Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 161
Skirnir
Gömul krossfestingarmynd
143
staðakirkju frá 1394 og síðar stendur: „Hun a .xxx. hundrud
j heimalandi. Enn veygeirsstadi med þeim skilmala. ad lysa
skal fyrer mariu og petro. þa er messa syngst alla [helga]
daga vm alla messo. Enn rvmhelga daga fra vpphaldi“ (32).
Klausan um Maríu og Pétur stendur ekki í máldaga kirkj-
unnar frá 1318 og síðar. 1 þeim máldaga er kirkjan talin
eiga þrjú altarisklæði (33), en fjögur í máldaga frá 1394
og síðar (34). Á Draflastöðum bjuggu Benedikt Brynjólfsson
og kona hans Margrét Eiríksdóttir. Þau áttu auk Draflastaða
Sjávarborg í Skagafirði, Espihól í Eyjafirði og fleiri jarðir.
Draflastaðir munu hafa komið í arfahlut Margrétar eftir
föður hennar. 1 máldaga Draflastaðakirkju frá 1318 og síðar
stendur: „Jnnan kyrckiu ix. alna Refill. er Brandur gaf“ (35).
Þessi Brandur er líklega Brandur Eiríksson á Höfða, langafi
Margrétar. Þá stendur einnig í sama máldaga, en með yngri
hendi: „oc hundrad j flýtianda eyri. er EÍrijkur gaf“ (36).
Má ætla, að hann sé Eiríkur Magnússon, faðir Margrétar. 1
máldaga Draflastaðakirkju frá 1394 og síðar stendur: „Anno
Domini M°. ccc°. xc°. ix°. vard Benedict skylldugur ad auk
þessa kyrckiunne j portionem Ecclesiæ medann hann hafdi
bvid. xiiij. hundrud voru. og halfmorck" (37). 1 máldaga
Draflastaðakirkju frá 1461 stendur, að Magnús Benediktsson
hafi lukt Draflastaðakirkju svo og svo mikið, og þá er nefnt
síðar, hverju Magnús Magnússon eigi að svara Draflastaða-
kirkju (38). Þarna má sjá, að Draflastaðir hafa verið lengi
í eigu barna og barnabarna Margrétar Eiríksdóttur og trúlega
verið lengi í ætt Höfðamanna, enda verið í miklum metum
hjá henni. Margrét hefur tekið þá jörð fram yfir Sjávarborg
í Skagafirði, sem hún selur Jóni biskupi Vilhjálmssyni 1432
(39). Tel ég líklegt, að Margrét og Benedikt Brynjólfsson
hafi gefið Draflastaðakirkju klæðið um það leyti, sem þau
fluttu þaðan, en það mun hafa verið um 1399—1400.
Þannig er ég þeirrar skoðunar, að mægðir þeirra Bene-
dikts og Björns Brynjólfssonar frá Syðri-ökrum í Skagafirði
við Eirík auðga Magnússon á Svalbarði og Möðruvöllum og
sambúð séra Steinmóðs ríka Þorsteinssonar á Grenjaðarstað
og þriðju dóttur Eiríks auðga hafi stuðlað að því, að þessi