Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2016, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 23.04.2016, Qupperneq 28
Ágúst Bent, betur þekktur sem Bent, er hluti af rappsveitinni XXX-Rott- weiler. Hann hefur einnig gefið út tónlist sjálfur, undir nafninu Bent. Hann segir mikið hafa breyst í rapp- senunni undanfarið. Allt sé miklu skemmtilegra í dag. „Melódískara og léttara í lund. Krakkar í dag þora að dansa, ég elska það.“ Voru Rottweiler frumkvöðlar í rappsenunni sem ruddu brautina fyrir það sem síðar kom? „Já.“ Eru ungu rappararnir betri en þið, sem voruð aðalgaurarnir? „Við erum enn þá aðalgaurarnir, ekki rífa kjaft.“ við erum ennþá aðalgaurarnir Forgotten Lores kemur að mestu úr Árbænum og var skipuð Didda Fel (Kristinn H. Sævarsson), Class B (Baldvin Þór Magnússon), Byrki B (Birkir Björns Halldórsson), Intro- beats (Ársæll Þór Ingvason) og B-Ruff (Benedikt Freyr Jónsson). FL, eins og þeir voru kallaðir, gáfu út tvær plötur: Týndi Hlekkurinn (2003) og Að heimsenda (2006). Fyrst röpp- uðu þeir á ensku en skiptu svo í íslensku. FL kom lengi vel fram með live hljómsveit, sem fáar rappsveitir hafa leikið eftir hér á landi. Forgotten lores GKR er nýliði í íslensku rappi, hreinskilinn ljúflingur sem útskrifaðist úr Mynd- listaskólan- um og rapp- aði sig svo inn í hjörtu allra með lagi um að borða morgun- mat. KraKKar í dag þora að dansa, ég elsKa það. Herra Hnetusmjör gaf út sitt fyrsta lag, Elías, 2014. Síðan hefur rapparinn, ráðherrasonur úr Kópavogi, unnið með öðrum á borð við Blaz Roca, Joe Frazier og Helga Sæmundi úr Úlfi Úlfi. Kött Grá Pjé er dularfullur rappari og skáld frá Akureyri sem trónaði á toppi vinsældalista Rásar 2 heilt sumar og á vers aldarinnar í laginu Brennum allt með Úlfi Úlfi. „Íslenskt rapp er ennþá óttalegur búningsklefi, kynjahlutföllin eru þannig að afgerandi hallar á stelpur. Reykjavíkurdætur eru náttúrulega samfélagstilraun út af fyrir sig en eru þrátt fyrir allt bara eitt band. En áhrifin verða naumast ofmetin, dildó- arnir og sjónarhornið sem allt í einu varð til, aftan á karlpung á fjórum fótum. En rétt undir yfirborðinu er líka slæðingur af stelpum að gera dót sem ekki er komið alla leið í útvarp en er á leiðinni. Krakk&Spaghettí, Alvia og fleiri. Ég er hrifinn af trukk- inu, offorsinu, greddunni. Uppreisn snípsins og allt það. Þessir hlutir eru að breytast hratt.“ Quarashi er ein af fyrstu rappsveitum á Íslandi og gaf út plötu 1997 þegar rapp var ekkert sérstaklega vinsælt. Þeir rappa á ensku og „meikuðu það“, hafa spilað um allan heim og urðu stórir í Japan eins og frægt er. Að vissu leyti hefur Quarashi staðið fyrir utan íslensku rappsenuna, mögu- lega vegna vinsælda sinna og rokk- áherslna. Í Quarashi hafa orðið nokkrar mannabreytingar en Sölvi Blöndal og Steinar Orri Fjeld- sted hafa verið hjarta bands- ins gegnum tíðina en auk þeirra voru þarna Höskuldur Ó l a f ss o n , Omar Swa- rez og Tiny að rappa auk ýmissa hljóð- færaleikara. meikuðu það „Ég get ekki heyrt á krúttkynslóð- ina minnst, ég er ólétt og meika það ekki. Ég held að við eigum að gleyma þessari kynslóð og þess vegna er gott að rappið hafi tekið yfir. En þetta er meira en kynslóð, því Erpur er t.d. mjög gamall, fædd- ur um 1940, og ég er mjög ung eins og Herra Hnetusmjör,“ segir Kol- finna Nikulásdóttir, betur þekkt sem Kylfan, meðlimur Reykjavíkur- dætra. Reykjavíkurdætur komu líkt og ferskur, femínískur blær inn í rapp- menningu með fyrsta lagi sínu, sem heitir einfaldlega Reykjavíkurdætur. Lagið var frumflutt á Vísi í desember 2013. Síðan hefur sveitin