Bændablaðið - 19.06.2014, Síða 12

Bændablaðið - 19.06.2014, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014 Fréttir Margt heillandi í ræktun og atferli býflugna: Blómin ákvarða hunangsbragðið Mikill uppgangur er í býflugna- rækt á Íslandi. Á síðustu fjórum árum hefur orðið mikil fjölgun í Býflugnaræktafélag Íslands (Bý), en upphafið er hægt að rekja til þess þegar Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður félagsins, flutti heim frá Svíþjóð þar sem hann hafði komist í kynni við býflugnarækt. „Ég bjó í ellefu ár í Svíþjóð við nám og störf og þar kynntist ég býflugnarækt. Einn yfirlæknirinn á deildinni minni sagði mér frá því að hann væri með býflugur og hann hefði fengið svo ofboðslega mikið hunang úr búinu sínu – um 80 kíló. Ég hugsaði mér auðvitað gott til glóðarinnar, las eitthvert lítið hefti um býflugnarækt og ætlaði mér svo að fara að græða pening á þessu. Ég er að upplagi dálítill dellukall, þannig að um leið og ég fór af stað í þessari ræktun var ég orðinn alveg heillaður. Ég hef aldrei grætt neitt á þessu nema bara þá miklu ánægju sem ég fæ út úr þessu. Bæði eru flugurnar og þessi bú mjög heillandi og svo er hunangið mjög merkilegt líka.“ Árlega 20-30 á námskeiðum Ég byrjaði sumsé árið 1988, keypti sveitabæ og hóf ræktunina þar. Fyrsta sumarið var ég með eitt bú en var með mest 13 bú. Ég kom svo heim 1998 með fimm bú og hélt býræktarnámskeið um veturinn árið eftir á vegum Mímis. Á það mættu átta manns og í kjölfarið var Bý stofnað. Síðan varð hæg fjölgun þangað til fyrir fjórum árum að mikil sprenging varð í áhuga – og á þeim tíma hef ég verið með milli 20 og 30 manns árlega á námskeiðum. Í sumar er útlit fyrir að félagar verði orðnir 100 talsins.“ Sjö tímar á ári – að lágmarki En hversu mikið mál er það að vera með býflugur? Egill segir að vanalega sé talað um að það fari um sjö klukkustundir á ári í að hugsa um eitt býflugnabú. „Við eyðum samt miklu meiri tíma í þetta – því þetta er svo gaman! En ætli menn komist ekki upp með að eyða ekki meiri tíma ef þeir gera bara það allra nauðsynlegasta. Á sumrin þarf að kíkja í búin einu sinni í viku til að vera viss um að búin svermi ekki – en þá skiptir búið sér og býr til nýja drottningu. Þetta gerist ef það er orðið of þröngt um þær í búinu. Drottning verður þannig til að einu eggi er verpt í hólf sem er stærra en önnur – svokallað drottningarhólf – og það egg er eins og önnur egg, getur orðið annaðhvort vinnufluga eða drottning. Svo mata vinnuþernurnar lirfuna á svokölluðu drottningarhunangi – sem er reyndar ekki hunang heldur fóðursafi sem myndast í munnkirtlum. Það má segja að þessi safi sé eins konar „sterabúst“ – þannig að þessar flugur þroska með sér líkamsbyggingu til að verpa eggjum og verða drottningar.“ Egill segir að stofnkostnaðurinn við að hefja býflugnarækt með eitt bú sé í kringum 200 þúsund – með nauðsynlegum útbúnaði inniföldum. Blómategundirnar ákvarða bragðið Hunang hefur um aldir þótt eitthvert hið mesta hnossgæti sem náttúran gefur af sér – og það var fyrsta sætuefnið sem mannkynið komst í kynni við. „Bragðið af hunanginu stýrist af því hvaða blómategundir býflugurnar sækja í. Hjá sumum býræktendum er mjög mikil sérhæfing og við þekkjum til dæmis akasíuhunang og rósmarínhunang. Það