Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Leiðrétting: Gjald vegna dýraeftirlits Matvælastofnun hefur sett fram tímabundið gjald vegna eftirlits með sauðfé og hrossum. Mun þetta gjald gilda þar til áhættuflokkun hefur verið tekin upp, sem áætlað er að verði um næstu áramót. Gjaldið byggir á tímagjaldi skv. 8. gr. reglugerðar nr. 567/2012 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Gjaldið er í samræmi við aðra gjaldskrá vegna eftirlits með dýrum, s.s. vegna nautgripa, svína o.fl. Við útreikning á gjaldinu er stuðst við tiltekna verkþætti sem tengjast eftirlitinu, s.s. undirbúning, aksturstíma, eftirlit á staðnum, frágang og skýrslugerð. Til viðbótar við neðangreint gjald bætist við fast akstursgjald skv. ákvæðum 8. gr. Í síðasta Bændablaði birtist röng tafla með upplýsingum um gjöld vegna eftirlits með sauðfé og hrossum. Meðfylgjandi er leiðrétt tafla. www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI GOTT ÚRVAL Í BOÐI ÖRYGGISHLÍFAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI? Sigrún Bjarnadóttir hefur hafið störf sem dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sigrún tekur við af Þorsteini Ólafssyni, sem starfað hefur um langt skeið hjá Matvælastofnun en hefur nú tekið til starfa sem dýralæknir á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. „Ég er uppalin í Hafnarfirði en föðurfjölskyldan mín er frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum, þar sem við erum með hross og smá sauðfjárbúskap. Ég hef verið mikið þar og sæki þangað enn,“ segir Sigrún, en þess má geta að jörðin Raufarfell er ein þeirra jarða sem fóru hvað verst út úr eldgosinu í Eyjafjallajökli. Með sérhæfingu í framleiðsludýrum Sigrún lærði dýralækningar í Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist þaðan í fyrrasumar með sérhæfingu í því sem Danir kalla framleiðsludýr, en það eru nautgripir, sauðfé, geitur, svín, minkar og eldisfiskar. „Lokaverkefnið mitt var einmitt um áhrif eldgosa á Suðurlandi á sauðfé. Það er verkefni sem ég myndi gjarnan vilja halda áfram með og ég vonast til að geta haldið því lifandi meðfram starfi mínu hjá Matvælastofnun. Ég held að það sé mikilvægt að það verði kannað áfram enda eru þetta langtímaáhrif og mun það jafnframt skipta máli varðandi gos sem verða í framtíðinni.“ Sigrún tók verknám sitt nokkuð víða, úti í Danmörku og Írlandi, tvö sumur sem dýralæknir á Hellu og eitt á dýralæknastofu á höfuðborgarsvæðinu. Hún starfaði síðan sem eftirlitsdýralæknir á Suðurlandi þar til hún tók við nýju embætti. „Ég kem kannski ekki hokin af reynslu inn í þetta starf en á móti kemur að ég kem beint úr skólanum með allt það sem er nýjast í greininni á bakinu. Ég vonast til þess að með tímanum geti ég sameinað þetta tvennt.“ Mikilvægt að geitfjárræktin fái líka athygli Jafnframt því að sinna nautgripum og sauðfé í starfi sínu sinnir Sigrún geitum. „Það er málaflokkur út af fyrir sig sem þarf að fá athygli og hlúa að honum. Það má ekki sofna á verðinu varðandi viðgang stofnsins, líkt og gerðist fyrir nokkrum árum. Þessi ræktun hvílir á herðum fárra einstaklinga og mikilvægt að hafa varann á.“ Þau verkefni sem Sigrún mun sinna eru að stuðla að heilbrigði nautgripa, sauðfjár og geita. „Hlutverk mitt felst meðal annars í því að halda utan um og skipuleggja sýnatökur og sjúkdómaskimanir á landinu. Allar ákvarðanir varðandi flutninga yfir varnarlínur koma þá inn á mitt borð. Ég veiti þá ráðgjöf til dýralækna, hagsmunasamtaka bænda og til bænda.