Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 30
28
Aslak Liestel
Skírnir
anlegt, en oftast nær er það miður sennilegt. Einhver sér-
staklega brýn ástæða verður að koma til, ef menn vilja telja
risturnar til muna eldri en lögin, sem þær finnast í. Þær,
sem kunna að hafa leynzt í sjálfum húsunum á Bryggjunni,
verða að teljast hafa brunnið með þeim. Til þess að rúna-
kefli geti verið eldra en brunalag, sem undir því er, verður
að ætla, að það hafi verið flutt til bæjarins eða horizt með
moldum frá öðrum bæjarhlutum, þar sem ef til vill hefur
verið sótt niður í dýpri lög við jöfnun bæjargrunnsins. Slíkt
hefði t. d. getað gerzt við fyllingu bryggjuþróa, þegar bryggju-
brúnin var færð fram í Voginn. Venjulega hefur það orðið
hlutskipti rúnaristnanna, að menn týndu þeim eða fleygðu,
svo að þær lentu með öðru rusli og drasli á sorphaugunum,
sem hljóta að hafa verið fjölmargir hvarvetna í bænum.
Þar hafa sumar risturnar snemma farið í kaf og geymzt vel,
en aðrar hafa fúnað talsvert, áður en þær komust í „loft-
þéttar umbúðir“. Við hyggingar nýrra húsa eða við jöfnun
eftir brunana hafa þær svo loks komizt í endanlegan sama-
stað. Einnig hafa sumar borizt í sjó fram með öðru skrani,
sem varpað hefur verið fram af bryggjubrúninni.
Ástæðan til þess, að ég hef svo tiltölulega mörg orð um
tímasetningu ristnanna, er sú, að það eru einmitt hinar yngri
ristur í bundnu máli, sem mesta athygli hafa vakið og komu
mest á óvart frá því sjónarmiði, sem til skamms tíma hefur
ríkt um sögu norrænna bókmennta. Og þetta er einnig ástæð-
an til þess, að mikill hluti slíkra ristna er hér kynntur ís-
lenzkum lesendum, sem hafa munu á þeim sérstakan áhuga
og sérstök skilyrði til að leggja dóm á þær.
Gengið verður þegjandi fram hjá öllum þorra annarra
ristna, enda eru þær efni í margar sérritgerðir. Yfirlit til
bráðabirgða birtist í tímaritinu Viking 1963. Þar eru helztu
flokkarnir nefndir, ásamt allmörgum dæmum. Ég skal þó
játa, að hundnu textarnir eru þar ekki sem hezt með farnir,
og því þykir mér vænt um að geta lagt þá aftur fram hér.
Ég hef fengið mikilsverð ráð og bendingar um skýringu ein-
stakra vísna frá ýmsum góðvinum mínum, sem margir hverj-
ir eru íslenzkir. Ég get ekki nafngreint hvern á sínum stað,