Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014
Málgagn bænda og landsbyggðar
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 7.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.600.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is og Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is
Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is
Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621
LEIÐARINN
Eftir langa meðgöngu var nýr
vefur Bændablaðsins opnaður í
síðustu viku. Það er ánægjuefni
fyrir okkur sem stöndum að
blaðinu að bjóða lesendum upp á
betri þjónustu á vefslóðinni bbl.is.
Það er stefnan að setja sem mest af
efni prentútgáfunnar inn á vefinn
og auðvitað líka nýjar fréttir. Sem
fyrr verður hægt að nálgast PDF
af Bændablaðinu aftur í tímann
en helsta breytingin felst í liprari
framsetningu efnis á vefnum en
áður var. Nú er bbl.is aðgengilegur
í snjallsímum og spjaldtölvum
þannig að enginn ætti að vera út
undan þegar afla þarf upplýsinga
úr málgagni bænda og dreifbýlis.
Með nýja vefnum mun
blaðið marka sér skýrari stefnu í
auglýsingum á vefnum. Nú geta
auglýsendur valið á milli nokkurra
valkosta sem þeir ættu hiklaust
að nýta sér. Auglýsingastjóri
Bændablaðsins mun sjá um sölu og
kynningu á auglýsingaborðum og
eru áhugasamir hvattir til að kynna
sér verð og hagstæða skilmála. Þá
mun birting á smáauglýsingum
taka stakkaskiptum á nýja vefnum.
Auðvelt er fyrir notendur að skrá
auglýsingar í gegnum vefinn og
greiða með greiðslukorti í gegnum
örugga greiðslugátt Borgunar.
Smáauglýsingar Bændablaðsins eru
afar vinsælar og hafa þær aukist til
muna að vöxtum undanfarin misseri.
Ástæða er til að þakka þeim
sem unnu að endurgerð vefsins, en
fyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ
sá um forritun og uppsetningu.
Hörður Kristbjörnsson hannaði útlit
vefsins og starfsmenn útgáfu- og
kynningarsviðs Bændasamtakanna,
þeir Sigurður Már Harðarson og
Freyr Rögnvaldsson, báru hitann og
þungann af vefvinnunni í samvinnu
við aðra starfsmenn BÍ.
Allar ábendingar um nýja vefinn
og þróun hans eru vel þegnar á
netfang blaðsins, bbl@bondi.is.
Munum svo að „læka“ og deila!
/TB
Nýr vefur bbl.is
LOKAORÐIN
Byggðamálin komin á dagskrá
Lesendum Bændablaðsins eru færðar
hamingjuóskir í tilefni þjóðhátíðardagsins og
sjötugsafmælis íslenska lýðveldisins hinn 17.
júní síðastliðinn. Þá er lesendum einnig óskað
til hamingju með kvenréttindadaginn 19. júní,
sem nú ber upp á útgáfudag blaðsins. Á næsta
ári verða liðin 100 ár frá því að konur fengu
kosningarétt hérlendis.
Athyglisvert er að lesa ræðu forsætisráðherra
sem flutt var við hátíðarhöldin á Austurvelli að
morgni þjóðhátíðardagsins. Þar gerði ráðherrann
málefni landsbyggðarinnar að umtalsefni. Hann
rakti þá búsetuþróun sem orðið hefur á landinu frá
lýðveldisstofnun og fór yfir aðferðir Norðmanna
til að tryggja dreifða búsetu. Það er löngu tímabært
að íslenskir stjórnmálamenn setji fram alvöru
áherslur í byggðamálum og einkar áhugavert að
heyra áherslur forsætisráðherra. Í ræðu hans sagði
meðal annars:
„Mikilvægast er þó að byggja upp sterka
innviði á landsbyggðinni. Í velmegandi
nútímasamfélagi þarf að tryggja fólki
um allt land öruggar og greiðar samgöngur
og fjarskipti, heilbrigðisþjónustu,
menntun og aðra þjónustu hins opinbera.
Það hlýtur líka að vera æskilegt og
eðlilegt að opinber störf dreifist jafnar
um landið en þau gera nú.
Stór hluti af útflutnings- og skatttekjum
samfélagsins verður til á landsbyggðinni.
Það er eðlilegt að sú verðmætasköpun
nýtist í meira mæli til fjárfestingar og
uppbyggingar innviða.“
Það þarf ekkert að velkjast í vafa um að stefna
forsætisráðherra í byggðamálum er mjög
skýr. Í orðum hans felst viðurkenning á þeirri
verðmætasköpun sem á sér stað á landsbyggðinni
og mikilvægi þess að styrkja innviði og bæta
búsetuskilyrði um allt land. Bændasamtökin fagna
þessum orðum enda er skýr og öflug byggðastefna
forsenda fyrir öflugum landbúnaði.
Á búnaðarþingum undanfarin ár hefur umræða
um stöðu þeirra sem búa í dreifbýli farið vaxandi.
