Bændablaðið - 05.06.2014, Side 27

Bændablaðið - 05.06.2014, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 hafi legið beinast við að tengja sig íslenska Hjalta lækni. Hjalti hafði síðan samband við mig og Boga bróður sinn sem spurði okkur hvort við gætum tekið á móti þessum bandarísku strákum og sýnt þeim eitthvað skemmtilegt. Nú, við gerðum það en þeir komu hingað 2011. Þá vildu þeir endilega setja upp litla beikonhátíð og gefa fólki smá beikon á Skólavörðustígnum,“ segir Benedikt. Í upphafi þótti mönnum hugmyndin galin Hann segir að í upphafi hafi honum fundist hugmyndin hálf galin. Hann hafi þó farið af stað og talað við veitingamann og spurt hvort hann mætti fá staðinn lánaðan til að halda beikonhátíð. Viðkomandi þótti þetta svo fáránleg hugmynd að honum þótti ekki einu sinni taka því að svara Benedikt. „Það var bara horft á mig eins og ég væri snarruglaður.“ Hjólin fóru að snúast „Við töluðum í framhaldinu við Björn Ófeigsson vin okkar og spurðum hann hvort hann gæti reddað þessu máli. Bogi bróðir Hjalta hjartalæknis er lögfræðingur og var að vinna fyrir Bjössa Ófeigs. Björn hringdi þá í bróður sinn sem er gullsmiður á Skólavörðustíg og spurði hvort hann gæti hjálpað okkur. Hann sagði; ekkert mál, komið þið bara og ég skal tala við Jóa í Ostabúðinni. Jói hringdi svo í einhvern hjá kjötvinnslunni Ali og það fyrirtæki gaf um 50 til 60 kíló af beikoni í þetta dæmi. Þannig varð fyrsta Beikonhátíðin á Íslandi til, en henni var í raun hent upp með tveggja tíma fyrirvara. Þarna flykktust að 300 til 400 manns og varð úr þessu mjög skemmtileg stemming,“ segir Benedikt. Eins og týndir bræður að koma í heimsókn „Það varð strax ljóst að við félagarnir smellpössuðum við þankagang þessara bandarísku stráka og það var eins og týndir bræður okkar væru að koma í heimsókn. Þá þegar var ákveðið að þeir kæmu aftur og að við myndum gera þetta almennilega. Það var gert árið 2012 og á þá hátíð mættu um 10 þúsund manns. Þá kom fyrirtækið Ali inn í þetta með okkar og einnig bjórverksmiðjan Viking. Síðan var ákveðið að við færum í heimsókn til þeirra í febrúar 2013 til að kynna okkur hvernig þeir framkvæmdu sína beikonhátíð og við gætum þá eitthvað lært af þeim í leiðinni.“ „From the land of fire, ice and bacon“ „Á hverri einustu beikonhátíð í Iowa er alltaf eitthvert þema. Þegar við fórum var þemað með yfirskriftinni Iceland og með undirtitlinum „From the land of fire, ice and bacon“. Hátíðin var haldin í tveimur stórum sýningarhöllum og hét önnur þeirra Iceland. Um 15 þúsund mans komu á þessa hátíð, segir Benedikt. Sigfús segir að úr þessu hafi orðið heljarmikil landkynning. „Við fórum út með 4.000 bjórflöskur og íslenskt vatn var opinbert drykkjarvatn hátíðarinnar. Þá vorum við með helling af bæklingum frá Íslandsstofu, 500 kg af þorski og íslenska fána úti um allt. Við vorum líka á leiðinni út með eitt tonn af íslensku beikoni sem við höfðum fengið undanþágu frá Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, til að flytja inn í Bandaríkin. Sú undanþága fékkst í gegnum persónuleg tengsl strákanna við ráðherrann sem þeir þekktu frá því hann var ríkisstjóri í Iowa. Systir mömmu eins piltanna var fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Vilsack. Þessu var því snarlega reddað í gegnum kunningsskap rétt eins og við þekkjum hér heima,“ segir Sigfús. Stoppað af íslenskri