sem er talið vera eitt það besta og fínasta í Evrópu er beitilyngshunang. Við eigum nú aldeilis nóg af því hér á landi og það er alveg mögulegt að færa flugurnar til eftir gróðuraðstæðum á hverjum stað. Það er hins vegar ekki alveg auðvelt að nýta sér beitilyngið og það gefur ekki af sér öll ár, því það þurfa að vera kjöraðstæður á svæðinu; rétt hitastig, visst rakastig og svo auðvitað gott veður þegar það blómstrar. Hvítsmárinn er líklegast gjöfulasta blómið í okkar flóru, því bæði blómstrar hann lengi og mikið. Túnfífillinn er mjög mikilvægur líka – og það er rétt að taka fram að það er bannað að eitra fyrir honum. Allar víðitegundir eru líka góðar – sérstaklega á fyrstu vikum sumarsins.“ Til marks um það hvað íslenska íslenska flóran er notadrjúg segir Egill að hann hafi mest fengið um 60 kíló af hunangi frá einu búi. Hann segir íslenska hunangið afar bragðgott, en það sé að ýmsu leyti ólíkt því sem þekkist í heitari löndum. Heillandi atferli býflugna Að sögn Egils er margt heillandi í atferli flugnanna. „Það fékk einn nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á svokölluðum býflugnadansi. Strax á morgnana fara ákveðnar flugur í leitarflug, sem getur spannað marga kílómetra, til að finna bestu blómasvæðin þann morguninn. Þær fljúga svo til baka í búið og gefa hinum flugunum til kynna – með þessum dansi sínum og bragðprufum – hvert þær eigi að fljúga. Þessi dans gefur til kynna hver vegalengdin sé og í hvaða átt frá sólu stefnan sé. Það má svo vel vera að það sé eitthvað fleira sem þær gefa upp í dansinum sem við vitum ekki um. Við þurfum að vera með svona 1.000 bú í landinu til að vera sjálfum okkur algjörlega næg með býflugur og drottningar – og við stefnum á það. Mikilvægur liður í því að við náum því markmiði er innflutningurinn sem við stöndum í núna í júní. Þá ætlum við að flytja inn frá Álandseyjum 120 býflugnapakka og 30 drottningar að auki. Þá verðum við komin með yfir 200 bú alls í landinu. Ástæðan fyrir því að við förum í þennan innflutning núna – og freistum þess að verða sjálfbær í okkar býrækt á Íslandi – er að nú er bara tímaspurning hvenær einhver asnast til að flytja óvart með sér bú til Álandseyja sem er sýkt af þessum illskæða varroa-maur. Hann myndi þá smita allan stofninn þar, en að því er ég best veit eru nú Álandseyjar og Ísland einu býræktarlöndin þar sem þessa óværu er ekki að finna. Við höfum sótt okkar stofn til Álandseyja á undanförnum árum og hann hefur reynst okkur mjög vel. Þetta er stofn – ræktaður fram af enskum munki um miðja síðustu öld – sem hefur þá eiginleika að gefa vel af sér af hunangi, með mikla mótstöðu gegn sjúkdómum og lifir vel af yfir vetrartímann. Þá er líka kostur að flugurnar eru ekki árásargjarnar, eins og aðrar tegundir hafa verið sem við höfum fengið frá Norðurlöndunum.“ /smh Mynd / smh Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM: Nautsskrokkurinn á milljón? Á R A SWEP varmaskiptar í öllum stærðum á frábæru verði. Hægt að fá þá með eða án einangrunar. Grundfos UPS hringrásadælur 25/60 og 32/80 á lager. Hitatúpur með hringrásadælu, veðurstýringu og þenslukeri. Sjálfvirk loft og lágspennuvörn tryggir endingu. 