Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 141
Skímir
Alþýðukveðkapur frá miðöldum
135
fari af veizlunni, en Þorgils getur ekki leyft það, því að Ólafur var
sekur maður nema undir hans hendi.
„Þá stígr Þórðr undan borði ok blés við mæðiliga, en mælti ekki.
Þá var þetta kveðit:
Œsti upp ór brjósti Dróttkvætt
átfang of dag langan
brynju bersa niðja
billings hviðu illa.
Allr tók sér, þás særir
setrlinna blés, — innan
þjóð óx þefr í búðum, —
þingheimr of nef fingrum.
Ekki er þess getit, at Þórðr andæfði þessarri vísu, ok gengr hann . ..
brott. En þá er Þórðr gekk út, var þetta kveðit af einhverjum:
Goðinn repti svá, Runhenda
es gengumsk hjá, = Kaupmanna kvæði
— stóð á hnakka hý, — = stafhent
hverr maðr kvað fý.“
Þessi síðasti kviðlingur er einkum stórmerkilegur, vegna þess, að í hon-
um mætast bæði fom mnhenda frá dögum Egils, sagnadansa-hátturinn,
sem er á Kaupmanna kvœSi og Sonar harmi, og rimnahétturinn stafhent.
Runhendu-rím af sömu tegund virðist og hafa verið mjög tíðkað í lat-
neskum hymnum, — og þá sennilega líka í veraldlegum latneskum ljóð-
um — fram á 12. öld, en um 1200 fer skipti-rimið að ryðja sér til rúms.
Mér virðist þvi ekki ósennilegt, að fyrstu frönsku sagnadansamir hafi
haft þetta rímform og að það hafi verið notað á Norðurlöndum og Is-
landi á 12. öld í dönsunum. Yrðu þá Kaupmanna kvœSi og Sonar harm-
ur leifar af gömlu stigi dansa.
Loptr er í Eyjum er tvímælalaust ferskeytla, og GoSinn repti svá er
annaðhvort ferskeytla eða helmingur af átta vísuorða mnhendu, eins og
Rymr í barka er helmingur af fomyrðislagi og HvaSan kennir þef þenna
fjórðungur af dróttkvæðri vísu. Nú vom frönsku dansamir annaðhvort
tvö vísuorð eða fjögur, og mér er grunur á, að þeir hafi haft sín áhrif
hér á að stýfa hina innlendu hætti, þegar hinir innlendu hættir voru
notaðir i spotti og flmitan eins og dansamir virðast hafa verið.
Á sama hátt hygg eg, að útlendir hymna-hættir hafi haft sín áhrif
á innlenda helgikvæðahætti á 14. og 15. öld.
Þanmg em nokkrar stökur í fjórðu málfræðiritgerð Snorra Eddu
undir ferskeyttum mnhendum hætti (alveg eins og GoSinn repti svá),
og á fimmtándu og sextándu öld fara menn að skipta hrynhendum hætti,
sem að réttu lagi hefur tvo fjögra-línu helminga, í tvennt, svo að visan
verður fjórar linur í stað átta.
9*