Veikir innviðir samfélaga á landsbyggðinni og
niðurskurður á grunnþjónustu er staðreynd sem
nauðsynlegt er að bregðast við. Viðhald vega
á landsbyggðinni er víða slæmt og hönnun
og burðarþol gamalla vega er fjarri kröfum
nútímans. Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu
og löggæslu veldur miklum áhyggjum og
óöryggi hjá íbúum á landsbyggðinni. Sjálfsagðir
hlutir eins og rafmagn, sjónvarp, nettenging og
farsímasamband eru allt of víða í lélegu ástandi.
Það einfaldlega gengur ekki upp í samfélagi
21. aldarinnar. Vissulega hefur mikið áunnist á
liðnum árum í fjarskiptamálum en tækniþróun er
mjög hröð og kröfur almennings miklar. Búseta
í dreifbýli á að vera raunhæfur valkostur í frjálsu
landi og óumdeildir eru ýmsir þeir kostir sem
minni samfélög sveita og bæja hafa upp á að
bjóða. Fjöldi fólks hefur enda áhuga á að njóta
þeirra kosta. Við eigum að leggja stolt okkar í að
möguleikarnir séu sem opnastir fyrir þá sem það
vilja gera. Það skiptir máli fyrir þjóðina í heild.
Hins vegar eru oft deildar meiningar
þegar rætt er um byggðamál. Þeir sem búa á
landsbyggðinni gagnrýna oft á tíðum vaxandi
skilningsleysi höfuðborgarbúa á aðstæðum
þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Þetta
endurspeglast m.a. í umræðu um staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar og forgangsröðun ýmissa
samgönguverkefna. Í opinberri umræðu er það
einnig gagnrýnt að landsbyggð annars vegar og
höfuðborg hins vegar sé stillt upp sem andstæðum
pólum með ólíka hagsmuni. Í ræðu sinni ræddi
forsætisráðherra einmitt þessi viðfangsefni:
„Það er öllum í hag að byggðaskilyrði séu
góð um land allt. Þannig nýtast þeir
möguleikar sem búa í þjóðinni og
landinu best og það gagnast samfélaginu
öllu. Höfuðborgarbúar hafa af því ríka
hagsmuni ekki síður en þeir sem búa utan
borgarinnar.“
Það er svo sannarlega hægt að taka undir
þessi orð forsætisráðherra. Bændasamtökin hafa
ítrekað minnt á þau tækifæri sem eru til staðar til
að auka matvælaframleiðslu á Íslandi. Til þess
þurfum við að nýta með sjálfbærum hætti það
landbúnaðarland sem aðgengilegt er um allt land.
Ein af forsendum þess er að búseta í dreifbýli
sé raunverulegur valkostur. Til þess þarf alvöru
byggðastefnu. Vonandi er ræða forsætisráðherra
upptaktur að aðgerðum í byggðamálum.
Landsmót hestamanna
Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna
er nú á lokametrunum. Landsmót ehf., sem
stendur að skipulagningu viðburðarins, er
sameign Bændasamtakanna og Landssambands
hestamannafélaga. Öflug markaðssetning hefur
verið á mótinu undanfarið og miðar í forsölu hafa
selst gríðarlega vel. Úrtökumót hafa verið haldin
víða um land og ljóst að gríðarlegur fjöldi öflugra
gæðinga er væntanlegur á mótið. Aldrei hafa fleiri
kynbótahross unnið sér rétt til þátttöku á mótinu, en
nú eru þau um 280. Ljóst er að ákvörðun fagráðs
í hrossarækt um að setja sérstök lágmörk fyrir
klárhross var skynsamleg og skýrir að hluta til
þennan mikla fjölda. Enn fremur er það ljóst að
mikil framför á sér stað í ræktun kynbótahrossa í
landinu, en hluta aukningarinnar má vafalaust rekja
til markviss kynbótastarfs hrossabænda.
Allt bendir til þess að landsmótið á
Gaddstaðaflötum við Hellu verði hið glæsilegasta
og þegar hefur verið greint frá því að mótsstjóri
hafi náð samningum um gott veður þegar
mótið fer fram. Landsmót hestamanna er í senn
uppskeruhátíð hrossaræktenda og hestamanna
um allt land og er óhætt að segja að þar finni allir
eitthvað við sitt hæfi. Við viljum hvetja sem flesta
til að láta sjá sig á mótinu, sem stendur frá 30. júní
til 6. júlí. Sú sérstaða sem íslenski hesturinn hefur
á heimsvísu gerir það að verkum að Landsmót
hestamanna er ekkert annað en heimsviðburður
– haldinn í íslenskri sveit.
/SSS
Ísland hefur í gegnum tíðina gert
26 fríverslunarsamninga við 34
ríki, ásamt öðrum EFTA-ríkjum,
um afnám og/eða lækkun tolla á
iðnaðarvörum, fiski og unnum
og óunnum landbúnaðarvörum.
Þessir samningar taka mið af
samningum sem Ísland hefur
gert við Evrópusambandið og
yfirleitt er ekki samið um meiri
tilslakanir á tollum en þar er gert.
Þetta kom fram í svari Sigurðar
Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra,
við fyrirspurn Össurar
Skarphéðinssonar um tollfríðindi
í kjötútflutningi rétt fyrir þinglok.
