Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 109
Skírnir
Kappar og berserkir
103
að sér, voru kallaðir kappar. Þeir eru nefndir til þess fyrst
í lögum Langbarða á fyrra hluta 7. aldar. Það er á Italíu,
á þeim slóðum, þar sem mest mun hafa eimt eftir af gladía-
torum og skylmingaskólum þeirra. Þaðan dreifðist siðurinn
að leigja kappa til einvíga til Þýzkalands og Frakklands. Það
var kallað að kjósa sér kappa, þegar menn fengu kappa í stað
sinn. Kapparnir unnu verk, sem þótti þarft í réttarhaldi, en
voru þó í lögunum sjálfum einskis virtir, sumstaðar jafnvel
taldir réttdræpir hverjum manni. 1 lögbók Saxa segir, að
manngjöld eftir kappa og þeirra börn sé blik einvígisskjaldar
við sólu. Það var ekki mikið. Kapparnir börðust framan af
mest með sverðum, eins og gladíatorar höfðu gert, en seinna
með lurkum. Til hlífar máttu þeir aðeins hafa skjöld af til-
tekinni stærð og gerð. Klæðnaðurinn var líka ákveðinn. 1
einni hinni elztu þýzku lögbók er talað um gyrta kappa.
Þeir munu þá ekki hafa borið önnur klæði en eins konar
gjörð eða skýlu, mittisskýlu, alveg eins og gladíatoramir höfðu
haft í æfingum sínum.
Riddurunum þótti smán að berjast með lurkum eins og
kappar og illgerðamenn. Þeir fóru þá að heyja einvígi sín á
hestum, með kesjum og sverðum og albrynjaðir. Konungar
og sumir aðrir tignarmenn og enn fremur borgríki réðu ridd-
ara til að berjast fyrir sig, þegar þyrfti. Þessir menn voru
einnig kallaðir kappar. Það er oft talað um kappa konungs.
1 Englandi hélzt þangað til á 19. öld sá siður, að slíkur kappi
reið inn í höllina, þegar nýr konungur var krýndur, og skor-
aði á hólm alla menn, sem véfengdu, að konungurinn væri
réttkominn til ríkis. Kappi var einnig kallaður ein frægasta
þjóðhetja Spánverja, sem vanalegast er nefndur El Cid. Hann
var uppi á síðara hluta 11. aldar og er sagður hafa oft staðið
í einvígum.
Hjá Germönum hefur lengi tíðkazt, að óvinaherir sömdu
um stund og stað til orustu. Það kemur líka fram í íslenzk-
um heimildum, meðal annars í lýsingu Egils sögu á Vín-
heiðarorustu á Englandi. Þá var farið að svipað og í hólm-
göngum, haslaður völlurinn og ákveðið, hvað sigurvegurun-
um skyldi falla í skaut. Stundum létu menn sér þó nægja