Bændablaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júní 2014
Enn liggja töluverðir snjóskaflar
yfir túnum á bæjunum Botni og
Birkihlíð í Súgandafirði og segir
Björn Birkisson bóndi að þess
sé ekki að vænta alveg í bráð að
snjó taki að fullu upp. Ástand þess
hluta túnanna sem komin eru upp
úr snjó er ekki sérstakt, enn eru
þau hundblaut og þá virðist sem
töluvert sé kalið.
„Það var óhemjumikill snjór hér
í vetur, meiri en við höfum séð í um
tvo áratugi, síðast var svo mikið
magn hér árið 1995,“ segir Björn.
Norðaustanátt var ríkjandi á liðnum
vetri með töluverðri úrkomi og fylltist
dalbotninn af snjó. „Það snjóaði hér
jafnt og þétt í allan vetur þannig að
magnið var óvenju mikið. Það eru
töluvert viðbrigði fyrir okkur að
lenda í þessum hremmingum, við
erum orðin svo góðu vön, það hefur
verið fremur snjólétt hér um slóðir
undanfarin ár. Það er líka óvenjulegt
að svo mikill snjór sé á túnum þegar
komið er þetta fram á sumarið.“
Þurfa yfir 2.000 heyrúllur
Í Botni og Birkihlíð er rekið
blandað út, um 300 kindur og allt
í allt um 200 nautgripir, þar af um
65 mjólkandi kýr. Sem nærri lætur
þarf töluvert magn af heyi ofan í
skepnurnar, eitthvað yfir 2.000 rúllur
segir Björn, en tún við bæina eru
fremur lítil, alls um 45 ha að stærð.
„Við höfum alltaf þurft að sækja hey
annars staðar frá og mér sýnist að við
þurfum að gera það í meiri mæli nú í
haust og á komandi vetri en vant er.“
Björn segir ómögulegt að segja
fyrir um hver málalok verði, hvernig
túnin á endanum komi undan vetri,
en þó sé ljóst að ekki sé ástæða til
mikillar bjartsýni. Enn sé töluvert
magn af snjó yfir túnum, mikil drulla
á stórum hluta þeirra og langt sé síðan
tún hafi verið svo illa útleikin. „En
það hefur grænkað fljótt og vel það
sem kemur undan snjó,“ segir hann.
Umtalsverður kostnaður
Björn segir að vissulega hafi hann
áður séð jafn mikinn snjó á svæðinu
og tún hafi líka farið illa um árin, en
langt sé um liðið og því sé um ákveðið
bakslag að ræða fyrir bændur. „Þetta
hefur verið svo gott undanfarin ár,“
segir hann. Ljóst sé að kostnaður
verði umtalsverður, bæði vegna meiri
heykaupa og eins gæti komið til þess
að endurrækta þyrfti hluta túnanna.
/MÞÞ
Fréttir
Samið um
kjötútflutning
til Hong Kong
Opnað hefur verið fyrir útflutning
á íslensku svína-, kinda- og
hrossakjöti til manneldis til Hong
Kong að uppfylltum skilyrðum.
Unnið hefur verið því að ná
samningum um heilbrigðiskröfur
við þarlend yfirvöld frá árinu 2011
og tók Matvælastofnun meðal annars
á móti sendinefnd frá Hong Kong
síðastliðið haust sem tók út íslenska
kjötframleiðslu.
Með samningnum er heimilt að
flytja út kjöt til Hong Kong sé það
unnið í samþykktri starfsstöð og
fylgi því heilbrigðisvottorð gefið út
af Matvælastofnun. Innflytjendur
þurfa svo að hafa skriflega heimild
frá þarlendum yfirvöldum.
Ágúst Andrésson, formaður
Samtaka afurðastöðva, fagnar
þessum samningum. „Þetta er
mjög gott fyrir okkur, þarna opnast
tækifæri til útflutnings sem við
getum nýtt til markaðssetningar
á íslenskum afurðum. Við höfum
verið að ýta á eftir því að gengið
yrði frá þessu samkomulagi og það
er fagnaðarefni að það skuli nú vera
í höfn.“ /fr
Bjargráðasjóður
bætir kaltjón
Sigurgeir Hreinsson, stjórnar-
formaður Bjargráðasjóðs, segir
að sjóðurinn hafi fram til þessa
ekki fengið miklar upplýsingar
um kaltjón.
„Við vitum það samt að það er
kal víða um land en það er ekki
í mörgum sveitum sem það er
umtalsvert. Við vitum þó að það er
talsvert í austanverðum Skagafirði.
Það hefur kalið í mörgum sýslum,
á Suðurlandi, á Snæfellsnesi, í
Húnavatnssýslum og víðar. Þetta
eru yfirleitt frekar fáir bæir en þar
sem er kalið er tjónið sums staðar
talsvert mikið.“
Sigurgeir segir að miðað við þær
upplýsingar sem fram séu komnar
reikni hann ekki með því að sérstaka
fjárveitingu þurfi til að bregðast
við. „Sjóðurinn ræður við að greiða
einhverjar bætur sjálfur án aðstoðar.“
Sigurgeir hvetur bændur til að láta
ráðunauta taka út kaltjón, en slíkar
úttektir eru skilyrði fyrir bótum úr
sjóðnum. /fr
Enn þó nokkur snjór yfir túnum á Botni og Birkihlíð í Súgandafirði:
Viðbrigði að lenda í svona hremmingum
– segir Björn Birkisson bóndi
Björn Birkisson og Helga Guðný Kristjánsdóttir eru bændur í Botni.
Myndir / HKr.
