Bændablaðið - 05.06.2014, Side 25

Bændablaðið - 05.06.2014, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Landlæknir mælir áfram með að skipta út mettaðri fitu fyrir fjölómettaða fitu Bændablaðið sendi Embætti landlæknis nokkrar spurningar um þessi mál þann 26. maí síðastliðinn. Svar barst frá embættinu mánudaginn 2. júní síðastliðinn og var það undirritað af Hólmfríði Þorgeirsdóttur og Elvu Gísladóttur verkefnisstjórum næringar hjá Embætti landlæknis. Í fyrsta lagi var spurt um afstöðu embættisins til rannsókna Keys sem hafi verið grundvöllur lýðheilsustefnu um allan heim. Í svari embættisins er vísað í nýlega grein á heimasíðu embættisins: þar er í fyrirsögn áfram mælt með að að skipta út hluta af mettaðri fitu fyrir ómettaða fitu. Þar kemur einnig fram að nýja rannsóknin hafi líka fengið mikla gagnrýni og í kjölfarið hafi villur verið leiðréttar. Einnig er vísað í grein á vefsíðu embættisins þann 23. janúar 2014, þar sem lagt er til að haldið verði þeim góða árangri sem náðst hafi í mataræði þjóðarinnar. Þá var spurt: –Hefur læknismenntun undan- farna áratugi hér og landi og víðar haft niðurstöður rannsókna Keys að leiðarljósi hvað varðar að tengsl séu á milli fituneyslu og hjartasjúkdóma? Ef svo er, munu þessi tíðindi hafa einhver áhrif á læknisfræðikennsluna? „Kennsla háskólanema í læknisfræði er á ábyrgð kennara á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, en ekki Embættis landlæknis,“ segir í svari embættisins. –Hafa viðtekin lýðheilsumarkmið um minni neyslu á fitu mögulega leitt til skaðlegri neyslu á öðrum orkugjöfum eins og til dæmis sykri? „Varðandi breytingar í neyslu- mynstri þá sýnir meðfylgjandi tafla (hér að ofan) yfirlit yfir breytingar í hlutfalli orkuefna (%E) miðað við ráðleggingar frá árinu 1990-2011, tölur byggðar á landskönnun á mataræði fullorðinna. Eins og sést á töflunni þá jókst viðbættur sykur úr 8% orkunnar 1990 í 10% orkunnar 2002. Stærsti hluti viðbætta sykursins 2002 kom úr sykruðum gos- og svaladrykkjum og sælgæti. Hlutfall viðbætts sykurs af orkunni lækkaði síðan aftur í 9% árið 2010-2011." Ráðleggingar embættisins í endurskoðun – Eru uppi einhver áform um að endurskoða lýðheilsumarkmið hér á landi í ljósi þessara tíðinda? „Ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði og næringarefni eru í endurskoðun. Þær byggja að stórum hluta á nýjum norrænum næringarráðleggingum sem kynntar voru í október sl. (NNR 5), öðrum rannsóknum á sambandi næringar og heilsu og niðurstöðum kannana á mataræði Íslendinga, bæði barna og fullorðinna. Í NNR 5 er lögð áhersla á mataræðið í heildina frekar en einstök næringarefni. Mælt er með mataræði sem einkennist af mat úr jurtaríkinu, sem er trefjaríkur frá náttúrunnar hendi, til dæmis dökkgrænu blaðgrænmeti, káli, lauk, baunum og ertum, rótargrænmeti, ávöxtum og berjum, hnetum og heilkornavörum, ásamt fiski og fituminni mjólkur- og kjötvörum en takmarkaðri neyslu á unnum kjötvörum, sykri, salti og áfengi. Lögð er áhersla á gæði fitu og kolvetna frekar en heildarmagn. Mælt er með að skipta út hluta af mettaðri fitu fyrir ómettaðar fitusýrur (bæði fjölómettaðar og einómettaðar) en þannig má minnka áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta má gera með því að takmarka neyslu á kexi, kökum, sælgæti og snakki, skipta út feitum kjöt- og mjólkurvörum fyrir fituminni vörur og nota olíur í staðinn fyrir smjörlíki og smjör,“ segir að lokum í svari Embættis landlæknis. /HKr. Æðarbændur Erum byrjuð að taka á móti og hreinsa dún. Greiðum flutningskostnað fyrir allan dún hvaðan sem er af landinu sem berst til okkar land- eða sjóveg í hreinsun og sölu. Gerum upp strax að hreinsun lokinni. Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is ÍSLENSKUR ÆÐARDÚNN Dúnhreinsun Nesvegi 13 Stykkishólmi Sölumenn okkar eru sammála um að þetta sé skemmtilegasta ámoksturstækjavél sem þeir hafa prófað. Komið og reynsluakið þessum einstaka traktor hjá okkur á Krókhálsi 16 í Reykjavík eða á Lónsbakka á Akureyri. 99 ha, 4 lítra, 4 strokka Deutz mótor með forþjöppu og millikæli Stiglaus skipting frá SDF - engir gírar, aldrei að kúpla Skriðstillir (Cruise Control) Kúplingsfrír vendigír með stillanlegu átaki. Rúmgott 4 pósta hús með topplúgu. Loftpúða fjöðrun á ökumannssæti Farþegasæti 93 lítra vökvadæla og sér dæla fyrir stýri 3 tvöföld vökvaúrtök (6 stútar), rafstýrð Vegna sterkara gengis og hagstæðra samninga getum við nú boðið Detuz Fahr Agrofarm 420 á afar hagstæðu verði. Þ Ó R H F | R e y k j a v í k : K r ó k h á l s i 1 6 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | A k u r e y r i : L ó n s b a k k a | S í m i 5 6 8 - 1 5 5 5 | w w w. t h o r. i s Deutz Fahr Agrofarm 420 TTV með STOLL FZ-10 ámoksturstækjum - Ein þægilegasta tækjavél sem völ er á. DEUTZ-FAHR Agrofarm 420 TTV Útskjótanlegur dráttarkrókur 5.300 kg. lyftigeta á þrítengi. Rafstýrt beisli. 100% driflæsing að framan og aftan. ASM drifstýring, slær út driflæsingu og 4WD við ákv. hraða og beygju 3 hraða aflúrtak 540/540E/1000 Sjálfvirkt aflúrtak, slekkur á sér þegar beisli er lyft Michelin flotdekk, 480/65R24 að framan, 540/65R34 að aftan. STOLL FZ10 ámoksturstæki, með servo stýringu, 3. sviði og dempun ÞÓR HF

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.