Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Suzuki Alto kostar lítið og er ódýr í rekstri Margir foreldrar hjálpa börnunum sínum að kaupa bíl þegar þau eru nýlega komin með bílpróf. Ófáir hafa keypt notaðan bíl sem kostar lítið og innan árs er viðgerðarkostnaður orðinn ógnarhár og jafnvel margfalt verð bílsins. Annað ráð er að kaupa nýjan bíl og því kannaði ég á vefmiðlum hvaða bíl væri hagkvæmast að festa kaup á. Eftir nokkra skoðun sá ég að Suzuki Alto væri einn ódýrasti bíllinn á markaðnum. Ég brá mér því í Suzuki-bíla í Skeifunni og fékk að taka smá hring á bílnum. Hátt undir bílinn miðað við marga aðra bíla svipaða Í innanbæjarakstri með mig einan innanborðs vantaði ekkert upp á kraftinn í 996cc bensínvélinni. Það var ávallt nægur kraftur og tog til að halda umferðarhraða. Þegar komið var út á veg þar sem hámarkshraðinn var 90 km viðurkenni ég vissulega að ég hef keyrt bíl sem er sneggri að ná umferðarhraða, en aldrei var ég fyrir neinum á þessum stutta kafla sem ég ók á Keflavíkurveginum. Rétt hjá álverinu í Straumsvík prófa ég flesta bíla sem ég prufukeyri á stuttum malarkafla. Það kom mér á óvart hversu lítið malarvegahljóð heyrðist inni í bílnum miðað við marga aðra bíla af svipaðri stærð. Einnig kom það mér á óvart hversu hátt var undir lægsta punkt á bílnum. Bara skráður fyrir fjóra, en ekki of stóra Farangursrýmið er ekki mikið og ef einhver er að hugsa um að nota svona bíl til að fara í golf verður að leggja sætin niður til að koma golfsettinu fyrir. Plássið í farangursrýminu er ekki mikið. Að sitja í framsætunum er mjög gott og fannst mér ótrúlega mikið rými þar fyrir ökumann, það mikið að ég fékk félaga minn sem er vel yfir tveir metrar til að máta undir stýri. Mér til furðu virtist vera ágætis pláss fyrir hann í framsætunum, en í aftursætið þurfti hann að böggla sér inn og sagði að honum fyndist eins og að hann væri í spennitreyju! Hins vegar þegar hann sat í aftursætinu fékk ég þennan fína olnbogapúða sem var hnéð á honum sem kom fram á milli framsætanna. Mæli hiklaust með Suzuki Alto fyrir byrjendur í umferð Eitt sem ég hjó eftir var að bíllinn kemur á 14“ álfelgum og á dekkjum sem eru mjög ódýr þannig að ekki ætti að kosta mikið að splæsa í vetrardekk undir bílinn. Það eina sem ég set persónulega út á bílinn er að baksýnisspegillinn mætti vera minni og hliðarspeglar stærri. Samkvæmt bæklingi frá Suzuki á meðaleyðsla á bílnum að vera 4,3 lítrar á hundraðið, en ég gæti vel trúað að svona bíll sé að eyða á Íslandi nálægt 5,5 á hundraðið (þekki mann sem átti svona sjálfskiptan bíl sem eyddi að meðaltali 6,2 að hans sögn). Klárlega einhver besti bíll sem byrjandi í umferðinni ætti að skoða áður en farið er að kaupa notaðan bíl sem hugsanlega á stutt í mikið viðhald og bilanir. Lengd: 3.500 mm Hæð: 1.470 mm Breidd: 1.680 mm Þyngd: 885 kg Verð 1.840.000 Vél 996cc bensín 68 hestöfl Helstu mál, verð og vél Ef golfsettið á að fara með þarf að leggja aftursætin niður. Suzuki Alto. Það er þröngt í aftursætinu fyrir full- vaxna karlmenn. Ekkert of mikið af mælum, en dugir.Glettilega hátt er undir bílinn. Gríðarleg aukning í póstverslun Kínverska sölusíðan AliExpress býður upp á mikla möguleika Gríðarleg aukning hefur orðið á póstverslun hér á landi síðustu ár. Einkum er þar um að ræða póstverslun