Bændablaðið - 19.06.2014, Side 26

Bændablaðið - 19.06.2014, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Líf íslenska bóndans – hugleiðing frá formanni SUB Á meðan urmull neytenda fær matnum öllum torgað er hnignun bóndans búlanda því ekkert fær hann borgað. Þessari vísu skaut upp í kollinn á mér á dögunum, þegar ég var í leiðu skapi og djúpum hugleiðingum um kjör bænda. Það sem fer helst í taugarnar á mér er hvað það fer oft lítið púður í umræðu um hvernig við ætlum að bæta kjör bænda. Við tölum gjarnan um að við verðum að standa vörð um íslenskan landbúnað. Oft í því samhengi að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið, því þá gæti bændum fækkað og kjör þeirra versnað. „Sá sem er dauður hann er dauður hvaðan sem á hann stendur veðrið.“ -Sigfús Daðason: Fyrsta bjartsýnisljóðið: Um dauðann Við skulum búa okkur til myndlíkingu um íslenska bóndann – dauðann. Það breytir engu hvort íslenski bóndinn er dauður innan Evrópusambandsins eða utan þess. Hann er alveg jafn dauður. Þess vegna langar mig að ræða, ekki hvort við eigum að ganga í ESB, heldur hvernig við lífgum við íslenska bóndann. Hvernig getum við bætt kjör íslenska bóndans? Ég ætla að taka við búskapnum heima og er byrjaður að gera mig breiðan. Ég ætla ekki að vera dauður íslenskur bóndi. Þannig að ég er bara nokkuð bjartsýnn, en hef mikinn metnað fyrir því að hafa gott upp úr mínum búskap – sem útskýrir þessar dapurlegu pælingar. En í stað þess að hafa allan pistilinn ljóðrænan og óljósan ætla ég að nefna nokkra hluti sem ég tel að muni verða íslenska bóndanum til lífs. Búum hefur farið fækkandi alls staðar, innan og utan Evrópusambandsins. Ég held að sú þróun muni halda áfram, og ég held að hún sé ekki slæm. Mikið af störfum sem hafa tapast er einfaldlega vegna aukinnar tæknivæðingar, og oft alls ekki eftirsóknarverð störf sem tapast. Þá á ég við að mokstur úr haugkjöllurum og sláttur með orfi og ljá sé ekki eftirsóknarverð vinna. En ég er líka ungur og latur. Með öflugri gæðastýringu og sífellt meiri kröfu um upprunamerkingu munu þeir hætta búskap sem ekki standast væntingar neytenda. Í stað þess að reyna að koma í veg fyrir þá þróun held ég að mætti gera meira af því að vinna afurðir heima í héraði, sem hefur reyndar verið gert víða – en mætti gera í enn ríkari mæli. Þetta gæti orðið raunhæft með auknum útflutningi dýrra gæðamatvæla. Það gæti leitt af sér öflugri byggð og fjölbreyttara atvinnulíf á landsbyggðinni. Ég hef þá skoðun að íslenskir bændur offjárfesti í vélum. Aukin sérhæfing í þeim þætti búskaparins myndi leiða af sér betri afkomu bænda. Ef bændur myndu frekar nýta sér þjónustu vélaverktaka held ég að það myndi ekki bara spara mönnum háar fjárhæðir í vélafjárfestingu, heldur gæti það líka orðið til þess að verkin yrðu betur unnin. Að öllum bændum ólöstuðum held ég að menn sem fást einungis við að plægja tún, bera á og verka hey ættu að geta gert það betur en bændur sem eru allt í öllu. Þetta myndi því ekki bara spara mönnum vélar, heldur gæti þetta líka leitt til betri fóðurverkunar og afurðaaukningar. Ég held að nú þegar kvótakerfi í landbúnaði er orðið framleiðsluletjandi og stendur í vegi fyrir eðlilegri nýliðun sé kominn tími til að endurskoða það, og mögulega leggja það af með öllu. Mér finnst það léleg