Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014
Stærð: S (M) L
Yfirvídd: 94(100)106 cm.
Efni: TYRA fra Garn.is, sjá fleiri liti á www.
garn.is.
Tyra er á tilboði núna í Fjarðarkaupum.
Litanr AN1122; 600 gr
Prjónar: Hringprjónn nr 5, 80 cm.
Prjónafesta: 17 L X 24 umf = 10 x 10 cm.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um
prjónastærð ef þarf.
Aðferð. Stroff; prj 2 L sl og 2 L br
Perluprjón; 1.umf prj 1 L sl, prj 1 L br. Í næstu
umferðum í perluprjóni er slétta lykkjan
prjónuð brugðin og brugðna lykkjan prjónuð
slétt.
Bolur:
Fitjið upp 160(168)176 L og prjónið 8 cm
stroff; prj 2 L sl og prj 2 L br. Prjónið bolinn
í hring, prj slétt með kaðlamynstri í miðju
að framan, prj 28(32)38.
Kaðlamynstur
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og
setjið merki í báðar hliðar, lykkjufjöldi er
80(85)88 á fram- og bakstykki. Prj sl frá
merki á hlið 23(26)28 L, prj kaðlamynstur;
prj 8 L sl (verður kaðall) prjónið 4 L sl, prj
10 L perluprjón, prj 4 L sl, prj 8 L sl (verður
kaðall) prj sl 23(26)28 L að merki í hlið á bol.
Prjónið 10 umferðir á milli snúninga á kaðli.
Snúningur á kaðli er prjónaður á eftirfarandi
hátt:
Setjið 4 L á aukaprjón án þess að prjóna
lykkjurnar, haldið aukaprjóninum með
lykkjunum lausum fyrir framan prjónaða
bolinn, prj sl næstu 4 L og takið þá upp
aukaprjóninn og prjónið slétt þær 4 L sem
eru á prjóninum.
Úr- og úttaka í mitti
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið
prjónamerki í báðar hliðar. Takið úr beggja
vegna við merkin á eftirfarandi hátt. Frá
vinstri hlið á fram/bakstykki; *takið 1
L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið
óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj að
merki í hinni hliðinni – takið 1 L óprjónaða,
prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir,
prj 2 L sl saman. Prj 5 umf* Endurtakið *
til * 4 sinnum. Prjónið bolinn slétt með
kaðlamynstri 10 umferðir. Aukið þá út í
báðum hliðum jafn oft og tekið var úr, prj
5 umf milli úttöku, endurtakið 4 sinnum.
Prjónið þar til bolurinn mælist60(64)70 cm
frá uppfiti.
Axlarstykki
Úrtaka við handveg; fellið af 10 lykkjur
yfir merki í hliðum, þ.e. Síðustu 5 L af
framstykki og fyrstu 5 L af bakstykki, prj
60(64)68 L fellið af 10 L, prj 60(64)68. Fitjið
upp 36(38)40 L yfir handvegi (verður stutt
ermi) í báðum hliðum en athugið að prjóna
nýju lykkjurnar yfir handvegi stroff; 2 sl L,
2 L br, fyrstu 4 umferðirnar en prjónið þær
eftir það slétt.
Axlastykki; prj axlastykki í hring, prj sl með
kaðlamynstri og laskúrtöku, þá er tekið úr
á fjórum stöðum í hringnum, beggja vegna
við samskeytin þar sem handvegur og bolur
mætast og prjónaðar 2 sléttar lykkjur á milli
úrtöku þ.e. 1 L frá bol og 1 L frá handvegi.
Laskaúrtaka: Merkið á þeim fjórum
stöðum sem bolur og handvegur/ermi
mætast. Hefjið úrtöku í vinstri hlið; *takið
1 L óprjónaða og prjónið 1 L sl, steypið
óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prj
2 L sl og prj 2 L sl saman*, endurtakið *-*
í annarri hvorri umferð þar til 80(84)86 L
eru á prjóninum. Prjónið stroff 4 umferðir,
fellið af.
Gangið frá endum.
Sigrún Ellen Einarsdóttir
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Sumarskokkur
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-
þrautirnar er að setja réttar
tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og
lóð rétt og heldur ekki innan
hvers reits sem afmarkaður
er af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar,
sú sem er lengst til vinstri er
léttust og sú til hægri þyngst
en sú í miðjunni þar á milli.
Létt ÞungMiðlungs
2 1 9
4 2 7
6 9
5 7
3
8 6 1 3
4 8
7 5 2 4
9 5
1 6
4 8 6
7 3
3 9 2
8 7 4 5
7 6 8
2 9
5 7 1
3 8
2 7
3 9 8 7
3
5 8 2
8 9 5 3
5 1 8
1
3 5 6 4
8 6
Finnur yfirleitt eitthvað jákvætt
Finnur er 12 ára upprennandi
markvörður sem spilar haug á
af hljóðfærum. Hann býr með
fjölskyldu sinni í Brussel og finnst
fátt leiðinlegt.
Nafn: Finnur Ricart Andrason.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Krabbi.
Búseta: Brussel, Belgíu.
Skóli: ISB (International School of
Brussels/Alþjóðaskólinn í Brussel)
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Leikfimi.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Kettir og hestar.
Uppáhaldsmatur: Nautasteik.
Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk.
Uppáhaldskvikmynd: James
Bond og Indiana Jones seríurnar.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var
heima hjá ömmu og afa á meðan
Alda systir mín fór til Boston í
hjartaaðgerð. (Ég var þriggja ára.)
Æfir þú íþróttir eða spilarðu
á hljóðfæri? Ég æfi frjálsar og
fótbolta. Ég spila á trompet, saxófón,
gítar og blokkflautu.
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór? Annaðhvort
atvinnufótboltamaður (markmaður)
eða að spila í hljómsveit.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Að stökkva í hylinn í
Skálavík og að keyra aleinn.
Hvað er það leiðinlegasta sem
þú hefur gert? Það er ekkert sem
mér finnst leiðinlegt að gera nema
stundum að gera erfiða heimavinnu,
af því að ég get oftast fundið eitthvað
jákvætt við það sem ég er að gera.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt
í sumar? Ég ætla að leika við vini
mína, spila fótbolta, fara í hjólatúra
og hver veit nema að ég fari eitthvað
út fyrir belgísku landamærin.
PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is
Sumarskokkur.