Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 90

Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 90
Fréttablaðið var fyrst borið í hús á þessum degi fyrir fimmtán árum – 23. apríl 2001. Má full­yrða að þá hafi verið brotið blað í sögu íslenskrar fjölmiðlunar þó fáir hafi verið sérstaklega trúaðir á að hægt væri að stofna til útgáfu nýs dag­ blaðs, nema ef væru helst þeir sem að blaðinu stóðu. Hrakspár Útgáfu fríblaðs á Íslandi fylgdu ein­ dregnar hrakspár þó vel gengi með útgáfu slíkra dagblaða víða annars staðar, en hér var það aðallega kostnaður við dreifingu sem helst var talinn standa í vegi þess að frí­ blað gæti dafnað hér, því ekki var fyrir að fara fjölsóttum samgöngu­ miðstöðvum sem útgáfa fríblaða erlendis byggði að hluta til tilveru sína á. Engu að síður er það stað­ reynd að aðeins þremur árum frá upphafi útgáfunnar var Fréttablaðið mest lesna dagblað landsins – sem er staða sem aldrei hefur síðan verið látin af hendi. Fréttablaðið hefur verið fyrsti kostur margra fréttaþyrstra Íslend­ inga frá upphafi, þó lesturinn hafi minnkað talsvert frá því að hann var í hæstu hæðum. Ekki var við öðru að búast þegar horft er út fyrir land­ steinana á þróun annarra dagblaða í kjölfar uppgangs netmiðla sem hafa náð sífellt sterkari stöðu á meðan Fréttablaðið hefur safnað árum. Hugmynd fæðist Tilurð blaðsins lýsti Eyjólfur Sveins­ son, stofnandi þess, í viðtali í Frétta­ blaðinu þegar tíu ár voru liðin frá stofnun þess. Þar rifjaði hann upp að hugmyndin grundvallaðist ekki síst á tilkomu netsins – smærri dag­ blöðum fækkaði hratt og fá og stór dagblöð voru helst talin eiga mögu­ leika á að keppa við hina nýju tækni. Eyjólfur og faðir hans, Sveinn R. Eyj­ ólfsson, leiddu Frjálsa fjölmiðlun, útgáfufélag DV og Dags – blaðs sem gömlu flokksblöðin Tíminn, Alþýðublaðið og Vikublaðið/Þjóð­ viljinn voru felld undir. Um mitt ár 2000 þótti sýnt að útgáfa Dags var ekki lífvænleg og leitin að ferskum hugmyndum hófst því ljóst þótti að þegar Dagur hætti að koma út yrði þess ekki langt að bíða að þriðja blaðið kæmi inn á markaðinn með Morgunblaðinu og DV. Því var útgáfu Fréttablaðsins að hluta til ætlað að verja DV á markaði og útgáfufélagið Frjálsa fjölmiðlun, en Dagur hvarf af sviðinu stuttu áður en Fréttablaðið leit dagsins ljós. Veturinn 2000 til 2001 var unnið að undirbúningi Fréttablaðsins í samstarfi við starfsmenn Frjálsrar fjölmiðlunar enda mikil reynsla þar innan dyra af útgáfu. Lykilmenn í þessari sögu voru þó ekki þar innan dyra, eða þeir Einar Karl Haraldsson, fyrsti ritstjóri blaðsins, og Gunn­ ar Smári Egilsson, sem að öðrum ólöstuðum á mest í útliti, uppgangi og velgengni blaðsins á fyrstu árum þess. Í svarthvítu Upphaflega kom Fréttablaðið út fimm sinnum í viku og var 24 síður og að hluta prentað í svarthvítu. Fljótlega tók að bera á fjárhags­ örðug leikum og strax um haustið fundu starfsmenn það á eigin Móttökurnar framar björtustu vonum Fimmtán ár eru liðin frá því að Fréttablaðið kom fyrst fyrir augu lesenda. Vöxtur blaðsins á stuttum tíma kom flestum á óvart. Fréttablaðið hefur verið mest lesna dagblað landsins í þrettán ár af þeim fimmtán sem það hefur verið gefið út. Fréttamynd ársins 2009 Pjetur sigurðsson | tuttugu menn voru handteknir í átökum á milli mótmælenda og lögreglu á suðurlandsvegi 23. apríl 2008. átökin áttu upptök sín í aðgerðum atvinnubílstjóra sem hindruðu umferð um veginn. Fréttamynd ársins 2010 Gunnar V. andrésson | Biskup Íslands, Karl sigurbjörnsson, og Geir Waage ræðast við í Biskupsstofu um vandræði kirkjunnar. Fréttablaðið 15 ára Stiklað á stóru 2001-2016 ↣ 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r34 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 1 -8 2 1 4 1 9 3 1 -8 0 D 8 1 9 3 1 -7 F 9 C 1 9 3 1 -7 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.