Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 219
Skímir
Ritfregnir
211
um málum og hebresku. Mjög mörg orð eru þar tekin til athugunar,
og telur höfundur, að öll elztu heitin af þessu tægi staðfesti látæðis-
kenninguna. Er prófessorinn þeirrar skoðunar, að frekari rannsóknir hafi
nú rennt slikum stoðum undir þessa kenningu, að segja megi, að gátan
um uppruna málsins sé þegar ráðin í meginatriðum. Hann álítur og,
að nú sé orðin rik þörf á alþjóðlegu hjálparmáli og beri að sniða það
með hliðsjón af þessari nýju þekkingu.
Ásgeir Bl. Magnússon.
Magnús og Kjartan Helgasynir: Bræðramál. Kvöldræður og önnur
erindi. — Útg. H.f. Leiftur, Reykjavík 1949.
Efni þessarar bókar er, svo sem nafn segir til, ræður og erindi, flutt
og færð í letur af þeim Birtingaholtshræðrum, séra Magnúsi og séra
Kjartani.
Kvöldræður sínar flutti séra Magnús Helgason upphaflega á samkom-
um nemenda sinna í Kennaraskólanum, og eru nú liðin um fjörutíu ár
síðan þær elztu þeirra voru samdar og fluttar. Kvöldræður þessar komu
út i bók árið 1931. Varð sú bók vinsæl mjög og er nú uppseld fyrir
löngu. Tveimur af þeim erindum, sem í þeirri bók voru, er hér sleppt.
Ástæðan er sú, að þau hafa að nokkru misst gildi vegna breyttra tíma.
Eru í bók þessari alls fjórtán erindi eftir séra Magnús.
Þau fimm erindi, sem hér eru eftir séra Kjartan, eru líka öll áður
útkomin í tímaritum, sum hér heima, sum vestan hafs.
öll bera erindin í bókinni þess merki, að þau eru upphaflega samin
til flutnings í heyranda hljóði. En það er alkunna, að séra Magnúsi var
sú list lagin framar flestum öðrum að segja frá, segja sögu. Þeirri list
beitti hann oft í kennslu og á mannfundum með nemendum sínum og
víðar. Sum beztu erindin í þessari bók eru þannig til orðin, fomar frá-
sagnir í nútíðarbúningi, svo sem Signýjarhárið, Sigurður Hranason, Guð-
mundur Arason o. fl. Frásögninni sjálfri fylgir að jafnaði hugleiðing, meg-
inhugsun sögunnar brugðið upp í skærri birtu rétt sem snöggvast. Slíkt er
vænlegt til vakningar, ef vel tekst, en vandi með að fara. Sá er vandinn
að segja nóg, en ekki of mikið, og segja það vel, svo að ekki dragi úr
áhrifaþunga sögunnar, heldur aukist hann. Þessari aðferð beitir séra
Magnús Helgason af hinni mestu snilld, ekki aðeins í þeim erindum,
sem hafa sögulega undirstöðu, heldur einnig öðrum, þar sem tilgang-
urinn er fyrst og fremst sá að vekja til umhugsunar og glöggva skiln-
ing á einhverju sérstöku efni.
Efniviðar í erindin er allvíða leitað, en ekki verður það rakið hér.
Ég læt lesendur bókarinnar um það að virða fyrir sér fjölbreytni þeirra.
En þó að viðfangsefni séu úr ýmsum áttum, bæði forn og ný, innlend
og útlend, er undirstraumur og meginþráður hinn sami í þeim flestum
eða öllum. Manngöfgi í einhverri mynd er kjarni allra erindanna. En
það hugtak á sér mörg viðhorf, svo sem erindin sýna. Þar til heyrir allt