Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 144
138
Alþýðukveðkapur frá miðöldum
Eina kvæðið undir ferskeyttmn hætti, sem hefur slíka endurtekningu,
bætir einni línu við hinar fjórar og endurtekur hana sem fyrstu línu
í næsta erindi (Pána kvæSi).
Ekki hef eg fundið dæmi slikra endurtekninga í enskum og skozkum
sagnadönsum, enda ekki gert neina leit utan hins þekkta safns prófess-
ors Childs. En í dönskum sagnadönsum finnast þær, og má nefna, að
fyrsta dæmið hér er eins og Moder under Mulde, en annað dæmið
eins og Hr. Luno og Haffruen (bæði í A. Olrik, Danske Folkeviser i
XJdvalg).
Svipaða endurtekningu eins og í öðru dæminu hef eg fundið í ís-
lenzku sálmalagi fró því um miðja 17. öld: Þegar minn dauSi og dóm-
urinn þinn (úr Melödíu, sjá Islenzk þjóSlög, bls. 2S8).
En þekktastar munu þessar endurtekningar enn vera á íslandi í Grýlu-
kvæðunum, sem flestöll munu vera undir sama hætti. Elztu Grýlu-
kvæði, sem menn þekkja, munu vera eftir Guðmund Erlendsson í Sléttu-
hlíð (d. 1670) og Stefán Ólafsson í Vallanesi (1620—1688). Eg man
enn, að við mig var kveðið ÖkindarkvæSi og hófst svo:
1. Það var barn í dalnum
sem datt o’num gat
en fyrir neðan þar ókindin —
en fyrir neðan þar ókindin sat.
2. En fyrir neðan
sat ókindin ljót,
náði hún þá naumlega neðan i —
náði hún þá naumlega neðan í fót.
Ekki veit eg dæmi um, að endurtekningar séu hafðar til að tengja
saman erindi fyrr en í sagnadönsunum. Þó mun Snorri nota þessa fig-
úru ræðunnar í Háttatali 16 og kalla drögur, en Ólafr hvitaskáld kall-
ar hana anadiplosis í MálskrúSsfrœSi sinni.
Aftur ó móti er það afgamalt listbragð að tengja saman tvö vísu-
orð með sama orði (eða samstöfu) endurteknu. Kemur sá háttur fyrst
fyrir í kvæðum Egils:
ölvar mik, þvi at ölvi
öl gervir nú fölvan,
atgeira læt ek ýrar
ýring of grön skýra.
1 háttalyklum Rögnvalds og Snorra kallast slikir hættir dunhent eða
iSrmælt, sbr. Háttatal 24:
Hreintjömum gleðr homa,
hom náir lítt at þoma o. s. frv.
Sami háttur finnst í Mariulykli Jóns Pálssonar Maríuskálds (d. 1471),
sbr. 6. vísu: