Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Fréttir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður heildstæða ráðgjöf í jarðrækt Betri ræktun – auknar afurðir Banaslys verða oftast við bestu aðstæður Flest banaslys verða á vegum í dreifbýli með hámarkshraða 90 km/klst. og við góðar aðstæður, þ.e. í björtu og á þurrum vegi. Þetta kemur fram í gögnum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Vegfarendur ættu að hafa þetta ofarlega í huga í byrjun sumars þegar bílum fjölgar ört á þjóðvegum landsins. Munið að eftir því sem hraðinn er meiri, þeim mun alvarlegri verða slysin. Heilbrigðiseftirlit Austurlands stöðvaði á sumardaginn fyrsta matreiðslu á innfluttu nautakjöti í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Í ljós kom að kjötinu sem hafði verið flutt hingað til lands sem frosið, eins og reglur kveða á um, hafði í upphafi verið pakkað í Ástralíu sem fersku kjöti. Tveimur dögum áður en geymsluþol kjötsins átti að renna út, samkvæmt stimpli, var það fryst, því gefið nýr geymsluþolsstimpill og það flutt til Íslands. Komið hefur fram að kjötið stóðst salmonellupróf og það var frosið í tilskilda 30 daga áður en það var flutt til landsins. Því var ekki óheimilt að flytja það hingað. Aftur á móti taldi Heilbrigðiseftirlit Austurlands óheimilt að gefa kjötinu nýjan geymsluþolsstimpil og stöðvaði því matreiðslu á því. Við þetta er innflytjandinn, Sælkeradreifing, mjög ósáttur, telur sig ekki hafa brotið nein lög og hyggst leita réttar síns. Bændablaðið sendi fyrirspurn um málið til Matvælastofnunar, sem var svarað af Viktori Pálssyni, forstöðumanni lögfræðisviðs. Í svarinu kemur fram að samkvæmt reglugerð um merkingu matvæla sé óheimilt að gera breytingar á merkingum geymsluskilyrða og geymsluþols á umbúðum matvæla. Um er að ræða landsreglu á Íslandi sem gengur lengra en löggjöf Evrópusambandsins. Hins vegar kemur einnig fram í svarinu að unnið sé að innleiðingu Evrópureglugerðar sem koma muni í staðinn fyrir reglugerð um merkingu matvæla. Með þeirri innleiðingu muni koma fram nýjar reglur sem hafi áhrif á heimildir fyrirtækja til að endurmerkja matvæli. Með þeim reglum verður heimilt að endurmerkja kjöt og gefa því nýtt geymsluþol, svo framarlega sem neytendur séu upplýstir um slíkt og að það komi ekki niður á öryggi matvælanna. /fr Innflutningur á gömlu kjöti frá Ástralíu vekur spurningar Óheimilt að gefa kjöti nýjar geymsluþolsmerkingar 28% 72% Þéttbýli Dreifbýli Staðsetning banaslysa í umferðinni. 123% 121% 119% 100% 34% 28% 35% 38% 58% 73% 77% 89% 93% 108% 117% 130% 135% 135% 168% 172% 183% 190% 216% 216% 218% 252% 293% 50% 0% 50% 100% 150% 200% 250% 300% Aðrar innlendar vörur án grænmetis Aðrar innlendar mat og drykkjarvörur Innfluttar mat og drykkjarvörur Búvörur án grænmetis Tómatar, kg Rjómasúkkulaði, 100 g Heill frosinn kjúklingur, kg Grænmeti (innlent og innflutt) Agúrkur, kg Rjómi, l Lambakjöt, læri, kg Nautakjöt, hakkað, kg Egg, kg Mjólkurostur, Gouda 17% kg Svínakjöt, læri með beini, kg Coca Cola, 50 cl. Dós Vísitala neysluverðs Bíómiði á venjulega sýningu Skyr, kg Haframjöl, kg Gallabuxur á fullorðinn Sokkabuxur á konur, stk Hangikjöt, læri úrbeinað kg Saltfiskur, kg Vínarbrauð 1 stk Ýsuflök, fersk, kg Strætisvagnaferð barna í Rvk (m. afsl.) Súluritið sýnir verðþróun frá 1997 til 2014. Heimild: Hagstofa Íslands Verðþróun á ýmsum vörum Gallabuxur hafa hækkað í verði um 183% á síðustu 17 árum Hagstofa Íslands birtir á þriggja mánaða fresti verð á ýmsum algengum neysluvörum. Á listanum kennir ýmissa grasa en þar er meðal annars að finna algengar matvörur, fatnað og verð á þjónustu. Á vef Hagstofunnar er að finna samfellda talnaröð frá árinu 1997. Meðfylgjandi mynd sýnir verðþróun á nokkrum völdum vörum frá maí 1997 til maí 2014. Á þeim tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 135%. Dæmi um vöru sem hækkaði nákvæmlega jafn mikið á sama tíma er bíómiði á venjulega sýningu, úr 559 kr. í 1.299 kr. Mest hefur strásykur hækkað, úr 98 kr./ kg í 400 kr./kg, eða um 308%. Strætisvagnafargjald fyrir börn hækkaði á sama tíma um 293% og fersk ýsuflök um 252%. Fatnaður hefur einnig hækkað mikið í verði, t.d. hefur verð á gallabuxum hækkað um 183%. Innfluttar matvörur hækkuðu um 119% á tímabilinu en búvörur hins vegar um 100%. Sem dæmi hækkaði verð á 17% osti um 108%, eggjum um 93% og á heilum frosnum kjúklingi um 35%. Á hinn bóginn hefur verð á tómötum lækkað um 34%. Miklar framfarir hafa einmitt orðið í garðyrkjunni, með lýsingu árið um kring hefur nýting á ræktunarfleti hvers bús stóraukist ásamt aukinni fjölbreytni í ræktun. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að innlendar búvörur hafa hækkað mun minna en almennt verðlag síðustu 17 árin, líka þær sem nota mikið af innfluttum hráefnum og innlent vinnuafl eins og t.d. alifuglaafurðir. Þá ályktun má draga að mikil hagræðing og framfarir hafi orðið í landbúnaði á þessu tímabili. /EB Hinn 16. júní hófst móttaka pantana fyrir sauðfjárskoðun komandi hausts hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Eftirfarandi punktar eru til upplýsinga um fyrirkomulagið: Hægt er panta skoðun inni á vefnum www.rml.is eða hafa samband við RML 516-5000. Pantanir sem berast fyrir 15. ágúst eru forgangspantanir. Reynt verður eftir fremsta megni að verða við óskum þeirra sem panta fyrir þennan tíma en með skýrum fyrirvara um að raunhæft sé að láta það ganga upp gagnvart skipulaginu. Við skipulagningu þarf að reyna að sameina tvö sjónarmið, annars vegar að geta komið sem best til móts við óskir bænda og hins vegar að framkvæmdin sé sem hagkvæmust og ferðakostnaður sem minnstur. Það er hagsmunamál, bæði fyrir bændur og RML, að hægt sé að halda niðri heildarkostnaði við verkefnið. Í vikunni 18. til 22. ágúst verður gefin út dagskrá á vef RML sem byggir á þeim pöntum sem komnar eru og þar með línur lagðar varðandi skipulagið, þ.e. á hvaða dögum ráðunautar eru á ferðinni á einstökum svæðum og hvar eru laus pláss. Lagt er upp með að skoðunartímabilið sé frá 1. september til 17. október. Þeir sem panta utan þess tíma gætu þurfa að greiða 50% álag ofan á tímagjaldið, ef ekki næst að fylla á dagana á viðkomandi svæði. Skoðunargjaldið er 5.000 kr. á klukkustund á hvern ráðunaut/ mælingamann auk þess sem innheimt er komugjald upp á 5.000 kr. fyrir hvern bæ/stað sem farið er á. Bændur er hvattir til þess að panta tímanlega og skoða lömbin sem fyrst eftir að þau koma af fjalli. /Eyþór Einarsson Móttaka hafin á pöntunum vegna sauðfjárskoðunar 2014 Rjúpnatalningar Náttúru- fræðistofnunar Íslands vorið 2014 sýna fjölgun víða um land. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 41% á milli áranna 2013 og 2014. Þetta er í samræmi við niðurstöðu rjúpnatalninga vorið 2013, en þær sýndu að fækkunarskeið sem hófst 2009-2010 lauk eftir aðeins tvö til þrjú ár. Þetta er óvanalegt þar sem fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 8 ár og samkvæmt því átti næsta lágmark að vera á árunum 2015 til 2018. Fjölgun í rjúpnastofninum á árunum 2013-2014 er mismikil eftir landshlutum. Rjúpum fjölgaði mest á Suðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi en á Norðvesturlandi og Suðurlandi var fækkun eða kyrrstaða. Í sögulegu samhengi er langt í land með að rjúpnastofninn hafi náð fyrri hæðum. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2013 til 2014 og veiði 2013. Rjúpnastofninn styrkist Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur nú kynnt nokkra ráðgjafarpakka til sögunnar. Einn þeirra er „Sprotinn“ sem er ráðgjafarpakki í jarðrækt. Hann inniheldur heildstæða ráðgjöf í jarðrækt, aðstoð við jarðræktarskýrsluhald í jörð.is, viðhald og lagfæringu túnakorta, úttekt á ástandi ræktarlands, áburðaráætlun og ýmislegt fleira. Nánari upplýsingar um ráðgjafarpakka RML er að finna á vefnum rml.is. Heysýnatökur og jarðvegsefnagreiningar Nú þegar sumir bændur eru að ljúka við að bera á síðustu túnin en aðrir að hefja slátt er upplagt að skrá áburðarnotkun vorsins í jarðræktarforritið Jörð.is. Aðstoð við þá skráningu er meðal annars innifalin í Sprotanum. Jafnframt er nú rétti tíminn til að huga að skipulagi heysýnatöku í sumar eða haust og íhuga þörf á jarðvegssýnatöku. Niðurstöður efnagreininga á heyi og jarðvegi eru mikilvæg hjálpartæki við bústjórn en sýnatakan þarf að vera vel skipulögð og markviss. Nánari upplýsingar um Sprotann gefur Sigurður Jarlsson, netfang sj@rml.is, símar 516-5042 og 892 0631. Kjöt. Mynd / ÁÞ Plægt að vori. Mynd / ÁÞ Elsta sundlaug landsins opnuð á ný á Flúðum Systkinin Halldór Fjalar og Þórey Þula í „gömlu lauginni“. Mynd og texti / MHH Gamla laugin, eins og hún er kölluð, er sundlaugin í Hverahólmanum nálægt Flúðum. Hún var gerð árið 1891 og telst elsta sundlaug á Íslandi. Talið er að þar hafi verið baðstaður í aldaraðir, en laugin var í landi Grafar þar sem þingstaður Hrunamannahrepps var til ársins 1894. Árið 1909 var fyrst haldið sundnámskeið í lauginni og síðan árlega til ársins 1947 þegar farið var að nota sundlaugina á Flúðum til kennslu. Notkun laugarinnar lagðist þá af en nú hefur hún verið endurgerð og tekin í notkun á ný með nýrri og glæsilegri búningsaðstöðu. Opið er alla daga vikunnar frá kl. 12-22. Veffang er gamlalaugin.is.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.