Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.04.2016, Qupperneq 4
Tölur vikunnar 17.04.2016 –23.04.2016 nemenda í 10. bekk finnst mikilvægt að líta vel út og vinna í keppni. 320 laga- og reglu- bálkar tengjast starfi Matvæla- stofnunar. 77 Íslendingar greindust með hettusótt í fyrra. 27% lægra verð frá því besta sem áður þekktist fékk ríkið með útboði á tölvum. 5,2 milljarðar er endurnýjun yfirborðs, rafmagns- og flugbrauta- ljósakerfis í Keflavík talin kosta. 134 einstaklingar frá 24 löndum sóttu um vernd á Íslandi fyrstu þrjá mánuði ársins. 44% ný störf urðu til árið 2015. 6.000 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til forsetaembættisins í sjötta sinn. Hann sagði þjóðina standa frammi fyrir miklum vanda vegna skorts á trausti. Atburðir síð- ustu vikna hefðu haft mikil áhrif á ákvörðunina. Forsetinn benti á að þúsundir hefðu verið fyrir framan Alþingi og að forsætis- ráðherrann hefði sagt af sér. Ólafur kvaðst ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja í fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjör- inn forseti. Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar baðst afsökunar á auglýsingu þar sem óskað var eftir tveimur sér- fræðingum í ólaun- uð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Í auglýsingunni v a r s é r s t a k- lega tekið fram að umsækjendur þyrftu að vera sterkbyggðir, tilbúnir til að þrífa salerni og jafnvel ælu. Vinna á bar og færa til þunga hluti. BHM gerði alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna. Óttar Guðmundsson geðlæknir og rithöfundur sagði ofuráherslu vera á gildi áfalla í samfélaginu. Enginn mætti lengur lenda í neinu. Tilvistar- vandi væri núna o r ð i n n h l u t i af geðlæknis- fræðinni. Hins vegar gæti lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Hann sagði upp- lýsingaáreitið sem við búum við engum hollt. Það kveikti á kvíða og óöryggi. Þrjú í fréttum Framboð, æluþrif og tilvistarvandi þykir sérlega áhrifaríkt við sveppa- sýkingu í leggöngum kvenna og við kláða og sviða á kynfærasvæði kvenna og karla. Einnig gott við sveppasýkingum á fótum og tám og við þrusku í munni. 30% afsláttur viðskipTi „Það er allavega augljóst að leiða Borgunarmálið til lykta,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, nýr formað- ur bankaráðs Landsbankans. Helga er fyrsta konan sem gegnir starfinu. Hún segir að fylgja þurfi eftir hvort grundvöllur sé fyrir málsókn vegna sölu Landsbankans á tæplega þriðj- ungshlut í Borgun. Þá hafi Lands- bankinn óskað eftir úttekt Ríkis- endurskoðunar á viðskiptunum. Auk þess hafi verið farið yfir verkferla Landsbankans vegna málsins. Nýtt bankaráð þurfi hins vegar tíma til að kynna sér málið áður en tímabært sé að ræða það nánar. Fimm af sjö bankaráðsmönnum Landsbankans gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í ráðinu. Í yfir- lýsingu sem þeir sendu frá sér þann 16. mars kom fram að fimmmenn- ingarnir töldu Bankasýslu ríkisins, sem fer með 98 prósenta eignarhlut ríkisins í Landsbankanum, hafa gengið of langt í afskiptum sínum af rekstri bankans. „Mér fannst ekki tímabært að vera með neinar yfirlýsingar á þeim tímapunkti því að við höfðum til að mynda ekki fengið niðurstöðu frá FME og það var nægur frestur til að svara Bankasýslunni,“ segir Helga um hvers vegna hún ákvað að taka ekki þátt í yfirlýsingu bankaráðsmann- anna. Bankaráðinu var gefinn frestur til síðustu mánaðamóta til að grípa til aðgerða vegna Borgunarmálsins. Þá taldi Fjármálaeftirlitið sölu Lands- bankans á hlut í Borgun ekki hafa verið í samræmi við lög. – ih Taldi yfirlýsinguna vera ótímabæra Á