Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014
Fréttir
Áburðarpoki Ekki er gert ráð fyrir auknu eftirliti í breytingum á lögum. Þar
eru þó ákvæði um aukna ábyrgð fyrirtækja og hert refsiákvæði.
Hert lög um fóður
og áburð
Á vordögum samþykkti Alþingi
breytingar á lögum um eftirlit
með fóðri, áburði og sáðvöru.
Breytingarnar fela meðal annars
í sér aukna ábyrgð framleiðenda
og bætt þvingunarúrræði
Matvælastofnunar.
Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri
matvælaöryggis- og neytendamála
hjá Matvælastofnun, segir að um
viðbót sé að ræða sem herði frekar
á ábyrgð fyrirtækja sem framleiða
eða flytja inn þessar vörur. Í þessum
lögum eru skýrari ákvæði en fyrr
um ábyrgð fyrirtækjanna á að
efnainnihald og eiginleikar vörunnar
séu í samræmi við innihaldslýsingar
og leiðbeiningar.
Framleiðsla lyfjablandaðs fóðurs
háð leyfi Matvælastofnunar
„Í lögunum eru ákvæði um
tilkynningarskyldu fyrirtækjanna
til Matvælastofnunar ef örverur
greinast í framleiðsluumhverfinu til
dæmis í húsnæði eða á búnaði, áður
náði þessi skylda einungis ef örverur
greindust í fóðri eða í vinnslurás.
Það eru líka ákvæði um
framleiðslu lyfjablandaðs fóðurs,
komi til þess að slíkt sé nauðsynlegt.
Er nú framleiðsla á slíku fóðri háð
leyfi frá Matvælastofnun.
Með nýju lögunum bera
áburðarfyrirtæki og stjórnendur
þeirra nú hliðstæða ábyrgð á
framleiðslu og söluvöru sinni og
fóðurfyrirtæki. Þar er átt við ábyrgð
á efnainnihaldi og öryggi áburðarins
sem fyrirtækið framleiðir eða dreifir
til notenda. Þar koma inn ákvæði
um innköllun áburðar sé hann talinn
geta valdið hættu fyrir heilsu dýra
og manna eða orðið þess valdandi
að matjurtir eða dýraafurðir verði
óhæfar til neyslu. Þessi ákvæði ná
til alls áburðar hvort sem hann er
innfluttur eða framleiddur hérlendis,
sömuleiðis hvort hann er tilbúinn
steinefnaáburður eða lífrænn – eins
og molta, melta eða kjötmjöl,“ segir
Valgeir.
Hert refsiákvæði
„Í þessum nýju lögum eru einnig
hert á refsiákvæði um heimild til
stjórnvaldssekta og annarra refsinga
fari fyrirtæki ekki samkvæmt þessum
lögum og eru þessi atriði tilgreind
sérstaklega. Brot geta einnig verið
kærð til lögreglu og skulu meiri
háttar brot fara þá leið.
Nú eru komin í lög skýrari
þvingunarúrræði gagnvart brotum.
Hingað til hefur Matvælastofnun
ekki haft ótvíræð ákvæði varðandi
refsingar þegar fyrirtæki uppfylla
ekki kröfur í löggjöf. Þau úrræði
sem hafa verið til dæmis varðandi
þessar vörur er að taka þær af
skrá stofnunarinnar, þannig að ef
fyrirtæki ætli að flytja sömu vöru
inn aftur verður að endurskrá hana
og síðan er dreifing hennar ekki
heimil fyrr en að lokinni sýnatöku og
efnagreiningum – og þær mælingar
þurfa svo auðvitað að standast
kröfur.“
Að sögn Valgeirs gera þessi
nýju ákvæði ekki ráð fyrir auknu
eftirliti Matvælastofnunar, en gefa
stofnuninni fyrst og fremst aukin
þvingunarúrræði við brotum.