ráðstöfun á almannafé að mönnum sé borgað fyrir að framleiða ekki að fullu upp í kvótann. Mér finnst fáránlegt hve miklir fjármunir eru bundnir í lofti – réttinum til að framleiða matvæli. Ráðgjafarþjónusta í landbúnaði er mikilvæg en vannýtt. Ef bændur leituðu oftar til ráðunauta RML mætti auka skilvirkni, framleiðni og afkomu búa. Það eru svo mikil ógrynni af upplýsingum sem bændur sitja á en hafa oft ekki tækifæri til að greina eða nýta í búrekstrinum. Fjármunir sem bændur setja í hey- og jarðvegssýnatöku, áburðarráðgjöf og aðra margvíslega þjónustu eru fljótir að skila sér í formi betri afurða. Ég held að það sé röng hugsun að frumkvæðið að nýtingu þessarar þjónustu eigi alfarið að koma frá bændum. RML er ekkert annað en fyrirtæki að selja ákveðna þjónustu. Segjum svo að ég sé bóndi sem hefur aldrei notað þjónustu ráðunauta, þá byrja ég ekki á því að nýta mér hana nema mér sé sýnt fram á ótvíræða kosti þess. Kannski þarf eitt stykki „Herbert Guðmundsson“ sem keyrir um og sannfærir bændur um að skrifa undir samstarfssamninga við RML. Ég ætlaði fyrst að hafa titil þessa pistils „Dauði íslenska bóndans“ en ég sá það þegar ég var lengra kominn með pistilinn að það er of þunglyndislegur titill. Vegna þess að ég er, þrátt fyrir mikla þörf um framþróun, mjög bjartsýnn fyrir hönd íslenska bóndans. Þess má geta að ýmsir þættir í pistlinum eru dramatíseraðir og eitthvað er um alhæfingar, það er bara svo leiðinlegt að skrifa endalaust miðjumoð. Ég veit að það eru fjölmörg bú um allt land sem eru að gera mjög góða hluti. En framfarir verða hægar nema við stundum virka og opinskáa umræðu um markmið og leiðir að framsókn. Einar Freyr Elínarson Formaður Samtaka ungra bænda Lesendabás R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an d R áð an R áð an R áð an R áð an R áð an R áð an áð a R áð a R áð a R áð a R áð R á RRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR i - a u i - a u i - a u i - a u i - a u i - a u i - a u i - a u i - a ua- aaai a i - a i - aa- ai - gl ýs in gl ýs inn gl ýs in gl ýs i gl ýs gl ýs gl ýs gl ýsýsýý gl ý gl ý gl ýýýýý g ýý glgggggg ga st of ga st ofto f too f as to aaaag eh f e a a a Gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum 25 gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum eftir Reyni Ingibjartsson er komin út, en hún er fimmta bókin í ritröðinni um gönguleiðir sem allar hafa notið mikilla vinsælda. Hér er lýst 25 gönguleiðum í Borgarfirði, á Mýrum og í Dölum. Þráðurinn liggur frá Hvanneyri við Borgarfjörð og að Ólafsdal við Gilsfjörð. Þessir staðir fóstruðu fyrstu bændaskólana á Íslandi og milli þeirra liggja margar búsældarlegar byggðir. Hinar mjúku línur Borgarfjarðardala eiga sér hliðstæður í Dölunum og ekki má gleyma strandlengjunni og innfjörðunum. Úti fyrir eru Faxaflói og Breiðafjörður. Þessi gönguleiðabók er sú fimmta í röðinni þar sem bókarhöfundur, Reynir Ingibjartsson, lýsir gönguleiðum á Vestur- og Suðvesturlandi. Um er að ræða hringleiðir sem margar tengjast þekktum sögustöðum í Borgarfirði og Dölum. Haldið er niður til stranda á Mýrum, kringum Klofning í Dölum og upp til heiða og dala. Fjölbreytnin er því mikil og náttúruperlur leynast víða. Baula gnæfir yfir eins og viti og í fjarska birtist Snæfellsjökull á björtum degi. Hann kallast á við hvítan skallann á Eiríksjökli. Kannski er ekki rétt að tala um gönguleiðir – frekar leiðalýsingar, því oft skortir merkingar og lítið er um malarborna göngustíga. En fjárgötur og troðningar liggja víða og eftir þeim hefur þjóðin gengið um aldir á misjöfnum skóm. Það er alltaf forvitnilegt að rekja slóðir mæðra okkar og feðra. En stígum varlega til jarðar því við tökum ekki með okkur sporin. 