Bændablaðið - 19.06.2014, Side 16

Bændablaðið - 19.06.2014, Side 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Á efri unglingsárum mínum snerist lífið á sumrin um vinnu og skemmtanir. Í sveitinni var skemmtanalífið fremur einfalt. Reglulega skelltum við okkur á böll í Miðgarði og í öðrum félagsheimilum í Skagafirði og það kom fyrir að við brugðum okkur á böll í næstu héruðum. Þá voru viðkomustaðirnir Sjallinn á Akureyri, Ýdalir í Aðaldal, félagsheimilið á Blönduósi og Víðigerði í Vestur- Húnavatnssýslu, svo dæmi séu tekin. En útihátíðir eða bæjarhátíðir voru fátíðar á þessum árum. Stærsti viðburður hvers sumars í skemmtanalífi djammþyrstra ungmenna var verslunarmannahelgin. Þá þyrptumst við á útihátíðir hingað og þangað um landið, til Vestmannaeyja og Akureyrar til að mynda. Þetta voru svo sem ágætar skemmtanir en einkenndust auðvitað af öskrandi fylleríi, uppbyggðri unglingagreddu, slagsmálum og almennum djöfulskap. Á síðustu árum hefur útihátíðum og bæjarhátíðum snarfjölgað, svo mikið að það væri fast að því hægt að leggjast í útlegð yfir sumarmánuðina og þræða sig eftir þjóðvegunum frá einni slíkri hátíð til annarrar. Með því hefur vægi verslunarmannahelgarinnar töluvert minnkað. Fyrir 15 til 20 árum síðan var algjör goðgá að skella sér ekki á útihátíð þá helgi. Hins vegar er það nú svo að þessar útihátíðir og bæjarhátíðir eru misjafnar. Sumar virðast hafa tekið í arf það versta og vitlausasta sem verslunarmannahelgin hafði (og hefur enn) að bjóða. Dæmi um þetta er Besta útihátíðin sem haldin var á Gaddstaðaflötum í byrjun júlí 2012. Þar tókst nokkur þúsund manns ekki að koma saman án þess að nauðgun væri kærð og allt logaði í slagsmálum. Ekki efa ég að megnið af þeim sem á hátíðina komu hafi skemmt sér vel, rétt eins og ég gerði um verslunarmannhelgar hér í denn. En þrátt fyrir mikla gæslu og forvarnir fyrir hátíðina fór þetta nú ekki betur. Aðstandendur Írskra daga á Akranesi hafa ævinlega gert sitt besta til að hún fari vel fram. Samt sem áður er það fastur liður að upp komi líkamsárásir og vesen á hátíðinni. En það er ekkert náttúrulögmál að þetta þurfi að vera svona. Á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi hefur aldrei komið upp nauðgun og það er hending að það komi til handalögmála. Sömu sögu má segja um tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystri. Á báðum þessum hátíðum er enda lagt út af því af hálfu skipuleggjenda að fólk skuli skemmta sér fallega. Eins og Stebbi Magg, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir á hverju kvöldi hátíðarinnar: Ekkert fökking vesen, annars held ég aldrei aftur Eistnaflug. Síðasta sumar fór ég á tónlistarhátíðina Glastonbury Festival í Englandi. Þar komu saman 130.000 manns og skemmtu sér í fimm daga undir tónum Rolling Stones, Portishead og annarra stórgóðra tónlistarmanna. Ekki ein einasta líkamsárás var kærð eftir hátíðina. 130.000 Bretar og gestir þeirra geta skemmt sér vandræðalaust á útihátíð. Gestir Bræðslunnar og Eistnaflugs geta það líka. Væri til of mikils mælst að gestir annarra íslenskra útihátíða gætu slíkt hið sama? /fr STEKKUR Verið til friðs Nokkur atriði um sýnatöku og mælingar í heyi Fóðurefnagreiningar 2014 Heyskapur er nú fram undan og í sumum héruðum þegar hafinn. Margir bændur vilja vita hver gæði og samsetning er á gróffóðrinu sem þeir ætla að nota næsta vetur. Til upprifjunar og fyrir þá sem eru að taka heysýni í fyrsta sinn þá koma hér fáeinar upplýsingar um feril greininganna. Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu heyfóðri Fyrir þá sem ætla sér ekki að láta mæla fitusýrur og aðrar gerjunarafurðir (í votu heyi) eða vera þátttakendur í NorFor verkefninu varðandi fóðrun mjólkurkúa ættu að nota tækifærið og taka hirðingarsýni. Sé heyið forþurrkað í kringum 45-50% þurrefni er varla nokkur gerjun eða verkunartap sem hefur hagnýtt gildi og þá eru hirðingarsýni ágætur kostur. Allra best er að taka sýnið með þar til gerðum heybor sem leiðbeiningamiðstöðvar hafa útvegað. Fyrir þá sem ekki hafa tök á heyborum geta tekið visk úr múgunum áður en rúllað er, taka sýnið innan úr múgunum, því yfirborðið gæti verið eitthvað þurrara. Gengið er þvert á múgana og tekin visk hér og þar þannig að sýnið endurspegli efniviðinn. Setja strax í góðan plastpoka og loka þétt , merkja vel og setja í frysti. Stærð sýnanna fer eftir þurrkstigi, nægilegt er u.þ.b. 0,5 kg blautt hey, en um 0,3 kg fyrir þurrlegt (í rúmmáli u.þ.b. 1,5 til 3 lítrar). Merkimiðar hafa verið tiltækir hjá leiðbeiningamiðstöðvum, en fyrir þá sem ekki hafa miða tiltæka skal rifja upp helstu upplýsingar sem eiga að fylgja. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja Tökudagur á sýni: Dagsetning. Sendandi: Nafn bónda, heimilisfang og kennitala. Einnig búsnúmer. Netfang sendanda : Hægt að senda niðurstöður rafrænt. Gerð sýna: Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri. Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða annað auðkenni fyrir sýnið. Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardagur. Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur. Verkunaraðferð: Þurrhey, vothey, rúllur, stórbaggar, grænfóður eða annað. Við votheysgerð: Geta um hvort íblöndunarefni séu notuð, og hvaða efni. Söxun: Er heyið fínsaxað, minna en 4 cm, grófsaxað (skorið) eða ósaxað. Tegund: Skrá ríkjandi grastegundir, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Grænfóður: Tegund skal ávallt skrá (hafrar, rýgresi, kál eða annað). Norfor: Mælingar fyrir NorFor forritið (kýr) (skrifa NorFor á blaðið) Við hentugleika eru sýnin send til rannsóknastofunnar annað hvort við lok fyrri sláttar eða í heyskaparlok. Hægt er að senda sýnin í pósti og póstleggja þau fyrrihluta vikunnar þannig að sýnin lendi ekki í bið hjá póstinum yfir helgi. Einnig sjá leiðbeiningamiðstöðvar um að koma sýnunum til rannsóknastofunnar. Mælst er til að síðustu hirðingarsýni verði komin inn til LbhÍ fyrir 1. október, og verkuð sýni fyrir 25. október, sem þýðir að síðustu niðurstöður úr mælingatörninni liggja fyrir hjá bændum fyrri hluta nóvember. Við hefðbundna greiningu hefur verið mælt: þurrefni, meltanleiki, útreiknað orkugildi FEm, prótein, tréni (NDF) og svo steinefni. Verð fyrir viðbótargreiningar liggur ekki endanlega fyrir, en um samvinnu við aðra er að ræða. Munu verð birtast í heild hér í Bbl og víðar núna á næstunni. Hvert á að senda sýnin? Rannsóknastofu LbhÍ, Hvanneyri, 311 Borgarnes sími 4335000 (beint Hvanneyri 4335044 eða