Fréttablaðið - 23.04.2016, Síða 36

Fréttablaðið - 23.04.2016, Síða 36
Við viljum að þróunin verði sem mest sjálf­ sprottin, en með ákveðn­ um almennum skil­ málum og takmörkunum. Hjálmar Sveinsson Það var Norðmaðurinn Othar Ellingsen sem opnaði verslun- ina árið 1916 en meginhlutverk- ið var að sérhæfa sig í sölu á veiðar færum og öðrum vörum tengdum útgerð. Flestir Íslend- ingar þekkja vel þessa rótgrónu verslun sem einnig er starfandi á Akur eyri. Helga Sverrisdóttir segir að þótt áherslur hafi lítillega breyst í áranna rás þá sé verslun- in alltaf best þekkt fyrir vandað- ar útivistarvörur og -fatnað. „Við tókum við rekstrinum í haust og erum að grafa í sögunni. Margir eiga minningar frá þessari versl- un, hvort sem hún var í Hafnar- stræti eða hér á Grandanum. Við erum að gera ákveðin plön til langs tíma en strax ætlum við að minnka áherslu á veiðivörur fyrir atvinnumenn og halda okkur við veiðivörur fyrir fjölskyldufólk. Okkar stefnumótun byggir á því að vera alhliða útivistarverslun fjölskyldufólks. Við kappkostum að bjóða vandaðar vörur á góðu verði,“ útskýrir Helga. Frábær þýsk reiðhjól Helga segir að heimasíða fyrir- tækisins sé í vinnslu en þar verður sett upp vefverslun sem auðveld- ar fólki að skoða vöruúrvalið. „Við erum árstíðabundið fyrirtæki og bjóðum vörur eftir eftirspurn. Við erum að stækka reiðhjóla úrvalið okkar en við erum með allar gerð- ir þýskra Merida-reiðhjóla fyrir allan aldur, jafnt fyrir börn og keppnisfólk. Núna erum við í sér- stöku átaki með Barnaheillum, við tökum á móti eldri hjólum og gefum afslátt á nýju hjóli. Gamla hjólið fer þá í söfnun á vegum Barnaheilla. Við viljum vera sam- félagslega ábyrgt fyrirtæki,“ segir Helga. Allt fyrir útivist og tjald­ útileguna Hún bætir því við að þau finni vel fyrir þeim gríðarlega útivistar- áhuga sem gripið hefur lands- menn. „Við erum með allar helstu útivistarvörur og skó fyrir allan aldur. Að auki bjóðum við útilegu- vörur, allt frá smæstu hlutum upp í stærri. Ef fólki dettur í hug að fara í sína fyrstu útilegu eigum við allt sem þarf í ferðalagið. Það sama gildir um þá sem vilja byrja fjallgöngur. Við leggjum mikla áherslu á að veita mjög góða og faglega þjónustu.“ Helga segir að verslunin njóti góðs af því að vera nálægt höfn- inni. „Hver veit nema sjóklæði komist aftur í tísku,“ segir hún. „Við höfum verið með rótgróin merki sem Íslendingar þekkja. Hér er hægt að fá polla- og vind- galla og stígvél fyrir alla,“ segir Helga sem sjálf er mikil útivistar- manneskja. Fánastangir og frístundasport Í Ellingsen er hægt að fá sjóketti, kajaka, fjórhjól og ýmislegt fleira tengt frístundasporti. Þá má ekki gleyma fánastöngunum sem hafa verið vinsælar um árabil hjá Ell- ingsen. Helga segir að Grandasvæðið hafi breyst mikið á stuttum tíma. „Grandinn hefur lifnað við. Stað- setningin er því frábær og við þjónum stóru svæði. Það er allt- af ævintýri að koma hingað á Grandann og til okkar í Elling- sen.“ Hjá Ellingsen er opið alla virka daga til kl. 18 og einnig á laugar­ dögum. Ellingsen er með Face­ book­síðu og Helga hvetur fólk til að fylgjast með færslum þar. Gæðavörur Ellingsen í hundrað ár Helga Sverrisdóttir og fjölskylda hennar er sú þriðja í röðinni sem rekur verslunina Ellingsen á Grandanum. Verslunin verður eitt hundrað ára í júní og þá verður efnt til hátíðarhalda. Ávallt hefur verið kappkostað að bjóða einungis vandaðar vörur á góðu verði. Stígvél á alla fjölskylduna. MYND/PJETUR Vandaðir bakpokar fyrir ferðalagið fást í Ellingsen. MYND/PJETUR Í Ellingsen er mikið úrval af fallegum útivistarfatnaði. MYND/PJETUR Ellingsen leggur áherslu á að bjóða gæðareiðhjól fyrir allan aldur. Hjólin eru þýsk og afar vönduð. MYND/PJETUR Síðustu 8-10 ár hafa orðið miklar breytingar á Grandagarði og þar hefur sókn ferðamanna í hafnar- svæðið