25 gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum er fimmta bókin í ritröð bókaútgáfunnar Sölku um gönguleiðir. Fyrst kom bókin um 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu (2010), þá um Hvalfjarðarsvæðið (2011), Reykjanesskagann (2012) og Snæfellsnes (2013). Bækurnar hafa öðlast miklar vinsældir hjá unnendum útivistar. Menntaskólanum að Laugarvatni var slitið og stúdentar brautskráðir laugardaginn 24. maí. Brautskráðir voru 35 stúdentar, 19 af félagsfræðabraut og 16 af náttúrufræðabraut. Á fyrstu útskrift Menntaskólans að Laugarvatni vorið 1954 útskrifaðist hópur 10 sveina sem nýstúdentar frá skólanum, en hann var formlega stofnaður 12. apríl 1953. Í nokkur ár þar áður höfðu nemendur í svonefndri Skálholtsdeild Héraðsskólans á Laugarvatni (Laugarvatnsskóla), sem er í raun undanfari þess að Menntaskólinn að Laugarvatni er stofnaður, þreytt próf við MR. Þessir 10 nýstúdentar voru eftirfarandi, taldir upp í þeirri röð sem þeir eru á meðfylgjandi ljósmynd tekin af veggmynd. Myndin sú er samsett úr tveimur myndum, annarri tekinni 1954 við útskrift þeirra og hinni tekinni 2004 þegar þeir héldu upp á 50 ára útskriftarafmæli sitt er þeir voru 50 ára júbilantar. Myndirnar eru teknar á sama stað með 50 ára millibili og röðuðu þeir sér upp í sömu röð og á upphaflegu myndinni. Nýstúdentar ML 1954:Árni Bergmann, Þórður Kr. Jóhannsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Jóhannes Sigmundsson, Hörður Bergmann, Unnar Stefánsson, Árni Ólafsson, Óskar H. Ólafsson, Sveinn J. Sveinsson, Víglundur Þorsteinsson. Á myndinni frá 1954 eru einnig Bjarni Benediktsson, menntamálaráðherra, og Sveinn Þórðarson skólameistari. Á myndinni frá 2004 eru einnig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og undirritaður skólameistari Halldór Páll Halldórsson. Á útskrift skólans hinn 24. maí 2014 komu níu þessara höfðingja til að fagna 60 ára útskriftarafmæli sínu en einn þeirra, Árni Ólafsson barnalæknir er starfaði í Sviss, féll frá í apríl síðastliðinn. Mynd var tekin þriðja sinni á sama stað hvar þeir röðuðu sér upp með sama hætti og fyrr. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kom sérstaklega á Laugarvatn til að vera með á mynd af hópnum. Á myndinni er einnig Halldór Páll Halldórsson skólameistari. Það verður að segjast að það er einstakt og þakkarvert að tækifæri skuli hafa gefist til þessarar myndatöku af fyrstu 60 ára júbilöntum skólans, öllum á níræðisaldri. Níu höfðingjar mættu við brautskráningu skólans til að fagna 60 ára útskriftarafmæli Árni Bergmann, Þórður Kr. Jóhannsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Jóhannes Sigmundsson, Hörður Bergmann, Unnar Stefánsson, Óskar H. Ólafsson, Sveinn J. Sveinsson, Víglundur Þór Þorsteinsson, Illugi Gunnarsson, Halldór Páll Halldórsson. Mynd / Ívar Sæland Einar Freyr Elínarson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.