Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Hver borgar forvarnir? Ef notaður er veraldarvefurinn til leitar á forvörnum hjá bændasamfélögum erlendis kemur í ljós að alls staðar kemur meginþungi forvarna frá heilbrigðisyfirvöldum en ekki frá viðkomandi bænda- samtökum. Í flestum tilfellum kemur fjármagnið og vinnan frá ráðuneytum sem tilheyra heilbrigðismálum. Í síðustu forvarnaskrifum var talað um samtök ungra bænda í Englandi og skoðanakönnun á vegum heilbrigðisyfirvalda þar sem kosta megnið af forvörnum í Englandi. Í norðanverðum Bandaríkjunum og Kanada er mikil áhersla lögð á að fræða börn. Börnin koma síðan skilaboðunum inn á heimilin stolt af því sem þau lærðu í skólanum og á leikskólanum. Kennsluefni sem skilar árangri National Children´s Center var stofnað fyrir um fimmtán árum og var ætlað að leggja ofuráherslu á að fækka slysum barna í landbúnaði. Stofnunin tekur saman öll slys (stór og smá) og gefur út á tveggja ára fresti tvö A4-blöð sem eru kennsluefni fyrir börn í dreifbýli á aldrinum 4-10 ára. Börnin eru látin læra þessar tölulegu staðreyndir og taka próf, fá síðan viðurkenningarskjal að námi loknu. Frá 1998 þegar þetta var gert fyrst hefur öllum slysum í landbúnaði fækkað (ekki bara börnum, fullorðnum líka). 37.774 slys voru í bandarískum landbúnaði árið 1998, þá slösuðust að jafnaði 16,6 af hverjum 1.000 sem störfuðu við landbúnað, en 2012 voru slysin komin niður í 13.996. Árangurinn 2012 var kominn niður í 6,4 slasaða af hverjum 1.000. Þessa miklu fækkun slysa má mikið til þakka þeim áróðri sem National Children´s Center hefur náð í gegn um fræðslu frá leikskólum og barnaskólum. Hægt er að tengjast National Children´s Center á vefsíðunni www.nagcat.org en þar er mikinn fróðleik um ýmsar forvarnir í landbúnaði að finna. Hugmyndafræðin frá baráttunni um notkun öryggisbelta Á áttunda og níunda tug síðustu aldar gekk mjög illa að fá Bandaríkjamenn sem voru komnir á og yfir miðjan aldur til að nota öryggisbelti við akstur bíla. Það var ekki fyrr en að búið var að fræða börn á nokkrum leikskólum um hversu hættulegt væri að ferðast um í bílum án öryggisbelta að aðferðafræðin datt fyrir þá. Börnunum var kennt nógu snemma hvar hætturnar væru og þau komu skilaboðunum með sinni ákveðnu áherslum. Það var einfaldlega ekki annað hægt annað en að hlýða börnunum svo að pabbi, mamma, afi og amma voru farin að spenna beltin vegna áróðurs barnanna. Þessi hugmynd var síðan þróuð út í að börnin sem læra um hætturnar í landbúnaði kæmu heim með fróðleikinn og deildu honum þar. Auðvelt að heimfæra þetta upp á Ísland Föstudaginn 30. maí var sláandi forsíðufrétt í Fréttablaðinu um hvað Íslendingar verja litlu til forvarna. Sagði þar orðrétt: „Mælikvarðar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sýna að fórnarkostnaður vegna lífsstílssjúkdóma á Íslandi er ógnarhár.“ Eitthvað hefur heilbrigðisráðherra Kristján Þór skammast sín því að daginn eftir í hádegisfréttum Bylgjunnar var haft eftir honum loforð um að bæta við fjármagni til forvarna. Auðvelt ætti að vera fyrir björgunarsveitir landsins í samstarfi við ríki að fara í alla grunnskóla landsins með grunnnámskeið í slysavörnum og skyndihjálp. Það ætti að vera auðvelt að útbúa stutt námsefni um hinar ýmsu hættur sem eru jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Eitt er öruggt; að miðað við það sem ég hef skoðað á veraldarvefnum um öryggi, heilsu og forvarnar í erlendum landbúnaði væri hægt að gefa Íslandi 0,1 í einkunn þegar aðrar þjóðir eru með einkunnina á bilinu 6,0 til 8,0. liklegur@internet.is Hjörtur L. JónssonÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Er bogveiði möguleg á Íslandi? Margir hafa velt því fyrir sér hvort Ísland henti fyrir bogveiðar. Í Kanada, Alaska, Grænlandi og víðar eru aðstæður svipaðar og hér heima og ætti því ekki að vera síður hægt að veiða með boga hér en þar, en eins og staðan er á Íslandi í dag er óheimilt að nota boga og ör við veiðar. Mælt með að stofnaður verði starfshópur Á Íslandi er ekki til opinber skoðun á bogveiðum, þar sem ekki hefur farið fram úttekt á þessu