stofnun Benedikt segir að það hafi því komið grænt ljós í Bandaríkjunum á beikoninnflutninginn frá Íslandi en útflutningurinn hafi hins vegar verið stoppaður af íslenskri stofnun sem hafði með þessi mál að gera. „Það var bara þannig en Bandaríkjamennirnir bíða enn eftir íslensku beikoni og sá útflutningur bíður betri tíma. Við höfðum allavega stóra sýningarhöll, um 5.000 fermetra, út af fyrir okkur, sem var stútfull af fólki allan tímann. Þarna vorum við að gefa beikonvafinn íslenskan saltfisk, hákarl, brennivín, bjór og íslenskt vatn. Þarna var líka tónleikasvið þar sem hljómsveitir gátu spilað, en við vorum með íslenska tónlist af diskum í um þrjá tíma og á tveim risaskjáum rúlluðu stanslaus myndir af íslenskri náttúru. Fólk stóð bara agndofa og horfði á myndirnar.“ Mikilvæg landkynning Sigfús segir að ekki megi vanmeta mikilvægi þessarar kynningar sem öll hafi farið fram á léttu nótunum. Iowa sé stærsta svínaræktarhérað Bandaríkjanna með um 20 milljónir dýra og þrjár milljónir íbúa. Á hverju ári sé haldin þessi veglega uppskeruhátíð í lok janúar eða febrúar sem sé jafnframt mikil gleðihátíð, ekki ólíkt þjóðhátíð í Eyjum. „Fréttir frá þessari hátíð náðu inn í þátt hjá Anderson Cooper á CNN. Þar sáust íslenskir beikonbræður á lopapeysunum í gleðinni,“ segir Sigfús. „Það var því mikil innspýting fyrir okkur eftir þessa ferð að setja upp stóra hátíð með svipuðu sniði hér heima. Það gerðum við um haustið og hingað komu líka bandarísku strákarnir. Bjartsýnustu menn í okkar hópi fóru þá að tala um að við ættum að geta náð 30 þúsund manns, en flestum fannst það þó fjarstæðukennt. Menn eins og Bennsi, Jói í Ostabúðinni og fleiri stóðu samt fast á því að þetta væri hægt. Niðurstaðan í talningu lögreglunnar var að á Skólavörðustíginn og nálægar götur hafi komið þennan dag á milli 30 til 40 þúsund manns. Við höfum lært mikið af Bandaríkjamönnunum og frá þeim er þetta sprottið. Við höfum allan tímann haft við þá stöðug samskipti og við fórum aftur út á þeirra hátíð nú í janúar. Nú vildu þeir þakka fyrir það sem við gerðum á síðasta ári og viðhalda tengslunum.“ Hefur skapað áhugaverð pólitísk tengsl Bandaríkjanna og Íslands Það voru þó ekki bara góð viðbrögð landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna sem yljaði beikonbræðrum um hjartarætur, heldur fór Terry Barnstad, ríkisstjóri Iowa, óumbeðið til höfuðborgarinnar Washington á fund Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra Íslands í september 2013. Fór hann til að þakka sérstaklega fyrir þessi beikonsamskipti þjóðanna og aðkomu Beikonbræðralagsins að hátíðinni í Bandaríkjunum. Terry Barnstad ríkisstjóri, er að hluta norskrar ættar og er ekki vitað til að bandarískur ríkisstjóri hafi áður af eigin frumkvæði óskað eftir fundi í sendiráðinu. Þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson farið til Iowa til að halda ræðu á World Food Price ráðstefnu sem þar var haldin og þar átti hann líka fund með Beikonbræðralaginu í október 2013. Þar var rætt um beikonsamskipti þjóðanna og í framhaldinu hittust forsetinn og ríkisstjórinn og ræddu um ýmis mál eins og nýtingu jarðhita. Þá hefur verið rætt um það í Iowa að fara með sérstaka sendinefnd til Íslands. „Þetta er allt með hálfgerðum ólíkindum og hefur opnað heilmargar dyr fyrir okkur Íslendinga,“ segir Benedikt. Gáfu hjartadeild Landspítala hjartasírita Með