“ Dýravelferð er sömuleiðis stór hluti af starfi sérgreinadýralæknis. Nýjar aðbúnaðarreglugerðir, bæði fyrir nautgriparæktina og sauðfjárræktina, eru nú í afgreiðsluferli og segist Sigrún vonast til að því ljúki sem fyrst og í sem mestri sátt. Líka hætta þrátt fyrir einangrun Þrátt fyrir að starf sérgreinadýralæknis sé í föstum skorðum vonast Sigrún til að geta sett mark sitt á það. „Það eru auðvitað alltaf þessi föstu atriði sem ekki er hægt að hnika til sem þarf að sinna en að sjálfsögðu eru önnur verkefni sem hægt er að leggja áherslu á og það vonast ég til að geta gert, samanber það sem ég hef nefnt varðandi lokaverkefni mitt í dýralæknanáminu. Annars á ég auðvitað eftir að sjá þetta betur þegar meiri reynsla kemur á starfið. Nautgriparæktin og sauðfjárræktin eru auðvitað báðar rótgrónar í íslenskum landbúnaði en það er hreyfing í þeim. Það eru ekki alltaf sömu málin sem brenna á bændum í þeim. Það er framför í greinunum en það þarf líka að halda vöku sinni gagnvart sjúkdómum sem fyrir eru í landinu og nýjum sjúkdómum sem hafa gert vart við sig á undanförnum árum. Þó að við séum einangrað land er augljóst að dýrastofnar okkar eru líka í hættu vegna sjúkdóma sem ekki hafa þekkst hér á landi fram til þessa og það má alls ekki sofna á verðinum.“ /fr Sigrún Bjarnadóttir er nýr dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma: Nauðsynlegt að halda vöku sinni gagnvart dýrasjúkdómum Sigrún Bjarnadóttir dýralæknir. Mynd / smh Ný og glæsileg aðstaða fyrir nemendur Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og aðra vísindamenn, innlenda og erlenda, var tekin í notkun í Gunnarsholti á dögunum. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra munu fyrstu nemendurnir dvelja á staðnum í sumar. „Stefnt er að því að á öðrum árstímum verði þessi húsakynni nýtt fyrir vísindamenn sem ýmist eru í samstarfi við Landgræðsluna eða þátttakendur í vinnuhópum hjá Þekkingarsetri Landgræðslunnar sem verður rekið í tengslum við Sagnagarð, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar. Enn fremur er stefnt að námskeiðahaldi í umhverfismálum í samstarfi við ýmsa aðila. Gunnarsholt hentar vel til slíkrar starfsemi. Hér er miðstöð þekkingar á verndun gróðurs og jarðvegs og á Rangárvöllum má lesa sögu aldalangrar landeyðingar og baráttu við hana,“ segir Sveinn. Nafnið er Akurhóll Runólfur Sveinsson landgræðslustjóri lét byggja embættisbústað í landi Gunnarsholts árið 1950, er hann nefndi Akurhól. Þar bjó hann með fjölskyldu sinni til 1954 þegar Runólfur fórst af slysförum og fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur. Síðar sama ár keypti heilbrigðisráðuneytið húsið og landið í kring og stofnsetti Vistheimilið í Gunnarsholti fyrir drykkjusjúklinga, með því augnamiði að vistmenn ættu kost á að vinna við landgræðslu og búskapinn í Gunnarsholti. Á næstu árum var byggingin stækkuð. Ríkisspítalar önnuðust reksturinn og síðar LSH. Ríkisspítalar ráku einnig steypustöð og trésmíðaverkstæði þar sem vistmenn störfuðu. Þær byggingar standa enn. Gömlu byggingarnar lúnar og ákveðið að byggja nýtt LSH hætti rekstrinum upp úr síðustu aldamótum. Síðan leigði heilbrigðisráðuneytið Götusmiðjunni húsnæðið sem rak meðferðarheimili fyrir unga