Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 86
80
Sigfús Blöndal
Skímir
sem kemur fram sem gamall og góður maður, með sítt skegg
og poka, fullan af jólagjöfum og sælgæti handa börnum —
auðvitað helzt handa þeim, sem hafa verið þekk og góð. I
sumum nunnuklaustrum, þar sem ungum stúlkum er komið
fyrir til að menntast, var áður á tímum algengt, að stúlk-
urnar lögðu silkisokk fyrir framan herbergisdyr abhadísar-
innar aðfangakvöld Nikulásarmessu, — og var í sokknum
bréf til „hins mikla St. Nikulásar hennar herbergis“; næsta
morgun voru þær svo kallaðar inn til abbadísarinnar og fengu
þá sokkana úttroðna með ýmsum sætindum sem gjafir frá
St. Nikulási.1)
4.
Hvenær St. Nikulásardýrkunin kom til Islands, er erfitt að
segja, en ég gæti trúað því, að hún hefði borizt þangað á
elleftu öldinni, og þá með Væringjum, jafnvel áður en bein
St. Nikulásar voru flutt frá Mýra til Bárar 1087, og eins held
ég, að elztu Nikulásarkirkjurnar á Frakklandi og ef til vill
víðar (áreiðanlega á Rússlandi) séu reistar fyrir 1087. Ég vil
benda á, að Sveinn tJlfsson Danakonungur lætur einn af son-
um sínum heita Nikulás, sem síðar varð konungur í Danmörku.
Það er engan veginn ómögulegt, að þær systur, Ellisif (Elísa-
bet), drottning Haralds konungs Sigurðarsonar í Noregi, og
Anna, drottning Hinriks fyrsta Frakkakonungs, dætur Jaris-
leifs vitra konungs (stórfm-sta) í Kiév (Kænugarði) hafi styrkt
Nikulásardýrkunina í Noregi og á Frakklandi. Og það virðist
svo sem á íslandi hafi Haukdælir og Oddaverjar verið miklir
stuðningsmenn Nikulásardýrkunarinnar. Ég hef ekki rekið
mig á neinn Islending með nafninu Nikulás fyrr en Nikulás
Bergsson ábóta (f 1159).
Á Islandi eru, samkvæmt því sem telja má af Fornbréfa-
safninu, 41 kirkja og að auk 4 bænhús og hálfkirkjur vígðar
St. Nikulási sem nafndýrlingi, alls þá 45, en í 12 kirkjum er
hann verndardýrlingur; alls eru þá 57 heilagir staðir helgað-
ir honum, og auk þess 2 ölturu í kirkjum, helguðum öðrum
1) Sjá R. Chambers: Book of Days, II. 662, við 6. desember.