Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 212
204
Ritfregnir
Skimir
Leikritin 1949. — Gunnar M. Magnúss: Þrjú leikrit, Isafoldarprent-
smiðja, og Hans Klaufi: Þrír gamanþættir, prentaðir sem handrit,
Snorraprent.
Prentuðu leikritin á árinu 1949 eru ekki fyrirferðarmikil. Sex einþátt-
ungar, þá er allt talið, og helmingurinn prentaður sem handrit og þess
vegna ekki á venjulegum hókamarkaði. Gamanþættir Hans Klaufa hafa
staðizt sína raun á leiksviði Bláu stjömunnar, og einþáttungum Gunnars
M. Magúss hefur verið útvarpað, og tjáir ekki um að fást héðan af, en
játa ber hreinskilnislega, að hvortveggja þrenningin er þó af skárri end-
anum, sem þessar stofnanir hafa upp á að bjóða af fmmsömdum drama-
tísku efni. Gunnar M. Magnúss skrifar lipurlega samtöl, stundum hnit-
miðuð og oftast svo, að þau einkenna nokkuð þær persónur, sem hann
hefur í takinu. En það er eins og slái út í fyrir honum, þegar dregur
að leiklausnum, eða hann setur ekki hina dramatísku hugsun nógu skýrt
fram. Maður kemur til prests og vill láta hann skíra barn Jesús. Prestur
færist undan af skiljanlegum ástæðum, en maðurinn situr við sinn keip,
drengnum verði borgið í veröldinni með því nafni. Þeir karpa um þetta
fram og aftur, og loks segir maðurinn dimmri röddu: „Á ég að hrekjast
vonlaus út í myrkrið og storminn?" — Og til áréttingar orðum sínum
segir hann presti bernskuminningu upp á hálfa blaðsíðu, án þess að séð
verði, hvað sú saga komi Jesú-nafninu við. En þetta hreif. Orðrétt: Séra
Leó (berst við sjálfan sig, lágt); „Nei, ég get ekki hrakið hann burtu.
Ég verð að taka til minna ráða. (Við Eilíf) — Já, Eilífur, — ég hef
sagt það, ég skil yður. Þér hafið ekki komið til min erindisleysu. — Ég
skíri barnið eftir mínu höfði og skal sjá um, að því verði borgið í ver-
öldinni." Eftir er bara að vita, hvort prestur skírir barnið t. d. Tómas og
tekur það í fóstur, eða hann firrir sjálfan sig fjárhagsábyrgð og manninn
áhyggjum með Jesú-nafninu, En kannske er þetta líka gamanleikur um
sniðuga aðferð til að koma börnum á framfæri presta? Sem sagt, hin
dramatíska hugsun er ekki ávallt sem skýrust.
Lárus Sigurbjörnsson.
Blaðamannabókin 1949, ritstjóri Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Bók-
fellsútgáfan, Reykjavik 1949.
Blaðamannabókin kemur nú út í fjórða sinn og flytur á sama hátt og
áður ritgerðir um hin og þessi efni eftir starfandi og fyrrverandi blaða-
menn. Er vandséð, hvar ritstjórinn dregur markalínuna, en helzt er svo
að sjá, að allir komist í blaðamannatölu, ef þeir á annað borð komast í
tæri við prentsvertuna. Póstmeistarinn okkar, Sigurður Baldvinsson, á
þarna grein, „Málaþvarg og fuglabjarg", annars nógu lipra og fjörlega
ritaða, en tvö árin, sem Sigurður var við „Austra“ á Seyðisfirði, eru
látin nægja til þess að telja Sigurð fyrrverandi blaðamann. Með þessu
móti getur Blaðamannabókin með tíð og tima orðið yfirgripsmikið safn
ritgerða um öll hugsanleg viðfangsefni, en að dæma eftir fjórum út-