málefni hjá yfirvöldum. Bogveiðifélag Íslands óskaði eftir því við umhverfisráðherra 2011 að gerð yrði úttekt á málinu. Umhverfisstofnun var falið að sjá um það, umsögn UST var mjög jákvæð en þar var lagt til að stofnaður yrði starfshópur sem færi yfir málið. Í skýrslu nefndar um endurskoðun á veiðilöggjöfinni er það einnig lagt til. Þrátt fyrir það þá hafa yfirvöld ekki séð sér fært að stofna starfshóp og enn er lítið um svör og ferlið gengið frekar hægt fyrir sig og hefur það helst strandað á ákveðinni gerð af örvaoddum til æfinga og veiða. Ljóst er að oddarnir skipta ekki máli með stofnun á starfshópi, þeir skipta aðeins máli ef prufuveiðar yrðu leyfðar og til æfinga. Mismunun Yfirvöld túlka núverandi vopnalöggjöf þannig að ekki sé heimilt að flytja inn, ákveðna gerð af örvaroddum sem notaðir eru til æfingar/keppni í vissum greinum bogfimi og við veiðar erlendis. Í grunninn þá eru allir örvaroddar æfingaroddar. Samkvæmt lögum er talað um odda til æfingar og keppni og er tilgangurinn ekki annar en að æfa og keppa þar sem veiðar eru ekki leyfðar. Það er hins vegar heimilt að flytja inn stærri riffla en löglegir eru hér, með undanþágu til að veiða erlendis og æfinga á skotsvæðum á Íslandi, með öllum tegundum skotfæra, en ekki má flytja inn þessa tilteknu örvarodda til æfinga og veiða erlendis á sömu forsendum. Þarna er um augljósa mismunun á milli þess hvaða verkfæri menn kjósa til veiða erlendis. Að geta æft með þeim verkfærum sem nota skal við veiðar er grunn forsenda þess að hægt sé að fella veiðidýr hratt og örugglega. Rannsóknir og fleira Í Danmörku hafa farið fram rannsóknir á bogveiði síðan 1999 af hálfu danskra yfirvalda og eru enn í gangi sem sýnir að við veiðar með nútíma bogum og örvaoddum er hlutfall særðra dýra jafn mikið, og ef eitthvað er lægra en við skotveiðar. Bogi og ör er í dag leyfilegt veiðitæki til jafns við skotvopn samkvæmt Evrópusambandinu og er tilgreint sem slíkt í European Charter on Hunting and Biodiversity. Í þeim löndum þar sem leyft er að veiða með boga þarf veiðimaður að hafa lokið IBEP-námskeiði, sem er alþjóðlegt námskeið fyrir bogveiðimenn sem er haldið af landssamtökum bogveiðimanna í hverju landi fyrir sig. Bogveiði er nú leyfð rétt við túnfótinn Á Grænlandi voru bogveiðar leyfðar á sauðnaut árið 2012 og á hreindýr árið 2013, en auk þess víðar á Norðurlöndunum. Öll þau leyfi sem hafa boðist fyrir bogveiði hafa selst upp og er mikil eftirspurn. Heyrst hefur að erlendir veiðimenn á leið til Íslands séu að spyrja hvort bogveiði sé leyfð á Íslandi og vilji nota boga og ör við veiðar. Veiðistjórnunartæki Sveitarfélög og borgir í Evrópu eru farnar nota boga og ör sem veiðistjórnunartæki þar sem að notkun skotvopna er yfirleitt óheimil í þéttbýli. Ekki þarf að horfa út fyrir landsteinanna þar sem þessi veiðiaðferð gæti hentað, t.d. í Reykjavík en þar er nú að fara í gang verkefni til að stemma stigu við fjölgun á kanínum. Umhverfisvænt, lítil truflun á dýraríki Ekki er hægt að líkja saman veiðum með boga og skotvopnum sem sagt með tilliti til afls skotfæra og lengd færis þar sem þetta er sitthvor hluturinn í notkun og ákomu en skotveiðimenn hafa haft þá tilhneigingu að bera saman hraða á veiðiör og veiðikúlu og ályktað út frá því. Svipað og með stangveiðimanninn Það er von Bogveiðifélag Íslands að yfirvöld sjái sér fært að skoða þessi mál sem fyrst sem og að íslenskum veiðimönnum verði gert kleift að stunda bogveiðar erlendis jafnt á við skotveiðimenn, einnig í ljósi þess að um 95% bogveiðimanna byrja sem skotveiðimenn en færa sig svo yfir í bogveiðina. Hægt væri að líkja þessu við stangveiðimanninn sem byrjar á maðki eða spún en færir sig svo í fluguveiðina. Indriði R. Grétarsson Formaður Bogveiðifélag Íslands.. http://bogveidi.net/ Indriði R. Grétarsson, formaður Bogveiðifélags Íslands. Í þeim löndum þar sem leyft er að veiða með boga þarf veiðimaður að hafa lokið IBEP-námskeiði, sem er alþjóðlegt námskeið fyrir bogveiðimenn sem er haldið af landssamtökum bogveiðimanna í hverju landi fyrir sig. Lesendabás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.