Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 74
Skímir
72 Sigfús Blöndal
kvæðum sagður hafa gengið „á frið Frakka“ á „Langbarða-
landi“.
Ófriðurinn milli Grikkja og Norðmenninga var harður og
langvinnur. Stundum réðu Grikkir yfir Bár, stundum Norð-
menningar, stundmn var horgin óháð lýðveldi. Yæringja-
sveitir voru við og við sendar þangað frá Miklagarði.
Hér er nú sérstök ástæða til að minnast á eina af orust-
unum. Hún var háð árið 1052 fyrir utan borgarmúrana,
og Argýros katepan vann þá mikinn sigur á Norðmenning-
um.1) Við eitt horgarhliðið, þar sem bardaginn hafði verið
harðastur, lét hann svo að hoði Konstantíns keisara IX byggja
kirkju til heiðurs St. Nikulási, og var sú kirkja kölluð „St.
Nicolaus supra portam veterem“ (St. Nikulásarkirkjan við
gamla hliðið), og síðar var hún nefnd St. Nicolaus de Græcis
(St. Nikulásarkirkja Grikkja). Af þessu má ráða, að St. Niku-
lás hefur þá verið talinn verndardýrlingur gríska setuliðsins,
einkum Væringja. Þetta er í samræmi við grísku helgisög-
urnar um hann, að hann lætur sér einkum annt um sjómenn
og hermenn, — enda er hann þann dag í dag einmitt sér-
staklega dýrkaður sem vemdardýrlingur sjómanna. En vemd-
ardýrlingur hermanna er hann orðinn fyrir hina frægu helgi-
sögu um hann, er hann vitrast í draumi Konstantín keisara
mikla og bjargar lífi þriggja herforingja, sem höfðu verið
dæmdir til dauða fyrir landráð, en vora saklausir.
Að St. Nikulás hefur verið sérstakur verndardýrlingur Vær-
ingja, sést lika á því, að seinasta Væringjakirkjan, sem menn
vita um í Miklagarði, var helguð honum og St. Augustín frá
Kantaraborg. Að enski dýrlingurinn er kominn með, er því
að kenna, að á síðustu tímum sveitarinnar, líklega frá því að
Latínumenn unnu Miklagarð 1204, voru nærri því eingöngu
Englendingar í Væringjaliði, og má sjá, að þeir hafa farið að
ganga í þjónustu Grikkjakeisara laust eftir að Vilhjálmur
bastarður vann England 1066, og ýmsir af þeim þá komizt
inn í lífvarðarsveitina. En norrænir og rússneskir Væringj-
ar, sem höfðu verið í Bár og snúið aftur til Rússlands, fluttu
1) Meisen, bls. 65.