Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 1
12. tölublað 2014 Fimmtudagur 19. júní Blað nr. 421 20. árg. Upplag 31.000 Meira um æðarræktina á bls. 18. Mynd / GHJ Kauptilboði í Ístex hafnað – erlendir krónueigendur taldir standa á bak við tilboðið Þrír stærstu eigendur ulllarvinnslunnar Ístex höfnuðu að beiðni forystu sauðfjárbænda kauptilboði sem gert var í hluti þeirra í fyrirtækinu fyrir skemmstu. Tilboðið kom frá fjárfestum sem ekki var gefið upp hverjir væru en allt bendir til að um erlenda krónueigendur hafi verið að ræða. Landssamtök sauðfjárbænda, sem eiga ríflega 15 prósenta hlut í fyrirtækinu, leita nú að fjárfestum tengdum bændum sem gætu keypt hlutinn. H l u t u r i n n sem um ræðir er í eigu Guðjóns Kr i s t i n s sona r, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Jóns H a r a l d s s o n a r framleiðslustjóra og Vik to r s Guðbjörnssonar, sem hefur haft umsjón með tæknimálum og viðhaldi Ístex. Heildarverðmæti Ístex er metið á tæpar 550 milljónir. Hlutur Guðjóns, Jóns og Viktors er 34 prósent. Landssamtök sauðfjárbænda eiga 15,5 prósenta hlut í Ístex, nú- og fyrrverandi starfsmenn 13%, fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki eiga um sjö prósenta hlut og 1.800 nú- og fyrrverandi ullarinnleggjendur eiga síðan það sem út af stendur. Eins og áður segir er ekki ljóst hvaða aðilar stóðu að baki tilboðinu en því var komið á framfæri í gegnum verðbréfafyrirtækið Virðingu. Huga að því að setjast í helgan stein Guðjón segir í samtali við Bændablaðið að hlutur þeirra félaga sé vissulega til sölu áfram þrátt fyrir að umræddu tilboði hafi verið hafnað. „Við höfum í sjálfu sér ekki unnið markvisst að því að selja okkar hlut en við erum farnir að eldast. Sá sem er elstur í hópnum er 72 ára og á þeim aldri fara menn að huga að því að setjast í helgan stein. Við höfðum fengið tilboð í hlutinn áður, en síðan kom tilboð án allra skuldbindinga. Ég bar það undir stjórnarformanninn, sem aftur bar það undir forystu Landssamtaka sauðfjárbænda. Þar á bæ leist mönnum ekki vel á að okkar hlutur færi í hendur annarra og óskuðu eftir að við höfnuðum tilboðinu sem við gerðum. Við gerðum það í ljósi þess að bændur stefndu að því sjálfir að kaupa okkur út úr fyrirtækinu. Hvar það mál er statt veit ég hins vegar ekki. Við höfum átt í góðu samstarfi við bændur og okkur liggur í sjálfu sér ekki lífið á, við erum alveg rólegir og erum bara að reka okkar fyrirtæki. Það kemur hins vegar auðvitað að því að við bjóðum þetta falt.“ Guðjón segir líkur benda til að um hóp erlendra krónueigenda hafi verið að ræða sem hafi viljað fjárfesta fyrir fjármuni sem eru fastir hér á landi. „Tilboðið er hins vegar úr sögunni, við höfnuðum því.“ Rætt við aðila tengda bændum Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir mikilvægt að hægt sé að treysta því að fyrirtækið sinni áfram þjónustu við bændur, enda sé það eina fyrirtækið sem sé með ullarmóttöku á landinu. „Okkur er auðvitað ekki sama hvað um þetta fyrirtæki verður. Það er mikilvægt fyrir sauðfjárbændur og samtökin eiga tæp 16 prósent í því. Við ákváðum í framhaldinu að ræða við aðila sem hefðu hugsanlega áhuga á að kaupa þennan hlut þannig að hann myndi enda í höndum bænda eða fyrirtækja tengdra þeim. Við höfum rætt við nokkra aðila en það er ekki komin nein niðurstaða í málið.“ Rekið með hagnaði síðustu ár Ístex var reist úr rústum Álafoss fyrir rúmum tuttugu árum. Fyrirtækið er hið eina á landinu sem tekur við ull frá bændum. Ístex rekur ullarþvottastöð á Blönduósi og verksmiðju í Mosfellsbæ. Rekstur Ístex hefur á undanförnum árum gengið vel eftir að hafa verið í járnum framan af. Hagnaður hefur verið af rekstri fyrirtækisins frá árinu 2009 og árið 2012 var hagnaðurinn 77 milljónir á sama tíma og skuldir lækkuðu um 74 milljónir. Á síðasta ári var hagnaður fyrirtækisins 46 milljónir króna. Það má rekja til gríðarlega aukinna vinsælda íslensks lopa frá hruni, sem og aukins útflutnings. /fr Fíflahátíð, hátíð til heiðurs okkar ástkæra túnfífli, verður haldin á vegum ferða- þjónustunnar Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 21. júní. Heilmikið verður við að vera frá morgni til kvölds. Skemmtidagskráin „Úti á túni“ stendur frá 14 til 16 og hátíðin endar síðan með kvöldvöku. Bændur keppa í Fíflagangi, tónlistaratriði verða flutt, brekkusöngur og markaður. Dagurinn hefst með hlaupi upp á fjallið Haus kl. 10.00 fyrir þá spretthörðu. „Hugmyndin kviknaði í fyrrasumar,“ segir Guðný Jóhannesdóttir hjá ferðaþjónustunni Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. „Við vorum að tína fífla í miðri breiðu hér úti á túni, en við búum til túnfífilshunang og bjóðum upp á það við morgunverðarborðið. Í einhverjum fíflagangi fórum við að tala um hvort ekki væri hægt að búa til viðburð þar sem fífillinn væri í forgrunni, að gera þessari algengu og fallegu jurt hátt undir höfði. Hugmyndin fékk að þróast á liðnum vetri en nú er komið að því að við ætlum að blása til hátíðar fíflinum til heiðurs. Við byrjum smátt en verði viðbrögðin góð er ekki ólíklegt að hátíðin vaxi að umfangi þegar fram líða stundir. Nú og svo er þessu auðvitað sjálfhætt ef enginn vill fíflast með okkur.“ /MÞÞ Fíflahátíð í Eyjafirði Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins (RML) hefur tekið við rekstri Bygginga- þjónustu landbúnaðarins af Bændasamtökunum. Um ára- tuga skeið hafa s t a r f s m e n n b y g g i n g a - þjónustunnar, undir forystu M a g n ú s a r Sigsteinssonar sem nú lætur af störfum fyrir aldurs sakir, teiknað og hannað byggingar í sveitum landsins. Magnús var ráðinn fyrsti landsráðunautur í byggingum og bútækni hjá Búnaðarfélagi Íslands árið 1968 og hefur starfað fyrir bændur á þeim vettvangi síðan. Hjá RML mun Unnsteinn Snorri Snorrason fara fyrir verkefnum sem snúa að byggingum og bútækniráðgjöf. RML mun leggja áherslu á þverfaglega tengingu í ráðgjöf til bænda við nýbyggingar og endurbætur á eldri byggingum. RML tekur við Byggingaþjónustu landbúnaðarins Guðjón Kristinsson Mynd / HKr. Sigrún Bjarnadóttir er nýr 29Sýning til heiðurs 14 7

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.