Bændablaðið - 19.06.2014, Síða 23

Bændablaðið - 19.06.2014, Síða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 B 60 WÚtskiptanlegur haus BR 35/12 C BD 40/12 C BR 40/10 ADV BD 50/40 RS K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Eigum tinda og hnífa í flestar gerðir véla H 2 h ö n n u n , h 2h .is Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is 25240 Litir: Svartur/hvítur Str. 36-42 Verð 9.900,- 25180 Litir: Svartur/hvítur Str. 36-46 Verð 10.500,- 00314 - Boston Litir: Svartur/ hvítur Str. 36-47 Verð 12.900,- Teg. 25130 Litir: Svartur/hvítur Str. 36-42 Verð 10.500,- Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878 Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. Fatnaður og skór til vinnu og frístunda Mikið úrval af klossum Vatteraðir jakkar fyrir dömu og herra í 5 litum Verð 14.900 Teg. 25090 Litir: Svart/Hvítt/Blátt Str. 36-42 Verð 14.990,- Praxis.is Pantið vörulista Ráðstefnan Nordtic haldin 25. júní: Nýsköpun í hinu norræna lífhagkerfi Hinn 25. júní verður ráðstefnan Nordtic haldin á Hótel Selfossi þar sem fjallað verður um Norræna lífhagkerfið (e. Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (e. Arctic Bioeconomy). Ráðstefnan er haldin í tengslum við fund norrænna ráðherra hér á landi, en Ísland fer með formennsku í Norræna ráðherraráðinu á þessu ári og leggur áherslu á nýsköpun í hinu norrænna lífhagkerfi til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt. Að sögn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, sem er fagstjóri hjá Matís og heldur erindi á ráðstefnunni, hefur hugtakið lífhagkerfi (e. Bioeconomy) verið notað til að ná yfir allar lífauðlindir, samspil þeirra og samhengi og áhrif á efnahagslega, umhverfislega og félagslega þætti. „Rannsóknir á sviði lífhagkerfis ganga þannig þvert á atvinnugreinar og leitast við að hámarka ávinning auðlinda án þess að ganga á þær. Ráðstefnan á Selfossi snertir á mörgum af þeim þáttum sem nauðsynlegir eru öflugu lífhagkerfi og samfélagi. Má þar nefna markaðsaðgengi, matvælaöryggi, viðnámsþrótt vistkerfa, nýtingu á úrgangi og nýsköpun,“ segir Sigrún Elsa. Nýsköpun í matvælaframleiðslu Matís leiðir norræn nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á þessu sviði næstu þrjú árin. Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í matvælaframleiðslu, aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukinni framleiðslu lífmassa. Um fjörutíu vöruþróunarverkefni hafa þegar verið sett í gang á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum og verður afrakstur fyrsta hluta þeirra kynntur á ráðstefnunni. Stefnt er að því að á þriðja tug vara frá löndunum þremur verði þar til sýnis og jafnvel smökkunar. Vöruþróun í lífhagkerfi norðurslóða Erindi Sigrúnar á ráðstefnunni fjallar um vöruþróun í lífhagkerfi norðurslóða, en ásamt því að leiða nýsköpunarverkefni formennskuáætlunarinnar hefur hún leitt norræna verkefnið um lífhagkerfi norðurslóða. Verkefnið felur í sér kortlagningu á lífauðlindum á norðurslóðum og mat á afrakstri þeirra auk samanburðar og greiningar milli svæða. „Í verkefninu er sérstaklega horft til matvælaframleiðslu með tilliti til fæðuöryggis auk þess sem nýsköpunarhæfni svæðanna og einstakra greina er metin. Þetta er gert til þess að hægt sé að meta tækifæri og ógnanir og ráðast í kjölfarið í verkefni sem styrkja svæðin á þessu sviði,“ segir Sigrún Elsa. „Miklar lífauðlindir er að finna á norðurslóðum og eru þær mikilvægar fyrir efnahagslíf landanna. Það er mikilvægt að ná saman yfirliti yfir auðlindir og afrakstur þeirra svo unnt sé að meta árangur og greina hvernig efla megi svæðin. Með því að auka verðmæti afurða, örva og styrkja lífhagkerfið og afkastagetu þess aukum við efnahagslegan árangur.“ Fjölmörg tækifæri til nýsköpunar fyrir hrávöruþjóðir „Ísland, Grænland og Færeyjar eiga það sammerkt eins og staðan er núna að lífhagkerfi þeirra byggja í meira á hrávöruútflutningi heldur en hagkerfi hinna Norðurlandaríkjanna og má því halda því fram að hagkerfi hinna landanna séu þróaðri en okkar. Í þessu felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland, Færeyjar og Grænland til að efla nýsköpun á þessu sviði og þróa fjölbreyttari matvæla- og líftækniiðnað.“ Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast vefslóðinni á http://www.matis.is/ nordtic. /smh Sigrún Elsa Smáradóttir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.