vímuefnaneytendur. Þeirri starfsemi var hætt á árinu 2007. Sama ár afhenti fjármálaráðuneytið Landgræðslu ríkisins forræði og umsýslu húsanna, sem voru orðin mjög illa farin. Fasteignir ríkisins höfðu kannað aðstæður og töldu kostnað við að uppfylla kröfur um brunavarnir og heilbrigðismál vera slíkan að ekki væri gerlegt að kosta lagfæringar. Það var því að mestu rifið í desember 2007 og ákveðið tveimur árum seinna að byggja við þann hluta sem eftir stóð. Því nú lokið og húsið tekið formlega í notkun 11. júní 2014. Nýbygging í Gunnarsholti: Þekkingarsetur Landgræðslunnar tekið í notkun Nýja húsið mun nýtast vísindamönnum og nemendum. Mynd / Anna K. Björnsdóttir Matvælastofnun (Mast) mun óska eftir því við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að lagt verði fram frumvarp um að matvælalögum verði breytt í þá veru að eingöngu einn aðili sjái um matvælaeftirlit með ræktun matjurta. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti nýverið skýrslu frá úttekt á eftirliti með ræktun matjurta sem fór fram í byrjun mars á þessu ári. Fram koma í skýrslunni ábendingar um þætti sem megi bæta við skipulagningu og framkvæmd eftirlits með matjurtum og áætlanir Mast og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um aðgerðir. Ræktendur þarf að skrá Dóra S. Gunnarsdóttir, fagsviðsstjóri á sviði matvælaöryggis og neytendamála, segir að eftir að matvælalögum var breytt hér á landi árið 2010 hafi öllum ræktendum matjurta í atvinnuskyni verið gert að skrá starfsemi sína. „Ræktunarhluti þessarar starfsemi var lítið skoðaður áður en matvælalögum var breytt, en við höfum nú ítrekað hvatt ræktendur matjurta til að skrá starfsemi sína hjá okkur svo sem skylt er. Þegar því verður lokið munum við skipuleggja eftirlitið í samræmi við það áhættuflokkunarkerfi sem nú er unnið að,“ segir Dóra. Eftirlitsstofnunin gerir m.a. athugasemdir við að Matvælastofnun hafi sinnt takmörkuðu eftirliti með ræktun matjurta, en Dóra segir að sá hluti starfseminnar hafi í raun sætt takmörkuðu eftirliti fram að þeim tíma að matvælalögum var breytt. Stofnunin hefur fram að þessu skipulagt eftirlit og mælingar á leifum varnarefna í matjurtum og einungis sinnt eftirliti með ræktun matjurta hafi niðurstöður mælinga á varnarefnum gefið tilefni til slíks. Betra að eftirlit sé á einni hendi Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur aftur á móti sinnt eftirliti með pökkun og dreifingu hjá þeim framleiðendum sem pakka matjurtum. Núgildandi lög kveða á um að Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga fari með eftirlit þegar kemur að pökkun og dreifingu en Matvælastofnun með eftirlit með ræktun matjurta í frumframleiðslu. „Við munum nú, eftir heimsókn eftirlitsstofnunarinnar, óska eftir því að lögum verði breytt, það er betra að eftirlitið sé á einni og sömu hendi,“ segir Dóra. Beiðni Matvælastofununar þarf að taka til umfjöllunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og segir Dóra að tíma taki að breyta lögum. Þar til breyting nái fram að ganga muni stofnunin sinna áhættumiðuðu eftirliti með ræktendum matjurta. Tíðni eftirlits er ákvörðuð með áhættumati sem byggir m.a. á því magni sem framleitt er á hverjum stað og tegundum matjurta. /MÞÞ Matvælastofnun vill að einn aðili sjái um eftirlit með ræktun matjurta Mynd / SFG

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.