Keldnaholt 4335215). Móttaka sýna af Norðausturlandi er í Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri sími 460-4477. Bændur geta sent sýni beint með pósti eða örum leiðum til LbhÍ, eða óskað eftir því við leiðbeiningamiðstöðvar að annast það. Netföng: Hvanneyri rannsokn@ lbhi.is, Keldnaholt, tryggvie@lbhi. is, Búgarður ghg@bugardur.is. Tryggvi Eiríksson, Landbúnaðarháskóla Íslands 125 ár síðan skólastarf hófst á Hvanneyri Landbúnaðarháskóli Íslands útskrifar stóran hóp nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands var slitið í tíunda skipti föstudaginn 6. júní síðastliðinn. Rösklega 70 nemendur háskólabrauta og búfræði voru útskrifaðir að þessu sinni. Athöfnin fór fram í Ásgarði á Hvanneyri. Starfsstöð LbhÍ á Reykjum í Ölfusi – Garðyrkjuskólanum – var slitið fyrir nokkru, en þar voru útskrifaðir 35 nemendur. Þá er þess að geta að á sumardaginn fyrsta (á Skeifudaginn) voru 45 nemendur útskrifaðir úr Reiðmanninum, sem er námslína í endurmenntun LbhÍ. Ágúst Sigurðsson rektor minntist þess í ræðu sinni á Hvanneyri að nú væru 125 ár liðin síðan skólastarf hófst á Hvanneyri og 75 ár síðan Garðyrkjuskólinn varð að veruleika. Á næsta ári er liðin hálf öld frá því að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hóf starfsemi, en Rala ásamt skólunum tveimur er grunnur Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta eru merkar vörður í sögu íslensks vísinda- og skólastarfs. Við getum rakið sögu bændamenntunar á Hvanneyri til þess er Hjörtur Hansson frá Hækingsdal í Kjós kom í skólann um Krossmessu vorið 1889, en skólaárið taldist þá frá miðjum maí til jafnlengdar næsta ár. Þá var skólastjórinn jafnframt eini kennari skólans,“ sagði rektor. Þurfum að framleiða meiri mat Ágúst gerði loftslagsbreyt- ingar og hraða fjölgun mannkyns að umtalsefni í ræðu sinni, en ljóst er að framleiða þarf helmingi meiri mat í heiminum á næstu 50 árum en nú er gert. „Fólksfjölgun er ör og sífellt Vesturlandabúar hafa tamið sér. Þetta verður að gera án þess að ganga frekar á gæði jarðarinnar. Það þarf að auka framleiðni verulega á sama tíma og margt bendir til þess að skilyrði muni versna á stórum landsvæðum vegna loftslagsbreytinga. Staðan er ekki vonlaus – langt í frá. Nú sem endranær er best að treysta á hugvitið og velja árangursríkustu leiðirnar að settu marki. Þarna höfum við – starfsmenn Land- búnaðarháskóla Íslands – mikilvægu hlutverki að gegna. Alveg tvímælalaust. Lágmarkið er að við sjáum okkur sjálfum fyrir nægum matvælum, en því er spáð að Íslendingum muni fjölga um 30% fram til 2060. Við þess að nýta það ræktarland sem við eigum sem betur fer nóg af og þetta þarf að gera með hagkvæmum hæt- ti án þess að ganga á gæði landsins. Íslenskar land- búnaðarafurðir gætu orðið þá er nauðsynlegt að tryggja samkeppnishæfni þeirra. Það kallar aftur á mikil gæði og aukna framleiðni í greininni og þar hljótum við að hafa verk að vinna,“ sagði Ágúst. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ (t.v.), með útskriftarnemendum á Hvanneyri sem voru rösklega 70 þetta vorið. Ljósmyndir / Áskell Þórisson Útskriftarnemendur úr garðyrkjunáminu voru brautskráðir í lok maí á Reykjum í Ölfusi. Ágúst Sigurðsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.