Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 115
Skirnir
Helgileikir og herranætur
105
það er ósannað mál. Aðrir vilja, að þeir hafi áhrif á mótun
kirkjuleikanna. Kannski það hafi verið óbeinlínis, en hins
vegar var kirkjan fullkomlega fær um að láta þá þróast
sjálfa út frá sínum eigin forsendum; hliðstætt dæmi var þeg-
ar til um leiklist, sem þróaðist hjálparlaust úr helgisiðum.
Helgileikir kirkjunar þróast frá messunni. Til voru sérstak-
ar helgiathafnir, til dæmis elevatio og adoratio crucis, sem
fólu í sér eins konar leik og hafa vísað til vegar. Samtalið,
dialogurinn, sem er kjami hvers leikrits, þróast svo úr svo
kölluðum tropum og sequensum, orðaskiptum úr guðspjöll-
unum, sem kór söng í páskamessunni. Kirkjunni var auðvitað
mikið í mun að hafa áhrif á reikandi sálir og leiða þær á
réttar brautir þessa heims. Því mun um þetta leyti ekki hafa
verið óalgengt, að prédikunin sjálf færi fram á lingua vulgus,
máli almennings. En allir helgisiðir og beinar tilvitnanir í
ritninguna voru að sjálfsögðu á latínu. En hvar var að finna
áhrifaríkari dæmisögu, var ekki mikils virði, að hún yrði
lýðnum Ijós og skýr?
Tropurnar, sem lýsa ferð Maríu meyjar, Maríu Magða-
lenu og Maríu móður Jakobs að gröfinni á páskadagsmorg-
un, hljóða svo í páskamessunni:
Quem queritis in sepulchro, O Christicolae?
Jesum Nazarenum crucifixum, 0 caelicola!
Non est hic: surrexit sicut praedixerat, Ite, nuntiate
quia surrexit de sepulchro.
1 fyrstu syngur kórinn þessar tropur í einu, síðan er honum
skipt í tvennt, og spyr annar hópurinn, en hinn svarar; loks
ganga þrír prestar upp að altarinu, sem þannig verður tákn
grafarinnar, en þar stendur fyrir einn og flytur orðsvör eng-
ilsins. Þessi vísir að leik þróast svo þannig, að fleiri og fleiri
kaflar guðspjallsins eru fluttir í leikformi, og er bæði lýst
atburðum fyrir krossfestinguna og eftir; einnig þróast af
jólamessunni hliðstæða, sem lýsir atburðum við fæðingu Jesú.
1 fyrstu er fylgt af lcostgæfni frásögn guðspjallsins eða guð-
spjallanna, úr þessu verður líturgiskt drama, helgisiðaleikur.
En nokkuð snemma kemur inn í leikinn veraldleg umhverfis-
lýsing, sem gerir hann líflegri. Þannig segir í einu guðspjall-