/smh
Kúabændur á Suðurlandi ánægðir með grassprettuna:
„Sláttur svona snemma er ávísun á
tvo eða jafnvel þrjá slætti í góðri tíð“
– segir Valdimar Guðjónsson, formaður kúabænda á Suðurlandi
Kúabændur á Suðurlandi eins
og víðast hvar annarsstaðar
á landinu eru ánægðir með
grassprettuna þar sem af er sumri
en margir byrjuðu að slá í byrjun
júní, sem eru viku til hálfum
mánuði fyrr en fyrir ári síðan en
mjög gott vor hjálpar mikið til.
„Grassprettan á bestu spildum
virðist með ágætum. Það er viss
léttir á þessu svæði því aðeins er
kal hér í túnum. Langt er síðan borið
hefur á því hér um slóðir, eða tæp
20 ár. Ég veit dæmi þess að plægt
var upp 9 hektara tún á einum bæ
hér í nágrenninu vegna þessa. En
almennt mun góð spretta vonandi
bæta upp dauða bletti í sumum
spildum þannig að menn fái næg
hey. Eins er sláttur svona snemma
ávísun á tvo eða jafnvel þrjá slætti í
góðri tíð. Hér á Suðurlandi er kalið
misjafnt milli svæða en nokkuð ber
á þessu víðar en í Flóanum. Lítið
sem ekkert t.d. efst í uppsveitunum
og eins þegar austar dregur, segir
Valdimar Guðjónsson, kúabóndi í
Gaulverjabæ og formaður Félags
kúabænda á Suðurlandi þegar hann
var spurður út í grassprettuna. „Mér
heyrist heyskapur fara vel af stað
hér á Suðurlandi. ég veit
jafnvel af einum bæ hér fyrir
austan mig í Rangárþingi þar sem
fyrsta slætti er lokið takk fyrir.
En almennt eru menn að sigla
af stað. Sé komin næg spretta,
þurrkur eða þurrt á, eru bændur
snöggir að ljúka heyskapnum með
sífellt afkastameiri tækjum,“ bætti
Valdimar við.
Gæði heysins
Valdimar er spurður um gæði
heysins. „Þau eru vel viðunandi, enn
sem komið er. Sprettan er þó óvenju
snemma þetta vorið. Nú mega líka
máttarvöldin fljótlega fara að dempa
sig í útdeilingu vætu hér sunnan
heiða. Ég hitti fyrrverandi kennara
á Hvanneyri og hann rifjaði upp
að í sínum fræðum fyrir fáeinum
áratugum var talað um skrið á
vallarfoxgrasi svona viku af júlí.
Til samanburðar þá virðist slíkt vera
að gerast eftir örfáa daga nú í júní.
Eftir skrið minnkar hratt krafturinn
í grasinu og eftirsóknarverðast er að
ná grasinu á blaðstigi fyrir hámjólka
kýr.“ Valdimar segir það skipta
mjög miklu máli að ná kröftugum
heyjum fyrir kúabændur, ekki síst
nú við þessar aðstæður þegar vörur
þeirra seljast sem aldrei fyrr.
Þakklátir neytendum
„Það er ágætt hljóð í kúabændum,
fæstir af okkur sem nú stundum þetta
stranga, 365 daga starf, á stöðugri
vakt, höfum upplifað svona tíma.
Er á meðan er, allavega. Við erum
þakklátir íslenskum neytendum
fyrir tryggð við okkar vörur. Eins
eru 100.000 fleiri munnar í mat
hérlendis en í fyrra, og munar um
minna,“ segir Valdimar þegar hann
var spurður út í hljóðið í kúabændum
í upphafi sumars. Þegar hann talar
um 100.000 fleiri munna er hann að
vísa í erlendu ferðamennina.
Kúabændur í framkvæmdahug
Margir kúabændur eru að stækka
fjós sín eða jafnvel að byggja ný
til að mæta mikilli eftirspurn eftir
mjólkurafurðum. Þetta þekkir
Valdimar. „Já, hér í nágrenni við
mig er nokkur framkvæmdahugur.
Nýtt kúafjós fyrir mjaltaþjón að
rísa á bænum Smjördölum en það
er límtréshús með áburðarkjallara.
