Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 230
212
Ritfregnir
Skírnir
Bókinni er með öðrum orðum ætlað það hlutverk að vera byrjendabók
um meiri háttar ]pætti norrænna bókmennta í sundurlausu máli.
Rit þetta hefur ýmsa augljósa kosti. Það er í handhægu broti, frágang-
ur ágætur, ljósprentaðar handritasíður eru til prýðis og síðast en ekki
sízt býsnagóð bókaskrá. En bók þessi getur ekki sem heild talizt sæmileg.
Suma vankanta má skýra ó auðveldan hátt með tilurð ritsins, svo sem
það, að gerð er grein fyrir skiptingu íslenzkra bókmennta í tegundir
inni í miðri bók, enda eiga bókarkaflarnir rætur að rekja til fyrirlestra,
sem þeir félagar fluttu við Folkeuniversitetet í Höfn. En hitt varðar
mestu, að bókin rís ekki undir nafni. Það hefði mátt ætla, að norræn
frásagnarlist kæmi bezt í ljós í íslenzkum konungasögum og Islendinga-
sögum, en báðum þessum þáttum eru gerð lítt viðunandi skil. Þeir bein-
linis týnast innan um ýmiss konar þýðingar guðsorðarita, svo sem hóm-
ilíur og helgisögur. Þó að ekki fari á milli mála, að þýðingarritum þess-
um hafi verið alltof lítill gaumur gefinn, verða þau aldrei beztu sýnis-
horn um norræna frásagnarlist. Það má segja, að skörin sé farin að fær-
ast upp í bekkinn, ef menn sjá ekki lengur hlíðar og fjöll fyrir þúfum.
Lagt er allt kapp á að gera sem minnst úr íslenzkum bókmenntum.
Nafnið Norran fortœllekunst sýnir vel stefnu ritsins, því að reynt er að
telja lesendum trú um, að skerfur Norðmanna og Islendinga til skáld-
mennta og yfirleitt bókagerðar á miðöldum verði lagður að jöfnu; og í
annan stað að draga úr hátign innlendrar sagnaritunar með því að fjalla
langmest um þýðingarbókmenntir evrópskar. Hvort sem það er ætlun
þeirra félaga eða ekki, verða heildaráhrif af lestri bókarinnar þau, að
islenzk sagnaritun hafi ekki annað andlitsfall en evrópskar samtímabók-
menntir. Ég er svo illa gerður, að ég leik mér að þeirri hugsun, að bók
þessi sé öðrum þræði áróðursrit, enda samin þegar baráttan um afhend-
ingu íslenzkra handrita stóð sem hæst í Höfn.
Ástæðulaust er að færa mörg rök fyrir þessum ströngu orðum, því að
svo vel vill til, að Vésteinn Ölason stud. mag. hefur í Mimi, blaði stúd-
enta í íslenzkum fræðum (4. árg. 2. tbl.), ritdæmt bókina og rökstutt
svipaða skoðun og að ofan greinir. En einhvern forsmekk af þessu verða
lesendur að fá.
Thorkil Damsgaard Olsen ritar um Kongekraniker og kongesagaer. Það
er ekki bezti kafli bókarinnar. Hér kemur spekin:
Men selv om kongesagaen i sin oprindelse væsentligt har været be-
stemt for et norsk publikum, udelukker det ikke, at islændere har
spillet en betydningsfuld roRe ved kongesagaernes tilblivelse .. .
endelig kan visse redaktioner af kongesagaeme, som f. eks. Heims-
kringla, være opstaaet paa islandske stormænds initiativ omend med
eksport til Norge for oje. Og kongesagaeme var ikke ukendte paa
Island i det 13. aarhundrede. (69—70).
Menn taki eftir orðalaginu: „udelukker det ikke“, „kan være“, „ikke
ukendte". 1 samræmi við þá tilraun höfundar að reyna að svipta Islend-