Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 86

Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 86
Listamennirnir og hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar hafa komið sér vel fyrir á Grandanum en þar hafa þau verið með vinnustofu með legubekk eins og Hulda orðar það frá árinu 2007. „Við komum hing- að af Hverfisgötunni fyrir um níu árum og þá var þetta frekar ónum- ið land, ekki búið að reisa til dæmis Krónuna og Hvalasafnið,“ segir Hulda og bætir við að henni hafi eiginlega fundist það betra þann- ig. „Ég þarf oft að vinna úti við og hérna áður var þetta eins og að vera í sveit í miðborginni. Núna er þetta að verða smám saman svo fínt að ég get ekki lengur unnið úti og það fer pínulítið fyrir brjóstið á mér.“ Frelsi og athafnalíf Á Grandanum er gott fyrir lista- fólk að vera að sögn Huldu því bæði eru þar góðar gönguleiðir og mikið frelsi og svo er stutt fyrir þau að fara að ná í aðföng en þau versla mikið við byggingarvöru- verslanir. „Það hefur verið frá- bært að vera hérna og sérstaklega fyrir okkur Jón Óskar þar sem við rekum kaffihúsið Gráa köttinn á Hverfisgötunni. Það er stutt að fara þangað og við getum hjólað,“ lýsir Hulda og bætir við að það sem helst geri Grandann að því skemmtilega svæði sem hann er sé nálægðin við atvinnulífið. „Það er fiskvinnsla hérna við hliðina á okkur og mér finnst frá- bært að vinna innan um annað fólk sem er að vinna. Það er athafnalíf- ið í kringum sjávarútveginn sem gerir Grandann að því sem hann er og ég vona að skipulagsyfirvöld beri gæfu til að halda þessu áfram saman, athafnalífinu og annarri starfsemi. Ég er svolítið hrædd um að svæðið verði of dúkkulegt ef það halda áfram að koma hingað hipp og kúl nýir staðir,“ segir Hulda. Sýnir fisk og sjómenn Hún hefur undanfarið unnið mikið í Vestmannaeyjum en í maí opnar hún tvær sýningar, í Hallgríms- kirkju og í Safnasafninu á Sval- barðseyri. „Í Vestmannaeyjum er frábært að vera vegna þess að þar, eins og á Grandanum, er maður svo nálægt öflugu athafnalífi. Efnið er mjög sjávartengt og það hefur kannski eitthvað smitast inn í vinnuna, það að hafa verið í kringum þetta at- hafnalíf.“ Hótel á Grandann Spurð um framtíðina á Grandanum og hvort hún sjái fyrir sér að þau hjónin verði þar áfram játar hún því. „Ég hugsa samt að ég hrökklist í burtu ef þetta verður mikið fínna. Ég þarf að vera í grófu umhverfi út af vinnunni. Ég hins vegar botna ekki í því af hverju lóðirnar úti á Granda eru ekki nýttar til þess að byggja hótel í stað þess að troða þeim öllum í þessa þröngu mið- borg okkar. Á Grandanum er fullt af auðum lóðum. Ég hugsa að ég myndi frekar sætta mig við nætur- klúbba, sem ekki er gaman að búa við, hérna úti á Granda frekar en í miðborginni. Vegna skipulagsmála finnst mér mikilvægt að nýta þetta svæði hér,“ segir Hulda. Má ekki verða of dúkkulegt  Það er gott að vera á Grandanum fyrir listafólk að því er listakonan Hulda Hákon segir. Hún er hrifin af grófu umhverfi og tengingunni við athafnalíf sjávarútvegsins en finnst að nýta ætti svæðið betur án þess að það verði dúkkulegt og of fínt. Hulda segist þurfa að vera í grófu umhverfi og að hún muni líklega hrökklast í burtu af Grandanum ef hann verður mikið fínni en hann er núna. MYND/GVA Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar hafa komið sér vel fyrir úti á Granda en þar hafa þau verið með vinnustofu frá 2007. MYND/VILHELM islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Velkomin í Íslandsbanka á Granda GrANDINN Kynningarblað 23. apríl 201610 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 1 -D 6 0 4 1 9 3 1 -D 4 C 8 1 9 3 1 -D 3 8 C 1 9 3 1 -D 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.