Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 42
40
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
vik, því að fá gögn voru fyrir hendi, en samt er hann mik-
ið til á réttri leið, er hann ræðir um „trúðmálverk“ í ritgerð
sinni. Þann kafla set ég hér allan, því að í honum brýtur
Sigurður fyrstur manna upp á efni, sem er skemmtilegt og
sjálfsagt að rannsaka eins og föng eru til.
„3. TruSmálverk.6)
Það er alkunnugt, að fornmenn höfðu engin leikhús,
hvorki á íslandi eða í Noregi, og þar af leiddi, að þeir höfðu
engin leikhúsmálverk. En aftur á móti höfðu þeir fjölda af
loddurum, trúfium og leikurum, sem voru allt eins konar
leikarar, er skemmtu mönnum með söng, hljóðfæraslætti og
alls konar skemmtunum og fimleikum bæði í konungahöll-
um, á þingum og í heimahúsum manna. Frá elztu tímum er
getið um þá í konungahöllum á Norðurlöndum, og Haraldur
hárfagri hafði þá við sína hirð. I fornöld hafa margir af þess
konar mönnum verið á Islandi, og skemmtu þeir mönnum
á þingum, einkum á Alþingi, þvi þar var mestur mannfjöldi,
sem Grágás vottar, Droplaugarsona saga og Njála.
Það var einkennilegt við klæðabúnað þessara manna, að
þeir báru mikið óhófs skraut á klæði sín og höfðu þau marg-
lit, oft með afkáralegu sniði. Þess vegna voru prestar að-
varaðir í gömlum statútum að hafa ekki þess konar lit eða
snið á klæðum sínum, því að það var kallaður leikaraskapur.
Eins þótti það leikaraskapur, ef prestar sungu margraddað, og
bendir þetta á, að trúðar hafi hér á landi tiðkað margraddaðan
söng og að þeir hafi haft eins konar leikhúsbúninga eða ver-
ið klæddir í búninga, sem voru eftir efninu, er þeir vildu
leika. Menn sjá líka af vikivökunum, að það hefur verið al-
venja, að menn hafa tekið á sig alls konar dýramyndir eða
klætt sig eins og dýr og sett á sig alls konar grímur, sem
áttu við efni það, sem þeir ætluðu að leika. Ég hygg því, að
þeir flaski mjög, sem álíta, að grimur og grimuleikir hafi
verið óþekktir á Islandi, því að sögurnar sýna, að fornmenn
voru mjög leiknir í þeirri íþrótt að búa til grímur, setja á
sig skegg og eins að mála sig í framan, er þeir vildu gera