sent frá sér fjölda laga, stundum skipta þær sér upp í minni hópa og stundum koma nýjar inn og aðrar detta út. Þær koma oftast fram í stórum hópum og eru þekktar fyrir ögrandi sviðsframkomu. Fræg er innkoma þeirra í þátt Gísla Marteins, þar sem Ágústu Evu Erlendsdóttur, gesti í þættinum, ofbauð framkoma þeirra og lét hún sig hverfa úr útsendingu. Þá varð mikið fjölmiðlamál þegar púað var á Reykjavíkurdætur sem svöruðu í sömu mynt á grunnskólahátíð í Hafnarfirði í febrúar í fyrra. Umdeildar, en klárlega mikilvægt innlegg í rappsenuna á Íslandi. rappið tók krúttkynslóðina yFir Sturla Atlas er annað nafn Sig- urbjarts Sturlu Atlasonar en líka fjöllistahópur sem, ásamt Sturlu, er skipaður Loga Pedro Stefánssyni og Jóhanni Kristófer Stefánssyni. Þeir gera tónlist, selja föt og ljós- myndir. Fyrsta „alvöru“ rappsveitin Rappararnir Móri og Erpur, betur þekktur sem Blaz Roca, áttu í opin- berum deilum í fjölmiðlum árið 2010. Deilan snerist aðallega um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull í rappi. Til stóð að Móri og Erpur græfu stríðsöxina í þættinum Harma- geddon á X-inu. Móri mætti í viðtalið vopnaður hníf og rafbyssu, með Dob- erman-hund. Upp úr sauð. Erpur átti fótum fjör að launa. Málið velktist um í réttarkerfinu, en endaði með ákæru á hendur Móra fyrir að hóta Erpi með hnífnum. Þá var hann ákærður fyrir vopnalaga- brot vegna rafbyssunnar sem hann hafði á sér. Móri játaði sök fyrir dómi 2013. Erpur sagði um árásina í viðtali. „Hann [Móri] ýtir í mig og fer að þenja sig. Ég gríp þá í hann og keyri á hann. Hann dettur og fer að kýla mig. Þegar ég held honum niðri dregur hann upp hníf og byrjar að sveifla honum á fullu. Ég hleyp í burtu og hann reynir að stinga mig. Ég tek þá moppu og lem hann í hausinn. Þessi hundur var latasti hundur sem ég hef séð. Ég þakka fyrir það.“ upp úr sauð milli móra og erps ég hleyp í burtu og hann reynir að stinga mig. ég teK þá moppu og lem hann í hausinn. Subterranean var fyrsta „alvöru“ rapphljómsveitin til að gefa út plötu á Íslandi en margir rapphausar telja ekki Quarashi-plötuna sem kom út sama ár með, mögulega vegna þess að á henni heyrðist í rafmagnsgít- urum. Central Magnitizm heitir platan og er stórmerkileg í raun og veru; þarna gáfu nokkrir unglingar út frekar heilsteypta rappplötu þegar það var í raun engin sena fyrir og auk þess var stelpa að rappa, eitt- hvað sem hefur því miður ekki farið mikið fyrir á Íslandi þó að það séu næstum 20 ár síðan platan kom út. Cell 7 (Ragna Kjartansdóttir) er enn að rappa og Magse (Magnús Jóns- son) er núna að gera reggae með AmabAdamA. Arnar Freyr og Helgi Sæmundur eru báðir frá Sauðárkróki og skipa Úlf Úlf. Báðir hafa þeir verið lengi að þrátt fyrir að hafa ekki stofnað Úlf Úlf fyrr en 2011. Helgi rappaði sem Evilmind og sigraði í Rímnaflæði 2002, Arnar var Talandi Tungu og gerði allt vitlaust með laginu Tal- andi Tungum 2004 þar sem hann rappaði hratt og sagðist m.a. vera „sjúkari en myndarlegur kvenmað- ur að kúka“. Þeir hafa gefið út tvær plötur, Föstudaginn langa og Tvær plánetur, og eru í dag ein vinsælasta hljómsveit á landinu. sölvi blöndal og steinar orri hafa verið hjarta bandsins í gegnum tíðina. ég get eKKi heyrt á KrúttKyn- slóðina minnst. sjúkari en myndarlegur kvenmaður að kúka uppreisn snípsins og allt það ég er hrifinn af truKKinu, offorsinu, greddunni. 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r28 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -A 4 A 4 1 9 3 1 -A 3 6 8 1 9 3 1 -A 2 2 C 1 9 3 1 -A 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.