Einnig er verið að byrja að byggja í
nágrenni við mig nýjar viðbyggingar
við eldri fjós til að bæta og auka
uppeldisaðstöðu. Síðan er hugur í
mönnum austur í Rangárþingi sem
er bara gott mál.“
Áhyggjur af nautakjötinu
Valdimar var að lokum spurður
hvort það væri eitthvað sérstakt að
plaga kúabændur þessi misseri. „Já,
áhyggjuefnið er staðan í framleiðslu
nautakjöts. Það er auðvitað afleit staða
að ná engan veginn að anna innlendri
eftirspurn. Nú sem af er ári telst
búið að flytja inn kjöt fyrir á þriðja
hundrað milljónir. Ég hefði viljað
sjá þær krónur og þessa aukningu
frekar fara í sveitir landsins og inn í
okkar atvinnuveg,“ sagði kúabóndinn
í Gaulverjabæ í Flóa.
/MHH
Sláttur með fyrra fallinu norðan heiða
„Heyskapur fer mjög vel af stað,
hann byrjaði almennt nokkuð
snemma og í heild sýnist mér
að útlitið sér gott og er bara
nokkuð bjartsýnn á að heyfengur
verði góður,“ segir Sigurgeir
Hreinsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
S l á t t u r
hófst víða með
fyrra fallinu,
fyrstu vikuna
í júní voru þó
nokkuð margir
kúabændur í
Eyjafjarðar-
sveit þegar
farnir að slá.
Sigurgeir segir
að menn hafi ef
svo má segja stokkið af stað þegbar
fáir dagar voru liðnir af júní mánuði
og það þykir bara ágætt að geta byrjað
svo snemma. „Stór hluti kúabænda
frammi í Eyjafirði byrjuðu slátt á
þeim tíma, en auðvitað er nokkuð
misjafnt milli svæða hvenær hægt er
að byrja,“ segir hann. Þeir sem búa við
utanverðan Eyjafjörð hefjast handa
mun síðar, en eru að sögn Sigurgeirs
í startholunum, tilbúnir um leið og
grasið er mátulega sprottið.
Kal á einstaka bæjum
Nokkuð var um kal í túnum á
einstaka bæ í byggðalaginu, m.a.
í Hörgár dal og Öxndal og eins
við utanverðan fjörðinn og inn í
Svarfaðardal. Þar virðist lega túna
skipta máli, en á liðnum vetri var
gjarnan snjókoma til fjalla, slydda
niðri í byggð og eins konar krapi
þar á milli. Tún sem staðsett eru á
þessu millibilssvæði voru líklegust
til að skemmast af völdum kals.
Hann segir að heyskapur gangi
yfirleitt hratt og vel fyrir sig þegar
hann hefst, enda búi flestir með góð
tæki og tól nú til dags.
Fyrr á ferðinni en í meðalári
Í Suður-Þingeyjarsýslu hóf Sigurður
Hálfdánarson bóndi á Hjarðarbóli
í Aðaldal slátt 11. júní sl. fyrstur
bænda í Þingeyjarsýslu. Fleiri fylgdu
fljótt í hans fótspor að því er fram
kemur á vefnum 641.is, en þar eru
nefndir til sögunnar
Marteinn á Kvíabóli sem hóf
heyskap fyrir síðustu helgi og
Sveinbjörn Sigurðsson á Búvöllum
hefur slátt á laugardag. Guðný
Gestsdóttir og Aðalgeir Karlsson
bændur í Múla 2 í Aðaldal hófu
einnig slátt fyrir helgi og man
Guðný ekki til þess að sláttur hafi
verið hafinn svona snemma áður. Að
sögn Guðnýjar var komið nægt gras
á túnin og horfurnar góðar.
Nefnt er á vefsíðunni að tíðarfarið
hafi verið með eindæmum hagstætt
væri líklegt að flestir bændur hefji
slátt mun fyrr en í meðalári.
/MÞÞ
Sigurgeir
Hreinsson
Valdimar að slá eitt af túnunum heima í Gaulverjabæ í Flóa.
Valdimar segir að framkvæmdahugur
sé í kúabændum á Suðurlandi en
hann hefur áhyggjur af stöðunni í
framleiðslu nautakjöts.
Hér má sjá dæmi um slæma kalbletti í
túni fyrr í vor í Flóanum, en slíkt hefur
ekki sést í tæplega 20 ár.