Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 231
Skirnir
Ritfregnir
213
inga öllu frumkvæði um konungasagnaritun er barizt á tveim vigstöðv-
um: annars vegar gerðir ómerkir allir vitnisburðir um elztu konunga-
sagnaritun Islendinga, svo sem um rit Sæmundar fróða („eksistensen af
et saadant er mildest talt tvivlsom". 44) og í annan stað farið heldur
óvirðulegum orðum um verk islenzkra sagnaritara:
Overalt nævnte man med storste respekt den literære pioner, der
forste gang havde nedskrevet en beretning om begivenhederne; de
norrone kronikers megen ros af Aris, Erik Oddsans og Karl Jóns
sons muligvis hojst ubetydelige arbeider skal ses i lyset af denne
middelalderlige vane. (63).
Ýmislegt sem höfundur segir um verk ofangreindra sagnaritara er rangt.
Það er alveg eftir höfundi að eyða þrem og hálfri síðu í latínurit Theo-
doricusar munks, en hálfri síðu í Heimskringlu. Og ritið fjallar um nor-
ræna frásagnarlist! Af vísindalegri varkárni fullyrðir höfundur ekkert
um það, að Snorri hafi samið Heimskringlu, en talar um hann sem
„forfatter/redaktor". Loks minnist hann á Hákonar sögu Hákonarsonar
og Magnúss sögu lagabætis, en lætur þess ekki getið, að Sturla Þórðarson
hafi samið þau rit. Hvers á Sturla að gjalda?
Ole Widding skrifar um Islændingesagaer. Sá kafli er tæpar tuttugu
siður og er þar með talið það rúm, sem fer í veraldlegar samtiðarsögur
og fornaldarsögur, er fá að fljóta með sem kaflaaukar. Þátturinn um
Den hoviske litteratur eftir Damsgaard Olsen er tuttugu og fimm síður.
Enn eitt dæmi um brengluð hlutföll. Það er gaman að grein Widdings.
Hann lætur allt flakka, og stundum er með öllu óljóst, hvaða skoðun
hann hefur á hlutunum. Þegar hann ræðir uppruna Islendingasagna,
er eins og hann boði þáttakenninguna gömlu, sem er afbrigði sagnfest-
unnar, og vill hann gera ráð fyrir, að hennar sjái stað í Egilssögu. En
siðar virðist svo sem hann aðhyllist kenningu P. Rubows um Islendinga-
sögur sem skrifborðsrómana — að visu með nokkurri lagfæringu.
Litil skil eru gerð frásagnarlist Islendingasagna, þó að bókarheitið
krefjist þess. Njála fær þetta hálfa síðu, og er þá verið að velta fyrir sér
sannfræði sögunnar. Beinar villur koma fyrir, svo sem þegar talað er um,
að margar gerðir séu til af Njálu. Einar Öl. Sveinsson hefur sýnt fram á
i Studies in the Manuscript Tradition of Njálssaga (1953), að unnt sé
með textasamanburði að komast mjög nálægt frumgerð sögunnar. Að
minnsta kosti má segja, að notkun Widdings á „version" sé villandi eða
hann leggi nýstárlega merkingu í orðið.
Þeir Hans Bekker-Nielsen og Ole Widding hafa báðir gefið út ýmsar
merkar athuganir á þýðingarbókmenntum norrænum og munu fáir standa
þeim á sporði að þekkingu í þeim efnum. Og það, sem er á þessari bók
að græða, snertir þessleg rit: hómilíur, helgisögur, jarteiknasögur, Maríu
sögu og ævintýr. Og sitthvað gott má segja um greinargerð Damsgaard
Olsens um hirðbókmenntir. En það bætir ekki úr einsýni bókarinnar.
Bfarrú GuSnason.