Mjög mikið kal er í túnum fjölda
bæja í Skagafirði og ljóst að bændur
hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni
vegna þess. Stjórn Búnaðar-
sambands Skagafjarðar fundaði
um málið í síðustu viku og lýsti
þungum áhyggjum af því hvort
bændur fengju tjón sitt bætt. Ekki
virtist ljóst af hálfu Bjargráðasjóðs
hvernig slíkum bótum yrði þá
háttað.
Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
hefur í vor farið víða um Skagafjörð
og metið ástand túna fyrir bændur.
„Það er kal mjög víða. Ástandið er
vissulega misjafnt milli svæða og milli
bæja en þau svæði sem fóru verst út úr
kalinu í fyrra eru sömuleiðis þau sem
verða illa úti núna. Það virðist vera
mest kal í Hegranesi, Viðvíkursveit,
inni í Hjaltadal, út Óslandshlíð, á
Höfðaströnd og Sléttuhlíð og það er
einnig eitthvað kal í Fljótum. Bæir á
þessum svæðum sem sluppu betur
en aðrir í fyrra hafa sumir hverjir
orðið illa úti núna. Árangur af þeirri
miklu endurrækt sem menn réðust í
í fyrravor vegna kals er ansi misjafn
núna. Sums staðar er talsvert mikið
sem þarf að laga. Um það eru dæmi
langt fram í fjörð, frammi í Tungusveit
og í Akrahreppi svo dæmi séu tekin.
Það er því
víða sem þetta
mun ódrýgja
u p p s k e r u .
Við erum
hins vegar
mjög lánsöm
með vorkomu
núna og það
mun hjálpa
mikið, trúi
ég.“
Allt að 60 prósenta kal
Kalið er mjög mikið á stöku bæjum að
sögn Eiríks. Dæmi eru um allt að 60
prósenta kal í túnum á bæjum þar sem
ástandið er verst. „Í slíkum tilfellum
komast menn illa af nema að afla sér
heyja annars staðar,“ segir Eiríkur.
Oft er miðað við að eigin áhætta sé
í kringum 20 prósent en á hátt í 20
bæjum í firðinum er kal yfir þeirri
tölu að því er Eiríkur telur.
Ekki ætti þó að vera ástæða til að
hafa áhyggjur af heyskorti almennt í
Skagafirði næsta vetur að mati Eiríks.
Einhverjir bændur hafa nú þegar gert
ráðstafanir til að fá slægjur á öðrum
jörðum.
Mikið kal var á landinu í fyrra
eins og þekkt er og var bætt úr
Bjargráðasjóði sem fékk sérstaka
fjárveitingu til þess, einkum í gegnum
Jarðræktarsjóð til endurræktunar.
Eiríkur segir að hann hafi haft samband
við sjóðinn vegna kalsins í Skagafirði
en ekki sé komin nein heildarmynd
á tjónið á einstökum bæjum. Flestir
bændur hafi endurræktað verulega í
vor til viðbótar við það sem gert hafi
verið í fyrra.
Verra í vor en í fyrra
Á Arnarstöðum í Sléttuhlíð varð
umtalsvert kaltjón í fyrravor en
ástandið núna er jafnvel verra að
mati Gests Stefánssonar bónda þar.
„Það var á milli 30 og 40 prósenta
kal í fyrra en það er verra núna. Þeir
kalblettir sem ég lét eiga sig í fyrra í
von um að þeir myndu gróa upp hafa
bara stækkað í ár og virðist ekkert
gróa upp úr þeim.“
Tjónið um fimm milljónir á
tveimur árum
Gestur réðist í talsverða endurræktun
í fyrra og ekki síður í ár. „Ætli ég hafi
ekki brotið um 25 hektara í vor og
svo reyndi ég að sá í nýræktir sem
voru illa farnar. Þetta er feykilegt tjón,
ætli kostnaðurinn við endurræktun
sé ekki 80.000 til 100.000 krónur á
hektarann. Ég hugsa að kostnaðurinn
í vor við þetta hafi verið nálægt 2,5
milljónum króna og lítið minna í
fyrra.“
Á síðasta ári fékk Gestur
að einhverju leyti bætur úr
Bjargráðastjóði en þó ekkert í
líkingu við kostnað sinn. Í fyrra
brást Gestur að talsverðu leyti við
með því að brjóta nýræktir í stað
þess að endurrækta þau tún sem kól.
„Þá hankaði Bjargráðasjóður mig
hins vegar á því að ég yrði að vinna
kalblettina sjálfa upp því ellegar fengi
ég ekki bætur, ég mætti ekki brjóta
nýtt land. Það þykir mér skrýtið kerfi.
Ég er voða hræddur um að það verði
lítið sem hægt verður að sækja úr
Bjargráðasjóði í ár. “ /fr
Mikið tjón vegna kals í Skagafirði:
Kostnaður bænda vegna endurræktunar hleypur á milljónum króna
Kalblettir.
Tvær framtakssamar konur, þær
Rósa Björk Jónsdóttir og Stefanía
Nindel, hafa stofnað kaffihús í
gömlu skemmunni á Hvanneyri
sem var byggð árið 1896.
Opið er allt sumarið, alla daga,
á milli kl. 13 og 18. Boðið er upp á
hágæða kaffi frá Reykjavík Roasters
í nokkrum útgáfum og einnig eru
eigendurnir búnir að sérhæfa sig í
belgískum vöfflum. Að auki er á
boðstólum heitt súkkulaði, lífrænt
te, hrákaka og ýmislegt fleira.
Rósa Björk er uppalin á Hvanneyri
og nýflutt heim eftir nokkurra ára
dvöl erlendis og í Reykjavík. Stefanía
er þýsk að uppruna en hefur búið á
Íslandi í 19 ár.
Kaffihúsið Skemman
opnað á Hvanneyri