Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 229
Skimir
Ritfregnir
211
einkenni hans — jafnvel grundvallarsjónarmið i lífsviðhorfi fornmanna.
Hegðunarmáti Egils og Sigurðar Fáfnisbana verður j)vi ekki sóttur í
einhverja vessakenningu. Eða skyldu fornmenn hafa þurft að sækja þá
reynslu til annarra manna, að grátur mýkir sorg? Þetta eru að sjélfsögðu
ævaforn og ný sannindi:
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Þannig yrkir Kristján Jónsson. Rannsókn Lönnroths er á köflum littéra-
ture comparée, þar sem einblínt er á texta án þess að gefa gaum að því,
sem lifir fyrir utan þá.
Sé þáttur doktorsritgerðarinnar, sem ber af, er Studier i Olaf Tryggva-
sons saga. Þetta er góð grein. Þó að fetta megi fingur út í ýmis atriði,
svo sem vanmat höfundar á heimildargildi frásagna Ara fróða og Sæ-
mundar fróða um kristniboð Ólafs Tryggvasonar í Noregi, er megin-
hugsun hennar skynsamleg: að sýna fram á, hversu arfsagnir um Ólaf
hafi verið fátæklegar og hversu mikið Oddur Snorrason hefur þegið frá
helgisögum. Nú nær Lönnroth tilgangi sinum, niðurstöður hans virðast
sannfærandi, enda er ekki um það að villast, að efni og andi Ólafs sögu
Odds munks er sóttur að verulegu leyti til dýrlingarita.
Þó að rannsókn Lars Lönnroths hafi lánazt miður en skyldi vegna
einsýni, vonast ég fastlega til, að hann, láti ekki bugast, þótt í móti blási
í fyrstu, heldur athugi sinn gang og byrji á því að lesa gaumgæfilega
bók Liestals: Upphavet til den islandske ættesaga. Við lestur hennar
vakna menn til vitundar um ýmsa hluti. Allt verður ekki jafnauðvelt
og Rubow og Raetke vilja vera láta. Það er vissulega ekki vanþörf á
að kanna samruna innlends og erlends í íslenzkum bókmenntum. Þeir,
sem hafa áhuga á og getu til að glima við þetta fjarskalega flókna vanda-
mál, eru ekki á hverju strái.
Bjarni GuSnason.
Norron fortællekunst. Kapitler af den norsk-islandske middelalder-
litteraturs historie.
Bók þessi er tekin saman af þrem dönskum visindamönnum, Hans
Bekker-Nielsen, Thorkil Damsgaard Olsen og Ole Widding. Tveir þeirra
eru starfsmenn Orðabókar Árnanefndar, og er sá síðast taldi ritstjóri henn-
ar, eins og kunnugt er. Sá þriðji, Thorkil Damsgaard Olsen, mun hafa
numið norræn fræði í Höfn og er, þegar þetta er ritað (okt. 1965),
danskur lektor við Háskóla fslands.
Höfundar láta þess getið í formála, að bók þeirra eigi að
imodekomme et behov for en kortfattet og tilpas haandbogspræget
indforing i vigtigere dele af den middelalderlige norsk-islandske
prosalitteraturs historie. (7).