í gegnum sölusíður á netinu. Sölusíður eins og Amazon og eBay eru vel þekktar en mestur vöxtur hefur orðið í netverslun í gegnum kínverskar sölusíður upp á síðkastið. Er síðan AliExpress þar fremst í flokki. Allt frá sólgleraugum upp í snekkjur Á síðunni er hægt að kaupa nánast hvað sem fólki dettur í hug, allt frá fötum, sólgleraugum og skartgripum til reiðhjóla og báta. Ekki eru til nákvæmar tölur um hversu mikil þessi viðskipti eru orðin en samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti varð yfir 400 prósenta aukning á sendingum frá Kína á milli áranna 2012 og 2013. Langflestar þessara sendinga munu til komnar vegna viðskipta við AliExpress og Alibaba, sem er móðurfyrirtæki fyrrnefndu síðunnar. Á Alibaba má kaupa stærri hluti og í meira magni en á AliExpress. Fjöldi fólks nýtir nú þessa þjónustu til að kaupa hinar og þessar vörur sem fást á mun lægra verði en hér heima. Það er enda ástæða þess að fólk kýs að nýta sér þjónustuna auk þess sem þægilegt er að kaupa vöru í rólegheitum á netinu og fá hana senda heim til sín eða í næsta pósthús. Þá er um þægilega leið að ræða fyrir íbúa á landsbyggðinni sem geta nálgast ýmislegt í gegnum póstverslun sem ekki er fáanlegt í heimabyggð. Afgreiðslutími vörunnar getur þó verið nokkuð langur, ekki síst ef valdar eru vörur sem eru án sendingarkostnaðar. Þá þarf að greiða toll af vörunum en þegar fríverslunarsamningur Íslands við Kína verður að fullu kominn í gagnið má búast við því að hann lækki eða leggist af í einhverjum tilfellum. Tíu sinnum ódýrara Einn af þeim sem hafa nýtt sér þessa þjónustu er Davíð Logi Jónsson, bóndi á Egg í Hegranesi í Skagafirði. „Ég hef verslað nokkuð við AliExpress. Ég hef reyndar ekki enn keypt tæki til notkunar í landbúnaði eða slíka hluti en ýmislegt annað. Ég keypti til að mynda talsvert af sparperum, eða díóðuperum, í gegnum þessa síðu. Þær voru um það bil tíu sinnum ódýrari þarna úti heldur en hér heima og þó að maður þurfi að borga smá toll af þeim margborgar þetta sig. Þá keypti ég útikastara sem ég ætla að setja upp á hlöðuna hjá mér og þeir voru um það bil fimm sinnum ódýrari en sambærilegir út úr búð hér heima. Ég hef skoðað ýmis verkfæri og rekstrarvöru og það er gríðarlega mikið í boði þarna á góðu verði. Annað sem ég hef keypt þarna hefur staðið undir öllum mínum væntingum. Verðið er margfalt lægra og þjónustan er líka mjög góð.“ Verður að vega og meta Davíð segir að helsti gallinn við þessa verslun sé sá að afhendingartíminn sé langur velji fólk ókeypis sendingu. „Það er hann iðulega allt upp í þrjátíu dagar en þá er bara spurning um að vera forsjáll. Það er klárlega hægt að nýta sér þetta en fólk verður auðvitað að vega og meta. Til dæmis fá menn ekki endurgreiddan virðisaukaskatt af þessum vörum en sé sparnaðurinn mikill er það ekki vandamál. Ég myndi því ekki hika við að kaupa minni hluti í gegnum þessa þjónustu, handverkfæri og slíkt. Það er kannski meiri spurning með stærri hluti og flóknari, eins og suðuvélar eða slípirokka. Þeir eru auðvitað í ábyrgð hér heima og hægt að fá viðgerðarþjónustu en það gæti verið erfiðara með hluti keypta þarna að utan. Þetta er samt valkostur sem maður myndi skoða og nýta sér ef verðmunurinn er mikill.“ /fr Davíð Logi Jónsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.