Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 10

Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 10
HAUKAR – ÍBV Lau. 23. apríl kl. 16.00 1. umferð Schenker-höllin VALUR – AFTURELDING Lau. 23. apríl kl. 18.00 1. umferð Valshöllin ÍBV – HAUKAR Mán. 25. apríl kl. 18.30 2. umferð Vestmannaeyjar AFTURELDING – VALUR Mán. 25. apríl kl. 19.30 2. umferð N1-höllin 4 LIÐA ÚRSLIT KARLA #olisdeildin Stjórnmál Oddvitar ríkisstjórnar- flokkanna og oddvitar stjórnar- andstöðunnar funduðu í gær um málaskrá ríkisstjórnarinnar. Á fundinum kom fram að stefnt yrði að kosningum í októberlok. Sigurður Ingi Jóhannsson forsæt- isráðherra fór yfir málaskrá ríkis- stjórnarinnar á fundinum en þar er að finna þau mál sem ríkisstjórnin leggur upp með að takist að ljúka áður en gengið verði til kosninga. Um tuttugu mál eru á lista ríkis- stjórnarinnar. Árni Páll Árnason, sem sat fundinn fyrir hönd Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að meðal þess sem hefði verið rætt væru húsnæðis- málin. „Þarna eru náttúrulega þjóð- þrifamál sem það hefur aldrei staðið á okkur að afgreiða, eins og hús- næðismálin þar sem ágreiningurinn hefur fyrst og fremst verið á milli stjórnarflokkanna,“ segir Árni Páll. „Svo eru þarna einstaka mál sem eru ekki komin fram þannig að við vitum ekki hvað í þeim er.“ Hann sagði að sjálfur hefði hann kosið að kosningar færu frekar fram í vor en í haust. – sg Boða kosningar í október Oddvitar stjórnmálaflokkanna funduðu í stjórnarráðinu í gær. Mynd/Stöð 2 jemen Ekkert samkomulag náðist um dagskrá friðarviðræðna stríðandi fylkinga í Jemen á fundi í gær. Sam- kvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa alls um 6.500 fallið í borgarastyrj- öldinni í landinu, þar af um 3.000 óbreyttir borgarar. Borgarastyrjöldin hefur staðið yfir frá því í mars árið 2015 en Hútar, hliðhollir fyrrverandi forseta Ali Abdullah Saleh, leitast við að steypa ríkisstjórn Abd Rabbuh Mansur Hadi af stóli. Þá hafa hryðjuverka- samtökin Al-Kaída og Íslamska ríkið einnig ráðist á fylkingarnar tvær. Friðarviðræðurnar fara nú fram í Kúveit og eru þær fyrstu beinu við- ræður Húta og stuðningsmanna Hadi. Reuters greinir frá því að sam- komulag um dagskrá hafi ekki náðst vegna ágreinings um forgangsatriði. Hútar vilja að ný ríkisstjórn sé mynd- uð áður en þeir leggi niður vopn sín en menn Hadi vilja að Hútar leggi niður vopn áður en rætt verði um nýja ríkisstjórn. – þea Hús hafa hrunið og þúsundir fallið í Jemen. nOrdicpHOtOS/AFp Erfið byrjun friðarviðræðna norðurlönd Ósk Norðurlandaráðs um stofnun norræns samstarfsnets fyrir fullorðna einstaklinga sem glíma við síðbúnar afleiðingar kynferðis- ofbeldis hefur hlotið hljómgrunn. „Heilbrigðisyfirvöld huga ekki nógu vel að einstaklingum sem glíma við síðbúnar afleiðingar kynferðisof- beldis. Þetta eru nú einu sinni fimm til tíu prósent allra Norðurlandabúa,“ segir Bente Stein Mathisen, þing- maður norska Hægriflokksins og formaður norrænu velferðarnefndar- innar. En kynferðisofbeldi í barnæsku hefur oft og tíðum alvarlegar og marg- víslegar afleiðingar á fullorðinsárum. Stein Mathisen sagðist jafnframt ánægð með að heilbrigðis- og félags- málaráðherrarnir ætluðu að ræða við einstaklinga úr hópi sjálfboðaliða sem og opinbera og einkageiranum um að koma á fót norrænu samstarfs- neti. Einnig sagði hún samhæfðra aðgerða þörf. „Það vantar samhæfðar aðgerðir á þessu sviði, bæði lands- bundnar og alþjóðlegar. Myndun samstarfsnets hefur norrænt nota- gildi og skilar samlegðaráhrifum milli rannsókna, frumkvöðlastarfs, opin- bera geirans og frjálsra félagasamtaka sem gagnast löndunum. Við höfum mörg dæmi um góðan árangur, en það vantar vettvang til að geta skipst á reynslu.“ Auk tilmæla um samstarfsnet með áherslu á fullorðna sem glíma við síðbúnar afleiðingar kynferðis- legs ofbeldis beinir Norðurlandaráð einnig tilmælum til Norrænu ráð- herranefndarinnar um að hún þrói menntunaráætlanir sem sniðnar eru að  ólíkum starfsstéttum sem vinna með börn og ungmenni sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi og einn- ig fullorðna sem glíma við síðbúnar afleiðingar þess. Eins að rannsóknir norrænna stofnana verði efldar til að tryggja að pólitískar ákvarðanir byggi á þekkingu á öllum sviðum meðferðar. Að tekin verði saman skýrsla um Grønlandsmodellen – Rejseholdet þar sem greint verður frá aðdraganda verkefnisins og starfsaðferðum og aðgerðum lýst og að Norræna ráðherranefndin bæti vandanum vegna ofbeldis gagnvart börnum og fullorðnum við verksvið Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar og við gerð áætlunar á heilbrigðis- og félagsmálasviði á Norðurlöndum. gydaloa@frettabladid.is Vilja aðstoða þolendur kynferðisofbeldis Norðurlandaráð hefur fengið stuðning Hægriflokksins við hugmynd um stofn- un norræns samstarfsnets fyrir fólk sem glímir við síðbúnar afleiðingar kyn- ferðisofbeldis. Tilmælum beint til norrænu ráðherranefndarinnar um aðgerðir. Bente Stein Mathisen, þingmaður norska Hægriflokksins og formaður norrænu velferðarnefndarinnar. Mynd/MAgnuS FröderBerg Heilbrigðisyfirvöld huga ekki nógu vel að einstaklingum sem glíma við síðbúnar afleiðingar kynferðisofbeldis. Bente Stein Mathisen, þingmaður norska Hægriflokksins 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -A E 8 4 1 9 3 1 -A D 4 8 1 9 3 1 -A C 0 C 1 9 3 1 -A A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.