Bændablaðið - 19.06.2014, Side 18

Bændablaðið - 19.06.2014, Side 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Matarmarkaður og matarkeppni Rabarbarahátíð í Reykholti Rabarbaranum verður gert hátt undir höfði í Reykholti laugardaginn 21. júní á fyrsta sveitamarkaði sumarsins í Borgarfirði. Þar verður haldin Rabarbarahátíð sem er samstarfsverkefni Framfarafélags Borgfirðinga, Búdrýginda og Saga Geopark. Borgfirðingar eru hvattir að huga vel að rabarbaranum sínum þessa dagana og grúska í uppskriftum því að einn stór liður í dagskránni verður matarkeppni. Dómnefnd verður skipuð valinkunnum og þjóðþekktum matgæðingum, m.a. frá kokkalandsliði Íslands. Bryndís Geirsdóttir, sem er einn skipuleggjenda, segir að hátíðin í ár verði stærri og umfangsmeiri en áður. „Snorri Sturluson mun hafa yfirsýn yfir gleðina því þetta fer allt fram á flötinni fyrir framan gamla Héraðsskólann og í konungslundinum. Þá geta krakkarnir skoppað í skóginum og þeir á kaffidrykkjualdrinum notið ketilkaffis hjá skógarbændum á konungsflöt,“ segir Bryndís. Hún segir að markaðir Framfarafélagsins hafi verið haldnir um nokkurra ára skeið. „Rabarbarahátíðin er nýbreytni til að poppa upp hefðbundinn sveitamarkað, hún verður á fyrsta markaði sumarsins af þremur. Hún er skemmtilegt tækifæri á að gera fyrstu afurðum náttúrunnar hátt undir höfði þessa ágætu Jónsmessuhelgi. Þó að rabarbaranum sé veitt sérstök athygli er hátíðin einnig venjulegur sveitamarkaður og áhugasamir eru hvattir til að hafa samband þó að þeir vinni ekki með rabarbara.“ Keppa um frambærilegustu vöruna Viðfangsefni keppninnar er Rabarbari og keppt er í þremur flokkum: 1. Sultun 2. Bakkelsi 3. Frjálsri aðferð Veitt verða sérstök verðlaun fyrir frambærilegustu vöruna, þá afurð sem hefur kosti til að fara í vöruþróunarferli til markaðssetningar. Sá sem þau hlýtur fær fjóra daga í Matarsmiðjunni í Borgarnesi og hönnunaraðstoð að launum. Dómnefndin metur afurðirnar með blindsmökkun og því eru keppendur beðnir að merkja afurðirnar ekki sérstaklega. Gott væri að upptalning á innihaldsefnum fylgdi afurðunum, ekki er þó óskað eftir uppskriftum. Úrslit verða kunngjörð þegar dómnefnd hefur lokið störfum, en miðað er við að það verði klukkan 16.00. Aðstandendur hvetja menn til þátttöku og vilja nefna að ekki er skylda að taka þátt í öllum flokkum þó að það sé kostur. Allir eiga möguleika á góðum vinningum, en í fyrsta vinning verður forláta Kitchen Aid-hrærivél frá Einari Farestveit. Keppnin er öllum opin og er skráningarfrestur til klukkan 12.00 sama dag og keppnin fer fram. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á að hafa samband við Eddu Arinbjarnar í síma 699-2636 eða senda henni póst á edda@ husafell.is Æðardúnn verðmætari en nokkru sinni fyrr – útflutningstekjur árið 2013 nærri 600 milljónir króna Ekkert lát er á sölu íslensks æðardúns til erlendra sængurframleiðenda. Verðið hefur tvöfaldast á fjórum voru um 600 milljónir kr. Þessi arfur náttúrunnar er dýrasta landbúnaðarafurð landsins þegar miðað er við þyngd, en kílóið kostar um 200.000 kr. Það er fyrir áræðni æðarbænda og söluaðila sem þessi náttúruauðlind skapar verðmæti, en ótíndur dúnn verður vindi og veðri að bráð. Möguleiki er á að margfalda verðmæti æðardúns með fullvinnslu. Æðardúnn tvöfaldast í verði á fjórum árum Útflutningstekjur af íslenskum æðardúni námu 599.148.104 kr. árið 2013, en það þótti mikill sigur að ná 500 milljóna króna markmiðinu árið 2012. Ári síðar hafa söluaðilar gert enn betur og slógu næstum 600 gengið mjög vel undanfarin ár og virðist ekkert lát á vinsældum dúnsins. Meðalverð á seldu kílói af íslenskum æðardúni var 192.652 kr. í fyrra, sem er tæplega tvöföldun meðalverðs frá 2009 sem var 97.887 kr. á verðlagi verið á verði eftir gengisþróun og milli markaðssvæða og því getur verð rokkað innan sölutímabila. Vöntun hefur verið á æðardúni síðustu ár hjá mörgum söluaðilum sem hefðu getað selt töluvert meira magn en raunin varð. Því hefur verð hækkað hratt. Æðardúnn er takmörkuð náttúruauðlind, en framleiðslan takmarkast við það magn sem fellur til ár hvert í hreiðrum æðarkolla og tíndur er af landeigendum. Ísland er með 70-80% heimsmarkaðshlutdeild með sölu upp á rúm þrjú tonn af hreinsuðum æðardúni síðustu ár sem er ársframleiðslan. Stærstu sölusvæði æðardúns eru Japan og Þýskaland, sem nota dúninn sem fyllingu í sængur. Algengt verð á æðardúnsængum erlendis er um 1,2–1,5 milljónir króna en einnig eru til bæði ódýrari og dýrari sængur eftir dúnmagni í sæng og hreinleika vörunnar. Bændur anna ekki eftirspurn 3.110 kílóum. Það er því fjórða árið í æðardúns og virðist ekkert lát á eftirspurn. Margir