aðalfundi Landsbankans í síðustu viku. Helga tekur við af Tryggva Pálssyni, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. fréTTabLaðið/anTon brink FáskrúðsFjörður Kostnaður við uppbyggingu franska spítalans á Fáskrúðsfirði hefur farið langt fram úr upphaflegri áætlun og verkefnið stækkað á framkvæmdatímanum. Uppbygging franska spítalans var áætluð um 250 milljónir króna árið 2010 og helmingur kostnaðarins kæmi frá Frakklandi. Nú er ljóst að kostnaður mun losa 1,2 milljarða króna og frönsk yfirvöld hafa ekki sett krónu í verkefnið. Minjavernd ber ábyrgð á fram- kvæmdinni og stýrir henni og hefur fengið fjölda verktaka til vinnu á Fáskrúðsfirði. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir það hafa verið nokkra bjart- sýni að helmingur kostnaðarins yrði greiddur af frönskum stjórnvöldum. „Það er nú aðeins svo að góðviljaður útgerðarmaður frá Frakklandi veitti okkur eitt þúsund evrur til uppbygg- ingarinnar, það er allt og sumt. Hitt höfum við þurft að greiða sjálf. Það hefur verið svolítið bjartsýnt á sínum tíma að telja svo mikið fé koma að utan,“ segir Þorsteinn. Í viðtalið við Fréttablaðið þann 27. febrúar 2010 segir Þorsteinn að Frakkar hafi mikinn áhuga á verkinu og gengið sé út frá því að fá fjármagn þaðan. „Við sjáum áhuga í Frakklandi á að veita fjárstuðning til verksins sem gæti numið allt að helmingi af kostnaði. Gangi það eftir mun Minjavernd standa undir því sem út af stendur.“ Árið 2010 var heildarkostnaður áætlaður um 245 milljónir og áttu um 120 milljónir að vera greiddar af Minjavernd. Nú, sex árum síðar, hefur kostnaðurinn fjórfaldast. „Þegar allt verður talið mun verk- efnið losa 1,2 milljarða króna,“ segir Þorsteinn. „Þá var hins vegar aðeins horft til gamla spítalans. Nú hefur verkefnið aftur á móti stækkað mikið og mörg hús verið gerð upp og því hefur kostnaðurinn vaxið sem því nemur.“ Minjavernd er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar sem eiga 38,7 prósenta hlut hvor, og sjálfseignar- stofnunarinnar Minja. Hildur Sverr- isdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir eðlilegt að málefni Minjaverndar séu rædd oftar á vettvangi borgarinnar. „Félaginu er ekki ætlað að vera á framfæri hins opinbera, hvorki ríkis né borgar þó þau eigi hlut í því, og á nýjustu ársreikningum má sjá að eiginfjár- staða félagsins er sterk. Þar sem félagið byggir á svo gömlum grunni er eflaust að finna ástæðu þess að félagið er í eigu hins opinbera en það væri eðlilegt að skoða að það yrði gert alveg sjálfstætt. Ef það er vilji til að borgin eigi í þessu félagi væri þó eðlilegt að það væri rætt oftar á vettvangi borgarinnar hvað þar fer fram,“ segir Hildur. sveinn@frettabladid.is franski spítalinn er að sönnu orðinn bæjarprýði á fáskrúðsfirði. fréTTabLaðið/GVa Uppbygging Franska spítalans kostar yfir 1,2 milljarða króna Upphafleg áætlun Minjaverndar um uppbyggingu franska spítalans á Fáskrúðsfirði hljóðaði upp á 245 milljónir króna og gert var ráð fyrir að helmingur fjárins kæmi að utan. Verkefnið hefur blásið út og ekkert fé komið frá Frakklandi. Bjartsýni að halda að Frakkar greiddu helminginn, segir formaður Minjaverndar. Góðviljaður út- gerðarmaður frá Frakklandi veitti okkur eitt þúsund evrur til uppbygg- ingarinnar, það er allt og sumt. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Ef það er vilji til að borgin eigi í þessu félagi væri þó eðlilegt að það væri rætt oftar á vettvangi borgarinnar hvað þar fer fram. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -8 B F 4 1 9 3 1 -8 A B 8 1 9 3 1 -8 9 7 C 1 9 3 1 -8 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.