Fjölbreyttir samningar í gildi
Í svari ráðherra rifjaði hann upp
hvaða samningar eru í gildi og
hvers eðlis þeir eru. Árið 2005 gerðu
Ísland og Færeyjar tvíhliða samning,
svokallaðan „Hoyvíkursamning“,
sem felur m.a. í sér gagnkvæma
fríverslun með landbúnaðarvörur,
en hann er mun víðtækari en
hefðbundnir fríverslunarsamningar.
Í júlí 2013 tók nýr samningur gildi
um innflutning á 600 tonnum af
kindakjöti til Noregs, en hann
leysir af hólmi eldri samning frá
árinu 1969. Meginbreytingin er
að nýi samningurinn gildir um allt
kindakjöt, en eldri samningur var
bundinn við kjöt í heilum og hálfum
skrokkum og saltað kjöt. Árið 2013
var gerður fríverslunarsamningur
milli Íslands og Kína, en Alþingi
hefur nýlega heimilað ríkisstjórninni
að fullgilda þennan samning fyrir
Íslands hönd. Gert er ráð fyrir að
hann taki gildi 1. júlí 2014.
Samningi við ESB ætlað að
glæða viðskipti með búvörur
Í mars 2007 tók gildi samningur
Íslands og Evrópusambandsins á
grundvelli 19. gr. EES-samningsins
sem leysti af hólmi gamlan
viðskiptasamning frá árinu 1972.
Samningurinn fól í sér að tollar á
ýmsar landbúnaðarvörur voru felldir
niður í viðskiptum milli Íslands og
Evrópusambandsins. Samningnum
var ætlað að leiða til lægra verðs
á innfluttum landbúnaðarafurðum
á Íslandi og um leið skapa ný
sóknarfæri til útflutnings íslenskra
landbúnaðarafurða. Samningurinn
er gerður á grundvelli 19. gr.
samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið, en þar er kveðið
á um reglulega endurskoðun á
viðskiptum með landbúnaðarafurðir
milli EFTA-ríkjanna innan EES og
ESB. Þetta var í fyrsta sinn sem
Ísland og Evrópusambandið gerðu
samning á grundvelli fyrrnefndar
greinar. Í samkomulaginu felast
m.a. gagnkvæmar niðurfellingar
á ýmsum landbúnaðarvörum. Í
samningnum felst einnig að tollfrjáls
lambakjötskvóti Íslands er hækkaður
úr 1.350 tonnum í 1.850 tonn. Þá
fær Evrópusambandið tollfrjálsan
kvóta til Íslands fyrir 100 tonn af
nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti,
200 tonn af kjúklingakjöti, 100 tonn
af ostum, 100 tonn af kartöflum og 20
tonn af rjúpum. Þá voru samþykktir
gagnkvæmir 100 tonna tollfrjálsir
kvótar fyrir pylsur. Ísland fékk aftur
á móti 350 tonna tollkvóta fyrir smjör
og 380 tonna innflutningskvóta fyrir
skyr til ESB-landanna. Þá var um
það samið að tollar á kjötvörum
úr 2. kafla tollskrár yrðu lækkaðir,
að meginreglu til, um 40% frá
almennum verð- og magntolli.
Íslensk stjórnvöld hafa um
alllangt skeið átt í tvíhliða
viðræðum við Evrópusambandið
um aukin gagnkvæm viðskipti með
landbúnaðarvörur og standa vonir
til þess að þeim viðræðum ljúki á
næstu mánuðum.
Er þörf fyrir auknar tollaívilnanir
vegna útflutnings?
Ráðherra var einnig spurður að því
hvort samningar um tollfríðindi
svöruðu þeim þörfum sem aukin
fullvinnsla og hugsanlegur
útflutningur á ferskum afurðum
hefði í för með sér. Svaraði hann
spurningunni á þá leið að eftir því
sem best væri vitað lægi engin slík
áætlun fyrir. Sala á kjötafurðum
hefði verið svipuð og undanfarin
ár en væri þó nokkuð sveiflukennd
eftir einstökum kjöttegundum.
Innlend framleiðsla hefði ekki náð
að fullnægja eftirspurn hér á landi
í nautakjöti og einstökum hlutum
svínakjöts. Kjúklingaframleiðsla
hefði hins vegar náð að svara
eftirspurn að mestu leyti.
Framleiðsla lambakjöts hefði verið
meiri en innanlandsmarkaði næmi
til fjölda ára. Á síðustu árum hefði
útflutningur kindakjöts verið á
bilinu 2.500–3.000 tonn.
Í maí 2011 fóru Landssamtök
sláturleyfishafa þess á leit
við stjórnvöld að þau beittu
sér fyrir samningum við
Evrópusambandið um stærri
tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir
lambakjöt á markaði sambandsins.
Núverandi innflutningskvóti er
1.850 tonn en óskað var eftir að
kvótinn yrði aukinn í 4.000 tonn.
Áhugi hefur einnig komið fram
frá fulltrúum annarra kjöttegunda
um útflutningskvóta fyrir svína- og
kjúklingakjöt, sagði í svari Sigurðar
Inga.
Fríverslunarsamningar og viðskipti með búvörur