3 ára ábyrgð Hafðu samband og við reiknum út fyrir þig mögulegan orkusparnað þér að kostnaðarlausu. Höldum kynningar fyrir sveitafélög, sumarbústaðarfélög og aðra sem þess óska. Smjörið og rjóminn, skyrið og mjólkin seljast sem aldrei fyrr. Enda koma nú læknavísindin fram og segja smjörið hollustuvöru og mæla með því. Bændur hafa ekki undan að mjólka sínar kýr og Mjólkursamsalan heitir fullu afurðastöðvaverði á alla umframmjólk. Aldrei hefur verið framleidd jafn mikil mjólk og nú þannig að kýrin svarar kalli og bændur kunna til verka. Við vitum loksins að það er sykurinn og hvíta hveitið sem hefur hlaðið þessa þjóð þyrnum (tonnum), áhyggjurnar snúa ekki síst að ungri kynslóð sem verður að endurskoða mataræði sitt og gosþamb. „Maður er það sem maður borðar,“ sagði gamla fólkið og svo ber að hreyfa sig bæði í gönguferðum og World-Class og okkar frábæru sundlaugum. Eitt verða þó kúabændur að muna og það er að standa saman. skilað þeim betri stöðu en oft var á offramleiðsluárunum. Áður en varir verður birgðastaðan komin í jafnvægi og umframmjólkin ekki greidd á fullu verði. Nýjan búvörusamning ber því að gera innan tíðar bæði í mjólk og kjöti þar sem umgjörðin verður áfram bæði bændum og neytendum hagstæð. Nautsskrokkurinn á milljón? Nú er vöntun á íslensku nautakjöti, bændur anna ekki eftirspurninni sem ekki er gott. Í fyrsta lagi er verðlag á nautakjöti til bóndans of lágt. Búvörusamningurinn frá 2004 markaði þessari grein of lítinn stuðning þótt gripagreiðslur komi aðeins til hjálpar. Allt of fáir bændur hafa veðjað á nautabúskap sem aðalbúgrein, nautið hefur verið aukabúgrein og að mörgu leyti hornreka í íslenskum landbúnaði. Nautabúskapur hlýtur að vera mjög skemmtilegur að segja geri nautið í blóðið sitt, verðið er of lágt miðað við tilkostnaðinn. Það var bara „fallegt á Hvítárvöllum þegar vel veiddist“, þannig er nú bændur hér ekki síst nautabændur, voru það kálfsskinnin sem sagnaþjóðin þurfti í handritin? Með fjölgun ferðamanna vex krafan um nautakjöt sem er sá hátíðarmatur sem margir ferðamenn vilja á diskinn sinn. Þeir eru ekki eins vanir lambakjöti eins og við. Og óvíða er lambakjöt af þeim villibráð í heimi eftir sumarlanga göngu lambsins í frelsi fjallanna. Nú spyr ég íslenska bændur stórrar spurningar. Er ekki jafn mikill og kannski enn stærri möguleiki að framleiða hér úrvalsnautakjöt til heimabrúks og útflutnings ekkert síður en lambakjöt? Er möguleiki að hér verði nokkur hundruð nautabændur sem sinna nautakjötsframleiðslu svona með sama hætti og japanskir bændur? Mér er sagt að í verksmiðjunum í Bandaríkjunum selji bóndinn nautsskrokkinn á 18 hundruð dollara meðan japanskur bóndi selur dekrað og bjóralið nautið á 9 þúsund dollara skrokkinn. Já, íslenska nautið leggi sig á eina milljón gripurinn, eins og það japanska? Haukur Hjaltason, bissnessmaður og nautabóndi, taldi fyrir 30 árum að tvö til þrjú hundruð bændur gætu haft af slíkri starfsemi lífsbrauð sitt. Þá bjó hann í Austurkoti í Sandvíkurhreppi. Hundurinn Hunter Alveg eru þeir dæmalausir aular við höfuðdyr Íslands í Keflavík að missa hunda úr búrum sínum inn í landið. Lögreglunni og MAST ber að taka harkalega á þessum afglöpum sem þarna eru framin. Þeim getur fylgt sú alvarlega staðreynd að sjúkdómar, þar á meðal hundaæði, gæti borist til landsins.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.