Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 síðasta þætti birtust fáeinar kosningavísur svona í tilefni nýafstaðinna sveitastjórnakosninga, og því rétt að spinna þann þráð ögn lengri. Jón Pálmason alþingismaður frá Akri gerði svofellda athugasemd við skrif Tímans í einhverju máli: Dregur grímu á dal og fjall, daufa skímu veitir. Leggur Tímans lygaspjall líkt og hrím um sveitir. Sigfús Jónsson, þá bóndi á Laugum í Hraungerðishreppi, hélt Jón á Akri ekki í neinni stöðu til að bæta skrif Tímans: Þótt hann beiti brandi vökrum, bragarópi og lygarími, Jón af sínum íhalds-Ökrum ei fær sópað Tímans hrími. Einhverju sinni fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri hafði Jóhann bóksali Valdimarsson límt úrklippu úr Degi innan á náðhússdyr þar sem tvö fyrirtæki deildu afnotum. Á úrklippunni úr Degi var framboðslisti Framsóknar þetta ár. Af því tilefni orti Bjarni frá Gröf: Jóhann gamli gleymir sér, geymir Dag á stöðum þar sem mesta þörfin er á þunnum skeiniblöðum. Og eftir kosningarnar 22. maí 1966 orti Bjarni frá Gröf: Í kosningarnar Framsókn fór feit og glöð í sínu vígi, en uppskeran varð ekki stór eftir svona mikla lygi. Og fyrir þessar sömu bæjarstjórnarkosningar 1966 orti Rögnvaldur Rögnvaldsson: Talið er, að látinn lifi, líður Amen við það tjón. Bænum finnst sem Bragi skrifi beint í gegnum Sigurjón. Að þessum kosningum afstöðnum orti svo Rögnvaldur: Bragi sigur bar af Gísla, blæða sárin mörg. Áfram má við sjúka sýsla systir Ingibjörg. Eitt sinn var Pétur á Hallgilsstöðum (Peli) á stjórnmálafundi í Reykjavík þar sem Jón á Akri og Páll S. Pálsson áttust við með kviðlingum. Þá orti Pétur: Víst er engum varnað máls, víða er eldur falinn. Jón frá Akri og Páll S. Páls perlum dreifa um salinn. Ef að Peli yrkir ljóð, allir fá að heyra. Það er líkt og faðma fljóð og fá svo ekkert meira. Að endingu koma svo vísur eftir Jakob Ó. Pétursson ortar eftir alþingiskosningar 1971: Kvíðum ei því sem koma skal, kannske er gott að breyta til, og vísast mun hetjan Hannibal hjálpa og gera allt í vil. Hlýðum allir Hannibal á hljóðum rökkurkvöldum. Séra Páll í Selárdal sestur er að völdum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Í 68 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum Alls voru 68 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum föstudaginn 6. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Nemendur á Hó lum útskrifast frá hestafræðideild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og ferðamáladeild. Í fyrsta sinn var nemandi brautskráður með MA-próf í ferðamálafræði, Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, og einnig var þetta í fyrsta skipti sem nemendur útskrifuðust með BS-próf í sjávar- og vatnalíffræði af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Það voru þær Freydís Ósk Hjörvarsdóttir og Soffía Karen Magnúsdóttir. S jö nemendur vo ru brautskráðir með BS í hestafræði, af sameiginlegri námsbraut Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, en að þessu sinni var það Landbúnaðarháskólinn sem annaðist brautskráninguna. H ó l a r e k t o r á v a r p a ð i viðstadda og deildarstjórar fluttu auk þess stutt ávörp áður en þeir afhentu prófskírteinin. Að athöfn lokinni bauð skólinn viðstöddum til kaffisamsætis, sem Ferðaþjónustan á Hólum annaðist. Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, fyrir miðri mynd í fremstu röð ásamt útskriftarnemendum. Mynd / Guðmundur B. Eyþórsson Landbúnaðarklasinn stofnaður – Ekkert má trufla þá framfarasókn sem íslenskur landbúnaður þarf á að halda Landbúnaðarklasinn var formlega stofnaður 6. júní síðastliðinn. Hugmyndin með klasanum er að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja og félaga með tengsl við landbúnað mætti í stofnfundinn sem haldinn var á Hótel Sögu. Á fundinum hélt Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, framsögu og fór yfir aðdraganda, tilurð og tilgang samstarfsins. Þá kynnti Jóhanna Lind Elíasdóttir, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fjárfestingarþörf og kosti í landbúnaði. Kosið var í stjórn klasans og var Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, kosinn formaður. Unnið verður að frekari útfærslu starfs landbúnaðarklasans í sumar og fram á haust. Í máli Haraldar, sem ávarpaði stofnfundinn, kom fram að um mitt ár 2006 hefði stjórn Bændasamtakanna tekið þá meðvituðu ákvörðun að reyna að breyta umtali um íslenskan landbúnað og fara frá því að horfa á þrönga hagsmuni bænda og yfir í að tala um gildi landbúnaðar og umfang í atvinnulífinu. Í því skyni var samið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að meta umfang og starfafjölda í landbúnaði, ekki bara í frumframleiðslu heldur í afleiddum störfum. Niðurstaða þeirrar vinnu sýndi að um 10.000 störf voru talin tengjast íslenskum landbúnaði. Í framhaldi af þeirri vinnu fór af stað bolti sem nú er orðinn að Landbúnaðarklasanum. Það er í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar, að til sé sameiginlegur vettvangur bænda, félaga og fyrirtækja sem þeim tengjast. „Mikilvægi þess, á þessum tímamótum þegar við horfum fram á miklar breytingar og tækifæri í íslenskum landbúnaði, að við þéttum hópinn og sækjum fram saman er gríðarlegt. Við megum ekki láta neitt verða í vegi okkar til að trufla þá framfarasókn sem íslenskur landbúnaður þarf á að halda. Það eru ekki bara bændurnir sem þurfa að standa þar í stafni heldur líka þeir sem þjónusta landbúnaðinn,“ sagði Haraldur. Upplýsingar og erindi af fundinum er að finna á bondi.is /fr Myndir / smh Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, hélt tilurð og tilgang klasasamstarfsins. Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði stofnfundinn og var kosinn formaður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.