Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 76
Sigfús Blöndal
Skirnir
'7\
ist óðfluga út um alla Norður- og Vestur-Evrópu. Smám
saman verður Bár nú einn af helztu pílagrímastöðum í kristn-
um löndum.
Svo er að sjá, að Væringjar í Bár og afkomendur þeirra
hafi haldið áfram að dýrka St. Nikulás sérstaklega, og hafi
haldið við sinni gömlu Nikulásarkirkju, sem nú er sagt, að
sé „við höfnina“ (de lu portu), en það er sennilega sama
kirkjan, sem áður er talað um („supra portam veterem“ eða
„de Græcis“). Ýmsir halda, að það hafi verið Væringjar frá
Bár, sem hafi farið til Frakklands með norðmennskum eða
frönskum riddurum, eftir að Norðmenningar höfðu unnið
Bár, sem létu reisa pílagrímskirkju í Lorraine við Meurthe-
fljótið, ekki langt frá Nancy, og sú kirkja var svo kölluð St.
Nicolas du Port eftir hinni gömlu Nikulásarkirkju í Bár. Er
sagt, að þeir hafi haft með sér frá Bár lið úr einum fingri
dýrlingsins sem helgan dóm. Til stuðnings þessu benda menn
fyrst og fremst á nafn kirkjunnar, og líka á nafnið Varangue-
ville, sem er nafn fyrrverandi klausturs við Meurthe-fljótið,
hinumegin árinnar, beint á móti St. Nicolas du Port. En í
frönsku riti frá miðöldunum1) er sagt, að sá, sem mest hafi
gengizt fyrir því, að kirkjan var reist þarna, hafi verið ridd-
ari frá Lorraine að nafni Albert, og örnefnið „Port“ (höfn)
sé blátt áfram komið af því, að á þessum stað var einmitt
góð höfn og venjuleg lending fyrir skip, sem fóru um Meurthe-
fljótið. En enda þótt verði að telja það vafasamt, að Væringjar
hafi látið reisa kirkjuna, ber öllum saman um það, að upp-
runi kirkjunnar er Bár að þakka, og eins um hitt, að heil-
agur dómur af heinum dýrlingsins, sem nú er geymdur þar,
sé kominn frá Bár. Nú er í St. Nicolas du Port skrautleg
kirkja í gotneskum stíl, sem er aðalbækistöð Nikulásardýrk-
unarinnar í vesturhluta Norðurálfunnar. En annars má ætla,
að St. Nikulás hafi verið dýrkaður á Frakklandi áður en þessi
kirkja var reist, og mun ég síðar drepa nánar á það atriði.
1) Þetta er sagt, að hafi gerzt árið 1098, en kirkjan er reist nokkru
eftir 1101. Sjá Recueil des historiens des croisades; Historiens occidentaux,
V, 293, og Calmet, EListoire de Lorraine I, Nancy, 1728, dálk 1210 o. áfr.