr „Hellis-
mönnum" Indriða, en iðulega notuð til sýninga í „Skugga-
Sveini“ Matthíasar, og hanga þau nú í anddyri Þjóðminja-
safnsins. Til skamms tíma var til forkunnar vel málað „bak-
tjald“ í tjaldageymslu Leikfélags Reykjavíkur i Þjóðleikhús-
inu. Sýndi það götu í útlendri borg og var iðulega notað af
skólapiltum, er þeir sýndu leikrit eftir Holberg á árunum
1922—30. Okkur var ávallt sagt, að Carl Lund hefði málað
þetta tjald, en það var í minnsta lagi, og í föggum Sigurðar
hef ég fundið blýants-uppdrætti, sem sýna nálega sömu hlut-
föll húsa og innsýn í götu og á „baktjaldi Carls Lunds“. Það
er grunur minn, að enginn annar en Sigurður hafi málað
þetta tjald, hvar sem það er mi niður komið.
En jafnvel í leiklistarmálunum, sem allir litu á sem algera
nýjung og reyndu ekki að rekja lengra en í hæsta lagi til
viðleitni pilta í Hólavallarskóla á síðasta tug 18. aldarinnar,
þótti Sigurði ekki annað gjörlegt en að brúa bilið milli forn-
aldar og nútíðar einnig í því efni. Honum var óhægt um