vegna hvalaskoðunar skipt sköpum að mati Hjálmars Sveins- sonar, borgarfulltrúa og for- manns umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar. „En það skiptir líka miklu máli að borg- in og hafnarstjórnin hafa stutt þessa þróun og lagt sig fram um að vernda Grandagarð og Örfirisey sem atvinnusvæði, þar sem hafn- sækin starfsemi nýtur ákveðins forgangs. Þannig er svæðið skil- greint í nýju aðalskipulagi og deili- skipulagi. Heimilað var að breyta gömlu grænu verbúðunum við Suður bugt og hluta verbúðanna úti á Granda í veitinga- og kaffihús, verslanir, vinnustofur og gallerí.“ Einnig nefnir hann viðamikla og vel heppnaða endurnýjun á Grandagarði 8 þar sem Sjóminja- safnið er til húsa. „Safnið hefur talsvert aðdráttarafl. Borgin rekur það en hafnarstjórnin kost- aði endurgerð hússins að miklu leyti og bryggjugerð sjávarmeg- in við húsið. Hafnarstjórnin hefur einnig látið gera upp Bakka- skemmu við vesturhöfnina. Þar er nú hinn blómlegi Sjávarklasi, mikil vægt þekkingarsetur fyrir- tækja í sjávarútvegi.“ Lengi iðað af lífi Þrátt fyrir þessar breytingar undan farinn áratug bendir Hjálm- ar á að svæðið hafi lengi iðað af lífi. „Úti í Örfirisey var hinn forni Hólmakaupstaður, mikilvægasti verslunarstaður landsins á fyrri öldum. Og ekki má gleyma því að við gömlu höfnina hefur í hundr- að ár verið blómlegt hafnsækið at- vinnulíf.“ Helstu kostir Grandagarðs eru eðlilega nálægðin við sjó- inn. „Þarna er ein stærsta sjávar- útvegshöfn landsins. Fáar höfuð- borgir, ef nokkrar, bjóða upp á slíkt. Svæðið býður um leið upp á fjölbreytta starfsemi eins og sjá má á Fiskislóð og Hólmaslóð. Þó getur ekki hvaða starfsemi sem er verið á svæðinu. Í deiliskipulagi svæðisins er m.a. kveðið á um að þar verði byggðar íbúðir eða hótel sem er mikilvægt að mínu mati.“ Sjálfsprottin þróun Aðspurður hvort uppbygging Grandagarðs eigi sér einhverja erlenda fyrirmynd svarar Hjálm- ar því neitandi. „Við viljum þó forðast þá leið sem sums staðar hefur verið farin, sem er að gjör- breyta slíkum svæðum með stór- felldri íbúðauppbyggingu og hót- elum. Við viljum að þróunin verði sem mest sjálfsprottin, en með ákveðnum almennum skilmálum og takmörkunum. Þarna getur þró- ast skemmtilegt og frjótt umhverfi fyrir alls konar listastarfsemi.“ Stærsta viðbót ársins verð- ur opnun Marshalls-hússins en framkvæmdum þar lýkur í haust. „Þar verður Ólafur Elíasson, einn þekktasti listamaður heimsins í dag, með listverkstæði auk Ný- listasafnsins og Kling og bang Gallerís. Á jarðhæðinni verður veitingastaður. HB Grandi á húsið og hefur gert það upp af mikl- um metnaði en þetta verður væg- ast sagt mjög spennandi. Borg- in er milliliður og leigir húsið af HB Granda og áframleigir það síðan til þessara listaðila. Svo má nefna mikilvægar umbætur á göt- unni Grandagarði sem eiga eftir að gera hana vistlegri og örugg- ari fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Svo má ekki gleyma hinni árlegu Hátíð hafsins á sjó- mannadaginn. Þá verður fjör.“ Býður upp á fjölbreytta starfsemi Ásýnd Grandagarðs hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Fjölgun erlendra ferðamanna, stuðningur borgarinnar og framtak einkaaðila eiga þar stærstan þátt. Á næstunni verður Marshalls-húsið opnað, umbætur á götum verða kláraðar og Hátíð hafsins verður haldin í júní. „En það skiptir líka miklu máli að borgin og hafnarstjórnin hafa stutt þessa þróun og lagt sig fram um að vernda Grandagarð og Örfirisey sem atvinnusvæði,” segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis­ og skipulagsráðs Reykja­ víkurborgar. MYND/PJETUR 100246624-01.pdf GRaNDiNN Kynningarblað 23. apríl 20164 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -D A F 4 1 9 3 1 -D 9 B 8 1 9 3 1 -D 8 7 C 1 9 3 1 -D 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.