söluaðilar hafa þegar gert framvirka samninga um sölu þess æðardúns sem bændur safna saman úr hreiðrum þessar vikurnar. Það virðist því liðin tíð að æðardúnbirgðir safnist upp milli ára. Veðurfar hliðhollt æðarfuglinum Í vor og það sem af er sumri hefur veðurfar verið hagstætt æðar bændum. Það er helst á Austurlandi sem og einhverjir tekið upp votan dún sem er þá þurrkaður um leið og í hús er komið. Það ætti því ekki að koma að sök hvað lokaafurð snertir. Fullvinnsla æðardúns mikilvæg Íslenskur æðardúnn er aðallega notaður sem fylling í æðardúnsængur. Fullframleiðsla fer að mestu fram erlendis þar sem dúnninn er aðallega seldur sem hráefni frá landinu. Það er ekki að ástæðulausu sem verð hefur hækkað síðustu ár. Atvinnuvegaráðuneytið hefur uppfært gæðavottorðin, sem nú eru númeruð og með íslenska skjaldarmerkinu á. Ráðuneytið í samstarfi við Æðarræktarfélag Íslands, Félag atvinnurekenda og Bændasamtökin leita stöðugt leiða til að betrumbæta vottunarkerfið. Útflutningsaðilar hafa unnið ötult markaðsstarf eins og sölutölur sýna glögglega, auk þess sem Æðarræktarfélag Íslands hefur útbúið almennt kynningaefni um íslenskan æðardún á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, þýsku og japönsku. Um er að ræða kynningarmynd og bækling auk þess sem heimasíða félagsins er í þróun en slóðin er www.icelandeider.is. Það er skemmtilegt safn rekið á Reykhólum í A-Barðastrandasýslu auk þess sem verið er að byggja húsnæði í Stykkishólmi sem mun verða framtíðarheimili Æðarseturs Íslands. Síðast en ekki síst er aukning hreinsaður æðardúnn. Hreinsunin fer fram án kemískra efna, en mestallur dúnn er þveginn erlendis áður en hann fer í sængurnar og því ánægjulegt að ná þeim viðskiptum hingað heim. Íslendingar geta gert betur og sótt á markaði með fullunnar vörur og kynnt æðarfuglinn fyrir Íslendingum og ferðamönnum. Með sölu á fullunnum afurðum er hægt að margfalda verðmætin. Umhirða skilar árangri Samvinna æðarfuglsins og mannsins líkist vinasambandi og endurspeglar náttúruna í sinni fallegustu mynd. Æðarbændur undirbúa varpsvæði á vorin í þeirri von að æðarfuglinn velji landið þeirra. Margir æðarbændur gegn rándýrum og ránfuglum. Þeir fá vinnuna ríkulega launaða með æðardúni sem losnar af bringum æðarkolla og þær umlykja hreiður sín með. Æðardúnninn er hreinsaður fyrir sölu og er mikilvægur tekjustofn æðarbænda. Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Björgvin Sveinsson á Innri-Hjarðardal í Önundarfirði eru með æðarvarp rétt við bæjarstæðið. „Veðrið hefur verið milt og þurrt eftir að fuglinn settist upp. Hann hefur aðeins seinkað sér í varp eftir hrakfarir síðustu ára en það hefur fennt yfir varpið síðustu ár, svo rétt hausinn á kollunni hefur staðið upp úr snævi þakinni jörðinni,“ segir Sólveig Bessa. „Ég ákvað að gefa fuglinum sem mestan frið í ár fyrst viðraði svona vel og fór ekki í fyrstu dúntínslu fyrr en um Hvítasunnuhelgina. Þá var komið töluvert af ungum og æðarkollur byrjaðar að leiða út.“ Töluverð aukning hefur orðið á fugli síðustu ár hjá þeim hjónum enda hugsa þau vel um æðarfuglinn. Sólveig Bessa segist sannfærð um að vöktunin skili þessari fjölgun. Margir aðrir æðarbændur hafa tjáð sig um fjölgun hreiðra á samfélagsmiðlum um þessar mundir, svo líkur eru á góðu dúnári. Mun salan ná 650 milljónum árið 2014? Það verður gaman að sjá. /Guðbjörg H. Jóhannesdóttir Súlurnar sýna heildartekjur af sölu æðardúns en gula línan þróunina á kílóverði dúns. Tölur eru á verðlagi hvers árs. Sólveig Bessa Magnúsdóttir Ísland er með 70-80% heimsmarkaðshlutdeild á æðardúni, en eftirspurn eftir vörunni hefur aukist mikið. Myndir / GHJ Matarmarkaður verður haldinn í Reykholti laugardaginn 21. júní. Norskir ráðunautar á ferð um Ísland Í lok síðustu viku komu fimm norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í fjögurra daga heimsókn til fóðurráðgjafa Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunauta- teymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast „Topp Team Fôring“. Farið var um sveitir á Suðurlandi og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir, s.s. Gullfoss, Geysir, Þingvellir, í Bláa lóni og á hestbak (þær áhugasömustu í tvígang). Einnig var farið í heimsóknir til bænda, s.s. í Bryðjuholt, á Litla- og Stóra- Ármót. Á myndinni er hópurinn í heimsókn á Stóra-Ármóti, frá vinstri: Höskuldur Gunnarsson og Hilda Pálmadóttir bústjórar á S-Ármóti, Eirin Sannes Sleteng, Merete Bekkevoll, Anja Våg Skjold, Line Bergersen og Anita Stevnebø frá TINE og Hrafnhildur Baldursdóttir frá RML. Mynd / Jóna Þórunn Ragnarsdóttir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.