Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Bærinn Böðvarshólar í Vesturhópi stendur sunnarlega við Vatnsnesfjall, austan megin. Umhverfi bæjarins er næsta sérkennilegt. Bærinn er í frjóum, fögrum og rúmmiklum fjallahvammi og að nokkru umluktur hólum og hæðaklösum við rætur fjallsins. Hvammurinn er konungsríki út af fyrir sig, því hvergi sér til annarra bæja. Góð og smekkvís öfl hafa skapað þennan broshýra og gróðurríka sólarhvamm. Konráð keypti jörðina af foreldrum sínum, þeim Jóni Gunnarssyni og Þorbjörgu Konráðsdóttir, árið 1978, þá 20 ára. Býli: Böðvarshólar. Staðsett í sveit: Vesturhópi Húnaþing vestra. Ábúendur: Konráð Pétur Jónsson og Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir. Einnig búa dóttir okkar, tengdasonur og barnabarn á bænum, þau Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Jón Benedikts Sigurðsson og Margrét Ragna Jónsdóttir, en þau stefna á að taka við af okkur í framtíðinni. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin eru fjögur og barnabörnin eru orðin þrjú. Elstur er Jón Frímann, búsettur í Danmörku, Þorbjörg Helga býr ásamt manni sínum Hákoni Bjarka Harðarsyni og tveim dætrum, þeim Ragnheiði Birtu og Halldóru Brá, á Svertingsstöðum í Eyjafirði, Ingveldur Ása og Daníel Óli býr í Reykjavík. Hundarnir Neró og Týra og tveir hvolpar ásamt kettinum Ídu. Stærð jarðar: Tæpir 1600 ha. Þar af ræktað land um 50 ha. Gerð bús: Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir: Á búinu eru um 600 fjár, 30 hross, 20 hænur, 4 hundar og 1 köttur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög árstíðabundið en núna er verið að þrífa fjárhúsin eftir sauðburð, huga að girðingum og húsbóndinn veiðir tófu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Ef vel gengur er allt skemmtilegt nema að klippa klaufir, það er alltaf leiðinlegt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Hann verður með svipuðu sniði. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í fínum farvegi. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við pössum upp á sérstöðu íslensks landbúnaðar. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að halda áfram að reyna við erlenda markaði. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt gott, held samt að lambakjötið hafi vinninginn. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við tókum nýju fjárhúsin í notkun, árið 2008. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Morgunverður meistaranna Nú er heimsmeistaramótið í knattspyrnu komið á góða siglingu og þá er nauðsynlegt fyrir eldheita fótboltamenn að borða kjarngóðan morgunverð. Hér er skemmtileg og auðveld útgáfa af morgunverði meistaranna, innblásin af hinum fræga rétti „eggs Benedict“. Það er hægt að prófa annað en hænuegg, t.d. akurhænuegg sem fást á bændamarkaðnum í Borgarnesi. En íslenska hænueggið klikkar ekki í úrvals morgunmat, fullum af orku. Hollandaise-sósa Hráefni › 4 stórar eggjarauður › ½ bolli smjör (8 matskeiðar) › 2-4 tsk. sítrónusafi › 1/8 tsk. sjávarsalt Aðferð: Hrærið saman eggjarauður í 30 sekúndur til að brjóta þær upp í stálskál. Bætið í þremur matskeiðum af smjöri. Setjið á pott af heitu vatni á meðan hrært er stöðugt í (verið varkár og ekki láta sjóða of mikið, bara smá malla, því við erum ekki að gera hrærð egg!) Eftir um 5–10 mínútur munu eggjarauðurnar þykkna upp og sósan ná fölgulum lit. Fjarlægið úr hita og hrærið fimm matskeiðum af smjöri út í þar til sósan er slétt. Hrærið í 2–4 teskeiðar af sítrónusafa og smakkið til með salti. Setjið til hliðar á meðan þið lagið blini- pönnukökurnar. Blini-pönnukökur Hráefni › ½ bolli hveiti › 1 tsk. sykur › 1/8 tsk. salt › ½ tsk. matarsódi › 1 stórt egg › 1 stór eggjarauða › ¼ bolli sýrður rjómi › 2 matskeiðar súrmjólk Aðferð: Sigtið saman þurrefni í stóra skál. Hrærið egg, eggjarauður, sýrðan rjóma og súrmjólk vel saman í aðra skál. Léttþeytið eggjablönduna og blandið í þurrefnum. Leyfið deiginu að hvíla í nokkrar mínútur. Gerið pönnukökur eftir smekk. Sumir vilja stórar, aðrir litla sæta munnbita. Notið ½ pakka af beikoni og steikið. 16–20 stk. akurhænuegg ættu að duga fyrir fjölskylduna. Auðvelt er að spæla eggin á pönnu og framreiða með stökku beikoni eða skinku. Toppið svo réttinn með hollandaise- sósu. Það má líka ediksjóða eggin og raða upp í turn eins og gert er á fínum morgunverðarstöðum. Með þessari aðferð er sama bragð með einfaldari aðferð sem allir ættu að geta treyst sér í. Sætur eftirréttur Það er tilvalið að bæta í deigið ögn af sykri eða hunangi og ögn af vanilludropum og baka ljúffengar pönnukökur í eftirrétt. Framreiðið með steiktum banönum, brytjið niður súkkulaðibita og þeytið nýjan rjóma. Þetta er óviðjafnan- legt og sykursætt. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Böðvarshólar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.