Bændablaðið - 05.06.2014, Page 45

Bændablaðið - 05.06.2014, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Sérstakt áhugasvið dr. Jóhannesar Kára Kristinssonar, augnlæknis og sérfræðings í laser-aðgerðum, er þau óþægindi sem fólk hefur hér á landi út af þurrum augum og hvarmabólgu. Telur hann að orsökina geti m.a. verið að finna í útstreymi brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið frá hverasvæðum. Út af þessum vanda hefur hann stofnað þurraugnaþjónustu hjá Augljós og fyrirhugaðar eru sérstakar rannsóknir á þeim vanda. „Þarna er um algerlega vanrækta sjúkdóma að ræða í íslensku þjóðfélagi,“ segir Jóhannes. „Ég finn að úti í þjóðfélaginu er mjög margt fólk sem gengið hefur í fjölda ára með þurr augu og hvarmabólgu án þess að fá úrlausn sinna mála.“ Hann segir að til að bæta líðan fólks með þurr augu hafi menn notað gervitár sem á síðustu tíu árum hafi þróast mjög og séu nú til í talsverðu úrvali. Bendir hann á að svo furðulegt sem það kunni að vera viti menn í dag allt um Kárahnjúka en nánast ekkert um þurr augu og hvarmabólgu sem hrjái um 20-30% landsmanna. Hvarmabólgan mjög skæð „Hvarmabólgan er mjög skæð hér á landi og mig grunar að það sé eitthvað sérstakt við Ísland og loftslagið hér sem veldur því að fólk er oft með sviða í augu og slæma hvarmabólgu. Það er til dæmis ekki einleikið að fólk sem þjáist af ertingu í augum og hvarmabólgu, líður mun betur þegar það fer erlendis, svo maður tali ekki um til sólarlanda. Ég held að sundlaugarnar hér á landi séu partur af þessum vanda og líka hversu mikið er af dísúlfíðsamböndum í loftinu í kringum okkur. Þar er með öðrum orðum um að ræða brennisteinsvetni sem kemur frá okkar heitu hverum. Það er ertandi fyrir augun og sérstaklega fyrir fólk með hvarmabólgu. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða betur, því þar gæti verið að finna skýringuna á því hvers vegna þetta er svona mikið vandamál á Íslandi.“ Jóhannes segir mjög erfitt að mæla og meta orsakir sviða í augum. Þá varði þetta líka menningarlegt uppeldi því Íslendingar séu ekki mikið að kvarta yfir sviða í augum þó hann sé óþægilegur. „Það sem ég hef þó orðið var við er að einstaklingur með slík einkenni verður einkennalaus þegar hann fer úr landi. Þegar komið er til baka hefst síðan aftur sviði í augum og hvarmabólgueinkenni. Hugsanlega mætti skoða ákveðin landsvæði með þetta í huga og bera saman þessi einkenni á landsvæðum þar sem lítið dísúlfít er í lofti við svæði þar sem meira mælist af því. Það má hugsanlega líka sjá þetta í sölu á gervitárum og öðru á mismunandi stöðum á landinu. Slík athugun hefur þó aldrei farið fram, en nú stendur til að skoða þetta betur.“ Kennir fólki að tileinka sér ókeypis meðferð Eins og flestir vita sem kynnst hafa hvarmabólgu hafa læknar oftar en ekki vísað fólki á sýklalyf til að bæta úr ástandinu. Jóhannes segir slíkt þó vera ranga nálgun á vandamálinu. Sýklalyfin minnki aðeins bakteríur á hvörmunum tímabundið en þær komi fljótt aftur þar sem veröldin sem við lifum í sé full af bakteríum. „Það er merkilegt hversu fáir hér á landi kunna meðferð við hvarmabólgu miðað við það sem ég kynntist þegar ég var við nám í Bandaríkjunum. Ég hef stundum sagt í gríni við sjúklinga að það versta við meðferðina sé að hún er ókeypis því fólk getur framkvæmt hana sjálft. Það þarf þó mikla þolinmæði við þetta, sem Íslendingar hafa gjarnan ekkert of mikið af. Þvottapoki og sápa er málið Málið er að fólk þarf aðeins að taka þvottapoka og bleyta hann í vel heitu vatni og leggja pokann yfir augun í svona eina mínútu. Síðan eru settir einn til tveir dropar af t.d. Neutral barnasjampói í þvottapokann og augnhvarmarnir þrifnir með því einu sinni eða tvisvar. Ef fólk gerir þetta einu sinni á dag er þar um að ræða magnaða meðferð við hvarmabólgu. Með því að beita þessari aðferð reglulega drepum við bakteríurnar sem valda hvarmabólgunni. Þetta er aðferð sem þjóðin þarf einfaldlega að tileinka sér, líkt og þegar tannlæknar fengu okkur til að bursta tennurnar á hverju kvöldi.“ Jóhannes segir hvarmabólgu vera mjög algenga hér á landi. Viðvarandi hvarmabólga valdi því að augnlokin þykkni og augnhárin geti farið að vaxa inn á við, sem geti verið mjög slæmt fyrir augun. /HKr. Þurr augu og hvarmabólga er sérstakt vandamál á Íslandi – Dr. Jóhannes Kári Kristinsson telur líklegt að brennisteinsvetni í lofti geti verið orsök Mynd / HKr DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur heitt vatn > sparneytin · Stórt op > auðvelt að hlaða · Þvotta og orkuklassi A · Engin kol í mótor 12 kg Þvottavél Amerísk gæðavara Hýsi - Merkúr hf. / Völuteigi 7 / 270 Mosfellsbær / Sími 534 6050 / hysi@hysi.is / www.hysi.is SAMLOKUEININGAR FYRIR ÞAK OG VEGGI • Áfellur og skrúfur • Betra verð en þú heldur...... • Nánar á www.hysi.is New Holland TS125A Árg. 2005. Með Alö tækjum og nýjum framdekkjum. Verð: kr. 4.850.000,- án vsk. New Holland TS110A Árg. 2005. Með Alö tækjum og nýjum framdekkjum. Verð: kr. 5.290.000,- án vsk. New Holland 7635 Árg. 1998. Með Alö tækjum. Verð: kr. 2.590.000,- án vsk. McCormick C105 Max Árg. 2006. Verð: kr. 3.490.000,- án vsk. Zetor 7211 Árg. 1985. Verð: kr. 390.000,- án vsk. Til sölu notaðar vélar Dalvegur 6-8 / 201 Kópavogur Draupnisgata 6 / 603 Akureyri Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is New Holland TS100 Árg. 1999. Með Stoll tækjum. Verð: kr. 2.990.000,- án vsk.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.