Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 118

Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 118
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Lífið í vikunni 17.04.16- 23.04.16 Kim og Kanye á ÍsLandi Kim Kardashian og Kanye West komu til landsins ásamt Kourtney Kardashian og vini þeirra Jonathan Cheban. Tilgangur heimsóknarinnar var víst sá að taka átti upp efni fyrir tón- listarmyndband við lag á nýjustu plötu West, The Life of Pablo. Brian WiLson Kemur tiL Landsins Í haust Einn áhrifa- mesti tón- listarmaður allra tíma, Brian Wilson, kemur til landsins 6. september og spilar lögin af meistaraverkinu Pet Sounds í heild sinni í Eldborgar- sal Hörpu í tilefni 50 ára afmælis plötunnar. FyLgdist með Fæðing- unni Í gegnum sKype Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari eignaðist stúlku 17. apríl með eiginkonu sinni Rósu Björk Sveinsdóttur. Jóhannes Haukur fylgdist með fæðingunni í gegnum Skype þar sem hann er nú staddur í Kanada við tökur á myndinni The Solutrean. gjöF Frá dorrit Fílabindi sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, bar þegar hann tilkynnti aftur um framboð sitt, vakti heldur betur athygli. Ég hef fengið ótrúlega góð við-brögð, en ég er búin að leggja mikið upp úr að boðskapur lagsins komist til skila og mér finnst hann vera að gera það,“ segir Greta Salome sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppn- inni sem fram fer í Ericsson Globe í Stokkhólmi í næsta mánuði. Hún hefur verið á ferð og flugi undan- farið þar sem hún hefur verið að kynna lagið Hear the Calling fyrir blaðamönnum og öðrum kepp- endum. „Við vorum í London um síðustu helgi og Amsterdam helgina þar á undan. Það hefur verið ofboðslega gaman og góður undirbúningur, auk þess sem það er gaman að hitta hina keppendurna. Þetta snýst að langmestu leyti um blaðamanna- hittinga og tónleika,“ útskýrir hún og segist hafa orðið fyrir magnaðri upplifun í Amsterdam sem líklega muni renna henni seint úr minni. „Þetta var mjög merkilegt, þar kom til mín stelpa í kringum tví- tugt sem hafði lent í miklu einelti og sagði við mig að lagið hefði hjálpað sér svo mikið, að það hefði opnað augu hennar fyrir því að hún væri ekki ein að upplifa þessa hluti. Hún bara grét hjá mér og þarna hugsaði ég með mér: „Takmarki mínu er náð, keppnin skiptir engu máli,“ og svo grét ég með henni,“ útskýrir Greta einlæg og segist vissulega vona að hún geti mögulega náð til fleira fólks í þessari mynd. „Ég horfi öðruvísi á þessa keppni núna heldur en ég gerði þegar ég fór fyrir fjórum árum. Ég hef áttað mig á eðli keppninnar. Þessi keppni er svo ófyrirsjáanleg og þetta er svo mikil pólitík. Fyrir mér snýst þetta um að nýta þann vettvang sem keppnin er og koma þessum boð- skap sem fyllir lagið áfram.“ Aðspurð hver sá boðskapur raun- verulega sé, segir hún hann beinast að þessum neikvæðu röddum sem dynja sífellt á okkur. „Við heyrum þessar raddir svo vel. Þar spila netið og kommentakefin mikið inn í. Við eigum að reyna að hlusta ekki á þetta, það skilar aldrei góðu. Við þurfum að vera jákvæðar raddir fyrir hvert annað. Þetta er eitthvað sem allir tengja við,“ segir hún og bætir við að undanfarið hafi hún farið milli grunnskóla á Íslandi og rædd um þann boðskap við börnin. „Krakkarnir skilja þetta vel og átta sig á hvað ofbeldi á netinu getur gert. Þetta á líka vel við stemning- una í samfélaginu akkúrat núna, ég velti stundum fyrir mér hvað lífið væri einfaldara án kommentakerf- anna,“ segir hún og hlær. Aðeins eru rúmar tvær vikur þar til Greta stígur á sviðið í Stokkhólmi, en Ísland er í fyrri undanúrslitunum sem fara fram þann 10. maí næst- komandi. „Það örlar jú alltaf á ein- hverju stressi, en viðhorf mitt er svo allt öðruvísi núna en síðast. Ég er mikið rólegri. Það eina sem ég get gert er að miðla jákvæðum boðskap og reyna að standa mig sem best. Mér þykir óskaplega vænt um þetta litla þriggja mínútna listaverk mitt. Fyrir mér er Eurovision hvorki upp- haf neins né endir, en mig langar bara að snerta við fólki,“ segir hún að lokum. gudrun@frettabladid.is takmarkinu er nú þegar náð Greta Salome keppir fyrir Íslands hönd í undankeppni Euro vision þann 10. maí næstkomandi. Hún segist horfa öðrum augum á keppnina nú en þegar hún keppti síðast. Hún setur markið ekki á ákveðið sæti heldur snýst þetta allt um boðskap lagsins. Greta Salome stressar sig ekki um of og kýs frekar að hafa auðmýkt að vopni. Ísland keppir í fyrri undanúrslitum sem fara fram 10. maí. Seinni undan úrslit eru svo þann 12. maí. Greta segir riðilinn geta reynst Íslendingum erfiður en við séum sextándu í röðinni sem sé jú ákveðin happatala. Finnland Grikkland Moldavía Ungverjaland Króatía Holland Armenía San Marino Rússland Tékkland Kýpur Austurríki Eistland Aserbaídsjan Svartfjallaland Bosnía Malta sextánda Landið Í röðinni Löndin í okkar riðli eru: mér þyKir ósKap- Lega vænt um þetta LitLa þriggja mÍnútna ListaverK mitt. Fyrir mér er eurovision hvorKi upphaF neins né endir, en mig Langar Bara að snerta við FóLKi. Q U I C K R E F R E S H ™ Á K L Æ Ð I Rennilás gerir það afar einfalt er að taka QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Háþróað TEMPUR® efni Precision™ Micro gormar A F S L ÁT T U R 25% S Í Ð U S T U D A G A R ! T E M P U R-D A G A R Við höfum endurskapað heilsudýnuna. Aftur. Rennilásinn er líklega það eina sem við endurhönnuðum ekki. NÝJA TEMPUR® Hybrid heilsudýnan Með því að sameina háþróaða TEMPUR® efnið og hina vönduðu Precision™ micro gorma aðlagar nýja TEMPUR® Hybrid heilsudýnan sig fullkomlega að líkama þínum og bregst við hreyfingum þínum þannig að þú upplifir réttan stuðning og hámarksþægindi. Til enn frekari þægindaauka er dýnan klædd QuickRefresh™ áklæði sem taka má af með rennilás og þvo. T E M P U R ® H Y B R I D H E I L S U DÝ N A N Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa! 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r62 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 1 -8 7 0 4 1 9 3 1 -8 5 C 8 1 9 3 1 -8 4 8 C 1 9 3 1 -8 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.