Beikonbræðralaginu og fjölskyldum þeirra stóðu fjölmörg fyrirtæki að hátíðinni í fyrra. Hótel Holt, Þrír Frakkar, Snaps, Sjávargrillið, Kolabrautin, Roadhouse, Sakebarinn og Domino's melduðu sig til liðs við Beikonbræðralagið og fengu þá hráefnið til sín endurgjaldslaust og bjuggu til mismunandi smárétti. Síðan gat fólk keypt matarmiða sem var ávísun á einn skammt og gengið á milli staða. Allur ágóðinn fór í að kaupa tvo þráðlausa hjartasírita sem færðir voru hjartadeild Landsspítalans að gjöf. Á fyrirhugaðri beikonhátíð þann 16. ágúst verður svipaður háttur hafður á, nema að umfangið verður líklega talsvert meira að sögn Benedikts. Getum breytt þessu í allsherjar matarhátíð „Eftir að hafa haldið hátíðina þrisvar sjáum við hvernig þetta er að þróast. Við sjáum því möguleikana á að leiða þessa hugmynd miklu lengra. Við getum breytt þessu í allsherjar matarhátíð og það ætlum við að gera. Þar verður öllum landbúnaðarafurðum gert hátt undir höfði. Niður við höfnina getur sjávarútvegurinn svo komið inn í þetta líka.“ Þeir félagar eru sannfærður um að þarna sé hægt að búa til hátíð sem geti orðið meiriháttar kynning fyrir íslenskar matvörur bæði fyrir Íslendinga og ekki síður þá erlendu ferðamenn sem hér eru á þessum tíma. Möguleikarnir séu endalausir. „Í fyrra gat fólk fengið 60–80 gramma skammta frá sumum af bestu veitingastöðum landsins. Gæðin á matnum voru algjörlega í meistaradeildarklassa,“ bendir Sigfús á. „Það sem við erum að gera er ekki óábyrgt, við viljum gera þetta svo sómi sé að, en í því er samt mikið sprell og vitleysisgangur sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ segir Sigfús. „Beikoni fylgir svo mikil gleði og við erum boðnir og búnir til að vinna með íslenskum bændum og við viljum veg þeirra sem mestan. Við viljum fá alla svínabændur, nautgripabændur, mjólkurbændur, hænsnabændur, grænmetisbændur og aðra á þessa hátíð. Við viljum að þeir komi til Reykjavíkur, taki þátt og kynni sér þetta fyrirbæri sem beikonhátíðin er. Þeir hafa enga afsökun fyrir að koma ekki. Heyskapurinn er búinn á þessum tíma, ekki er byrjað að smala og það er ekki gild afsökun að segjast vera upptekinn við að sóla sig á Benidorm. Það eina sem við biðjum um er að fólk sé skemmtilegt, kunni að skemmta sér og öðrum, og okkur þætti mjög vænt um ef fólk mætti í lopapeysu sem er einkennisfatnaður Beikonbræðalagsins.“ /HKr. Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, gaf beikonbræðra- laginu umyrðalaust undanþágu fyrir lét þennan kall hins vegar ekki komast upp með neitt múður. Það færi sko ekki gramm af íslensku beikoni til Bandaríkjanna. Terry Barnstad, ríkisstjóri í Iowa, gerði sér sérstaka ferð á fund Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, til að þakka fyrir beikonsamskipti þjóðanna og aðkomu Beikonbræðralagsins að hátíðinni í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn á beikonhátíðinni á Íslandi 2013, talið frá vinstri: Brooks Reynolds, Bradley Stillwell (frá sendiráði Bandaríkjanna), John Tiffany, lukkudýrið Óðinn, Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Marshall Porter. Mynd / Beikonbræðralagið. Þrjár driffjaðrir í Beikonbræðralaginu. Talið frá vinstri; Sigfús Ólafsson, Benedikt Ingi Tómasson og Árni Georgsson. Beikonhátíðin snýst ekki bara um beikon, heldur víðtæka matarupplifun.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.