Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 123
Skírnir
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
117
Þetta gæti veríð viðlag úr sagnadansi, enda virðist það
hafa lifað svo fram á 17. eða 18. öld.
Eigi allfáir spott- og flím-kviðlingar finnast í Sturlungu
— t. d. í Reykhólabrullaupinu (1,25), spott Hrafngilinga
um Kálf Guttormsson (I, 257) og vísa Miðfirðinga um Víð-
dæli og svar Víðdæla (I, 262) — er menn gætu hugsað sér,
að væru danzagefSir,1) en þeir virðast allir ortir undir göml-
um háttum (fornyrðislagi, runhendu, dróttkvæðu) nema
kviðlingur þessi frá 1221, einn af þeim mörgu dönsum, er
Breiðbælingar ortu um Loft biskupsson:
Loptr er í Eyjum
bítr lundabein,
Sæmundr er ó heiðum
ok etr berin ein.2)
En þessi kviðlingur er merkilegur fyrir það, að hann er
ortur undir sagnadansa-hætti, en sagnadansarnir koma ann-
ars ekki í ljós í handritum fyrr en á 16. öld. Verður af þessu
að álykta, að sagnadansar í einhverri mynd hafi verið til
frá því snemma á 12. öld — kannske frá því á 11. öld —.
Þessir sagnadansar munu hafa haft viðlag (sbr. vísu Þórðar
Andréssonar) og gengu undir nafninu danzar.
II.
Þó að bein lína liggi frá dansstefjum til sagnadansa, þá
komu aðrir arftakar dansstefjanna fyrr fram á sjónarsviðið. Það
voru rímurnar, en fyrsta ríma, sem geymzt hefur, er Ólafs
ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson, er var lögmaður norð-
an og vestan 1367—69. Ríman er varðveitt í Flateyjarbók.
(frá því um 1390) og gæti vel verið frá því um miðja öld-
ina. Ríman er söguljóð í 65 eríndum ferskeyttum. Þó að
Ólafs ríma sé ekki kennd við dansa á neinn hátt, þá eru
þess nóg dæmi í elztu rímum (t. d. Sörla rímumJ,3) og sýna
1) Sjá Viðauka I.
2) Sturlunga I, 284.
3) Sjá Viðauka II.
8